Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 6
 - Fréttir úr Mosfellsbæ6 Undirgöng fyrir hesta undir Reykjaveginn Hafnar eru gatnaframkvæmdir á Reykjavegi á móts við Ísfugl. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðar- innar og Mosfellsbæjar sem felur í sér að koma niður undirgöngum fyrir hestaumferð undir Reykjaveg- inn ásamt endurmótun aðliggjandi stíga og umhverfis. Á meðan á framkvæmdum stendur er nauð- synlegt að beina umferð um hjáleið, þar sem Reykjavegurinn verður grafinn í sundur. Áætluð verklok eru í nóvember. Mosfellsbær biður vegfarendur að sýna framkvæmdar- aðilum tillitssemi. Viðurkenningar fyrir fallegt umhverfi • Skógræktarfélagið heiðrað auk þriggja garða UmhverfisviðUrkenningar mosfellsbæjar 2020 veittar EinitEigUR 4 Guðlaug Anna Ámundadóttir og Snorri Böðvarsson fá viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel skipulagðan garð að Einiteig 4 þar sem lögð er áhersla á fallegt umhverfi og tengingu við náttúruna í kring. BERgholt 10 Guðlaug Helga Hálfdánardóttir og Ásbjörn Þorvarðarson fá viðurkenningu fyrir fallegan og fjölskrúðugan garð að Bergholti 10 sem sinnt hefur verið af mikilli natni um langt skeið. litlikRiki 68 Ragnhildur Sigurðardóttir og Jón Andri Finnsson fá viðurkenningu fyrir fallegan og vel skipulagðan garð að Litlakrika 68 þar sem lögð er áhersla á frumlega hönnun og tengingu við náttúruna. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum árlegar umhverfisviðurkenn- ingar. Viðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum. SkógRæktaRfélag MoSfEllSBæjaR Félagið fær viðurkenningu fyrir góð störf að skógræktarmálum í Mosfellsbæ um margra ára skeið. Skógræktarfélagið hefur áratugum saman unnið óeigingjarnt starf við skógrækt í Mosfellsbæ með uppbygg- ingu fallegra skógarlunda og útivistarsvæða og þannig stuðlað að fallegra umhverfi í bænum og aukinni útivist og heilsurækt íbúa. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þessa viðurkenningu og fyllumst stolti. Þetta hvetur okkur svo sannarlega til að halda áfram á sömu braut,“ segir Björn Trausta- son formaður skógræktarfélagsins en viður- kenningin var veitt í Hamrahlíð, glæsilegu útivistarsvæði Mosfellinga. Til stóð að aðalfundur Skógræktarfélags Íslands yrði haldinn með mikilli dagskrá í Hlégarði í byrjun september. Vegna sótt- varnarreglna og fjöldatakmarkana þurfti því miður að fresta honum og þeirri dag- skrá sem búið var að undirbúa í tilefni 90 ára afmæli félagsins. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Bjartur Steingrímsson formaður umhverfisnefndar, Kristín Ýr Pálmars- dóttir varaformaður og Björn Traustason formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. ný samgöngustígur í ævintýragarðinn Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 10. september var samþykkt að hefja vinnu við fyrsta áfanga á nýjum fimm metra breiðum samgöngustíg í Ævintýragarði Mosfellinga, ásamt endurnýjun lagna að Varmárræsi í samræmi við fráveituáætlun Mosfellsbæjar. Stígurinn er stofnstígur í gegnum Ævintýragarðinn með tengingum við Háholt og Leirvogstunguhverfi og er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær er framkvæmdaraðili en ríkið fjármagnar sjálfan samgöngustíginn í samræmi við áherslur sínar um að hefja strax framkvæmdir við fullhönnuð mannvirki til að auka atvinnu í landinu. innleiða barnasátt­ málann í Mosfellsbæ Samþykkt bæjarráðs Mosfellsbæjar liggur fyrir um þátttöku Mosfells- bæjar í verkefninu Barnvænt Ísland í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF. Verkefnið felst í því að Mosfellsbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hann sé nýttur sem verkfæri við alla stefnu- mótun og þróun þjónustu þannig að sérstakt tillit verði tekið til barna í allri starfsemi sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir því að Mosfellsbær hefji innleiðingu í byrjun næsta árs og að innleiðingin standi yfir í tvö ár frá mars 2021-2023. Að þeim tíma loknum ætti bærinn að geta hlotið viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag. Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar mun gegna mikilvægu hlutverki í þessu verkefni í samvinnu við aðrar nefndir og starfsmenn Mosfellsbæjar. leikskólagjöld í Mos­ fellsbæ lækka um 5% Samkvæmt fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2020-2023 lækkuðu leikskólagjöld um 5% þann 1. ágúst. Lækkunin styður við stefnu bæjarins um eflingu fræðslu- og frístundastarfs með áherslu á heilsueflingu og lífsgæði íbúa bæjarins. Lækk- unin er jafnframt í samræmi við þá stefnumörkun sem birtist í lífskjarasamningnum sem byggist á samstarfi verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda um að halda gjöldum hóflegum. Leikskólagjöld lækkuðu einnig um 5% árið 2019 og er þetta því önnur lækkunin á tveimur árum. Frístundaávísunin hækkaði einnig 16. ágúst og 5 ára börn bætast við. Þættirnir Heima með Helga slógu eins og frægt er orðið í gegn þegar COVID 19 reið fyrst yfir landið á vordögum. Þrátt fyrir nafnið voru þættirnir ekki teknir upp heima hjá Helga Björnssyni sjálfum, heldur var tökustaðurinn Hlégarður, félagsheimili Mosfellinga, sem er nú orðinn félagsheimil þjóðarinnar. Þar tók Helgi á móti fjölda listamanna sem var ekki aðeins ánægjulegt fyrir áhorf- endur heldur einnig fyrir listamennina sem hafa ekki farið varhluta af áhrifum COVID. Þessa dagana standa yfir upptökur á nýj- um sjónvarpsþætti „Það er kominn Helgi“ og er Hlégarður aftur vettvangurinn. Það er ánægjulegt að Hlégarður hafi fengið þetta nýja hlutverk tímabundið. Þetta hefur í för með sér að næstu vikurnar er húsið undir- lagt fyrir æfingar og upptökubúnað. Þegar líður á haustið standa vonir til þess að hægt verði að hefja fyrsta áfanga endur- bóta sem meðal annars fela í sér endurnýj- un gólfefna. Því má gera ráð fyrir að ekki verði unnt að halda viðburði í Hlégarði fyrr en á nýju ári að upptökum og endurbótum loknum. Það er kominn helgi upptökur í hlégarði

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.