Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 34
Lifðu! Við Vala erum að gefa út bók. Hún heitir Lifðu! og snýst um heilsu og hamingju. Bókin byggist á ferða- lagi okkar um þau svæði heimsins þar sem langlífi og góð heilsa haldast hvað mest í hendur. COVID-19 var ekki komið til sögunnar þegar við vorum á ferðinni um þessi svæði í fyrra, en það hefur verið áhugavert ferli að klára bókarskrifin og koma í prent á sama tíma og vírusinn hefur farið sem eldur í sinu um heims- byggðina. Áhugavert að því leyti að það að fara í gegnum erfiða tíma sem einstaklingar, fjölskyldur og samfélög er eitt af því sem hefur lagt grunninn að langlífi og góðri heilsu á bláu svæðunum. Hér að neðan er sýnishorn úr bókinni sem snertir einmitt á þessu og sömuleiðis ein af þeim lykilhugleiðingum sem við setjum fram í bókinni. Á Sardiníu og á bláu svæðunum almennt er borin virðing fyrir þeim eldri. Þeir hafa, eins og við bentum á í fyrsta kaflanum, tilgang. Hlutverk í lífinu. Skipta máli í sam- félaginu og taka þátt í því. Það á sinn þátt í að sögur og reynsla miðlast milli kynslóða. Þær yngri læra af þeim eldri. Og svo öfugt. Bláu svæðin eru ekki allsnægta-svæði. Á þeim öllum hafa íbúar þurft að takast á við alls konar áskoranir, þurft að hafa fyrir lífinu og því að komast af. Þetta hefur stuðlað að þessu dásamlega viðhorfi sem er ríkjandi á svæðunum. Blanda af seiglu, jafnaðargeði, þolinmæði og húmor. Fólk veit að það mun komast í gegnum erfiða tíma – fyrri kynslóðir hafa gert það. Það er þakklátt fyrir það sem það hefur og veit að það er mikilvægt að hlæja mikið og njóta lífsins með fjölskyldu, vinum og öðrum sem mynda samfélagið. Hugleiðing um viðhorf: Veltu fyrir þér hvað þú getur gert í dag til að gleðja aðra. HeiLsumoLar gaua - Aðsendar greinar34 www.fastmos.is Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is ...fylgstu med okkur á facebook www.facebook.com/mosfellingur Sumarið er frábær tími til þess að rækta okkur og blómstra! Þar sem sólin skín hátt, dagarnir eru lengri og gleðin er við völd! Á sumrin erum við orkumeiri, njótum úti- verunnar betur, förum oftar í sund og jafnvel niður á „strönd“. Þegar við fækkum fötum vaknar ef til vill sjálfsóöryggið og púkinn á öxlinni byrjar að tala! En við ætlum ekki að láta púkann né óöryggið stoppa okkur í að njóta og gera það sem okkur langar í sumar! Hér koma fimm atriði til að minna sig á til að njóta sumarsins í botn – fáklædd sem velklædd! 1. Notum líkamann okkar Líkaminn okkar er mun meira en það sem við sjáum. Hann er gerður til að hreyfa sig, upplifa ævintýri, leika sér og fram- kvæma nýja hluti. Í stað þess að einblína á útlitið skulum við hugsa um styrkinn og frelsið sem líkaminn veitir okkur. Prófum nýja hluti eins og fjallagöngur, hjólreiðar, sjósund eða bara eitthvað sem veitir okkur vellíðan. Það eflir sjálfmyndina að sjá og upplifa hvað líkaminn okkar er fær um. 2. Iðkum þakklæti Við erum oft of upptekin af því hvað megi betur fara þegar við skoðum líkamann. Með því að iðka þakklæti og þakka fyrir allt sem líkaminn gerir fyrir okkur getur margt breyst. Verum þakklát fyrir að geta gengið, teygt okkur, beygt okkur, hjól- að, synt eða hlaupið. Sundlaugar landsins eru mikil auðlind. Er kannski kominn tími á sundferð? 3. Stundum jákvætt sjálfstal Það er auðvelt að detta í niðurrrif. Sér- staklega þegar púkinn er mættur á öxlina! Þá er mikilvægt að vera meðvitaður um að hann sé mættur og grípa inn í og eiga falleg orð um okkur. Hvatningin styrkir okkur og heldur okkur á beinu brautinni. 4. Verðlaunum okkur Hér er ekki verið að tala um mat eða nudd á hverjum degi heldur það að gera eitthvað sem veitir okkur raunverulega vellíðan daglega. Þetta eru litlu hlutirnir sem hjálpa okkur að líða vel eins og göngu- túr, fara í bað eða heitan pott, hugleiða eða velja okkur þau verðlaun sem næra okkur og veita okkur orku. Þessar einföldu aðgerðir geta hjálpað okkur til að öðlast aukinn styrk og enn meiri vellíðan. 5. Hættum að fylgja þeim sem láta okkur líða illa á samfélagsmiðlum Fylgjum fólki sem veitir okkur innblástur og vellíðan. Þar sem samfélagsmiðlar geta haft gríðarlega áhrif á líðan okkar, ýmist nært okkur eða dregið úr okkur orku. Það er okkar að velja það sem bætir okkur og kætir. Látum ekki leiðindapúkann á öxlinni okkar halda aftur af okkur í sumar! Gerum það sem okkur langar og njótum þess að vera til. Við eigum það skilið! Berum höfuðið hátt og verum stolt af sjálfum okkur! Gleðilegt sumar! Berta Þórhalladóttir Ræktum okkur sjálf í sumar! Bygging gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi er eitt stærsta umhverfis- verkefni sem Íslendingar hafa ráðist í hingað til. Upphaf verkefnisins má rekja til ársins 2013 með undirritun eigendasamkomulags allra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu um meðhöndlun úrgangs. Fram kom m.a. í eigendasamkomulaginu að byggð skyldi gas- og jarðgerðarstöð og með því gert kleift að hætta urðun lífræns úr- gangs. Stöðin er í samræmi við stefnu sem sveitarfélögin hafa mótað í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Nú er komið að stóru stundinni en starf- semi hefst í gas- og jarðgerðarstöðinni (GAJA) á næstu dögum. Stenst allar kröfur Álfsnes er í eigu Reykvíkinga en blasir við í bakgarði okkar Mosfellinga og því hafa bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og fulltrúar bæj- arins í stjórn Sorpu lagt mikla áherslu á að urðun yrði hætt í Álfsnesi. Fulltrúar Sorpu, tæknimenn sveitarfélaga og verkfræðingar frá verkfræðistofum lögðust yfir hvaða lausn væri heppilegust og var niðurstaðan sú lausn sem nú hefur verið byggð. Gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi stenst allar nútíma kröfur og var gert enn betur þegar samþykkt var að stöðin yrði yfirbyggð að kröfu okkar Mosfellinga. Við það hækkaði kostnaðurinn en það er nauðsynleg viðbót af umhverfs- ástæðum, sérstaklega fyrir okkur Mosfellinga. GAJA markar byltingu í um- hverfismálum á Íslandi og mun jafngilda því að taka 40 þúsund bensín– og díselbíla úr umferð og hefur mikil áhrif á kolefnisbú- skapinn hér á landi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismál- um höfuðborgarsvæðisins í lag. Tilgangurinn að hætta urðun lífræns úrgangs Í stöðinni verður heimilissorpi eða lífrænum úrgangi breytt í metangas og moltu. Það skal skýrt tekið fram að tilgang- ur GAJA er ekki að framleiða metangas eða moltu heldur að hætta urðun lífræns og brennanlegs úrgangs og um leið spara útblástur sem nemur 90 þúsund tonnum af koltvísýringi árlega. Allur úrgangur sem safnað er frá heimil- um á samlagssvæði SORPU er forflokkaður í móttökustöðinni í Gufunesi og lífrænu efnin síðan flutt í GAJA. Lífrænu efnin verða unnin í stöðinni í metangas og jarðvegsbæti eða moltu, en málmar og önnur ólífræn efni svo sem plast fara til endurnýtingar. Metangas og molta eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem munu nýtast samfélag- inu. Mikið hefur verið horft á þessar afurðir og margir efast um ágæti stöðvarinnar af þeim sökum. Stöðin var ekki byggð til að framleiða metagas og moltu, hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evr- óputilskipun og kröfum Umhverfisstofnun- ar og einnig að kröfu okkar Mosfellinga. Komið að tímamótum Þótt ferlið að byggingu stöðvarinnar hafi verið langt og strangt er ánægjulegt að það sé komið að þeim tímamótum að taka í notkun gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Sérstaklega er þetta ánægjulegt fyrir okkur Mosfellinga því þegar GAJA verður komin í full afköst mun lyktarmengum úr Álfsnesi heyra sögunni til. Nánari upplýsingar um starfsemi GAJA á www.sorpa.is Kolbrún Þorteinsdóttir bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu. Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi Bylting í umhverfismálum á Íslandi Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur Mosfellinga og reyndar landsmenn alla að framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ séu loksins hafnar. Þessi framkvæmd er búin að vera baráttumál bæjaryfirvalda í Mos- fellsbæ í mörg ár og hafa bæjar- stjóri og starfsmenn bæjarins verið óþreytandi og lagt á sig mikla vinnu við að þrýsta á Vegagerðina til að koma þessari nauðsynlegu framkvæmd á koppinn. Þolinmæði og þrautseigja er dyggð og nú er þetta loksins orðið að veruleika, með samstarfssamningi milli Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar. Aukið umferðaröryggi Þessi framkvæmd felur í sér miklar samgöngubætur og aukið umferðaröryggi fyrir Mosfellinga og alla þá sem keyra um Vesturlandsveg. Um er að ræða 1,1 km kafla frá hringtorgi við Skarhóla- braut að Langatanga. Að fram- kvæmdum loknum verða þarna fjórar akreinar með vegriði á milli akstursstefna, auk þess sem settar verða upp hljóðmanir og biðstöð fyrir strætó. Umferðartafir á framkvæmdatíma Á meðan á framkvæmdatíma stendur verður ein akrein í hvora átt á vegakafl- anum auk þess sem talsvert er búið að þrengja að umferð svo framkvæmdaaðilar geti athafnað sig. Hámarkshraði á þessum kafla verður 50 km og eru ökumenn minntir á þeirra umferðarhraða með ljósskiltum. Nú á fyrstu dögum framkvæmda hefur umferðin gengið vel, en það er ljóst að á álagstímum mun umferðin í kringum framkvæmdasvæðið vera hæg og einhverj- ar raðir myndast í báðar áttir. Það er því skynsamlegt að reikna með aðeins lengri ferðatíma í gegnum svæðið á háannatíma meðan framkvæmdir eru í gangi. Það er fórnarkostnaður sem við Mosfell- ingar ættum að taka á okkur með bros á vör, enda verður um mikla breytingu fyrir okkur að ræða að framkvæmdum loknum sem er áætlað 1. desember 2020. Förum varlega og verum tillitsöm Ég hvet Mosfellinga og alla vegfarendur til að virða 50 km hámarkshraða á fram- kvæmdasvæðinu, fara varlega og taka tillit til aðstæðna meðan á framkvæmdum stendur. Með því drögum við úr slysahættu og tryggjum að allir komist heilir að heim- an og heim aftur. Gleðilegt umferðarsumar. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar Mosfellsbæjar Breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.