Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Bragi Bergmann Steingrímsson 2. varamaður bbergman@hive.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu - Fréttir úr bæjarlífinu8 Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is danS, danS, danS Dansinn hjá Auði Hörpu byrjaði miðviku- daginn 2. sept. kl 14:15 og er kenndur í íþróttahúsinu Varmá alla miðvikudaga. Þar er auðvelt að halda öllum settum sóttvarnar- reglum og tak- mörkununum. Dansinn hentar jafnt körlum sem konum. Enn eru laus pláss fyrir fleiri. Hlökkum til að sjá ykkur. VIltu KoMa í lítInn HÓp oG æFa þIG í að tala enSKu? Okkur í félagsstarfinu langar að leiða saman fólk sem vill þjálfa sig í að tala ensku saman. Flest kunnum við eitthvað í ensku en æfum það lítið og gaman að geta styrkt það. Hugsunin er að mynda lítinn samheldinn hóp og hittast reglulega og æfa talmálið ensku. Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega hafið samband við okkur í félagsstarfinu í síma 586-8014/ 6980090 poStulínSnáMSKeIð hjá Kolfinnu Guðmundsdóttir Postulínskennsla byrjar 1. okt. Kennt verður á fimmtudögum kl. 13.00 til 16.00, kr. 2.500 skiptið. Innifalið í verði eru litir, brennsla og kennsla. Skráning í handverksstofu eða á elvab@mos.is eða í síma 586-8014/6980090 leIKFIMI fyrir eldri borgara Eirhömrum Leikfimin hjá Karin Mattson á Eirhömrum er byrjuð. Takmarkað húsrúm og 1 metra reglan í gildi. Fimmtudagar 10:45 og 11:15. Leikfimin hentar öllum jafn byrjendum sem lengra komin og er ókeypis. atHuGIð Nýjar demantamyndir eru komnar til okkar í félagsstarfið, endilega komið og kíkið á okkur milli kl. 13:00-16:00 á Eirhömrum. Karókí, bingó, Sunnudjass, PubQuiz og lifandi tónlist • Snertilaus afgreiðsla í boði staðið fyrir vikulEgum viðburðum á barion Barion í Mosó hefur heldur betur stimplað sig inn í bæjarfélagið frá því að staðurinn opnaði í desember á síðasta ári. Fyrir utan mat og drykk er staðið fyrir vikulegum viðburðum á staðnum. „Mosfellingar hafa tekið þessum uppákomum okkar vel og við erum rétt að byrja. Vegna samkomutakmarkana þurftum við eðli- lega að draga úr skemmtidagskránni en nú erum við að fara á flug á ný. Við höfum fest í sessi nokkra dagskrárliði sem fólk kann vel að meta, eins og hópakarókí með Siggu Kling þar sem allur salurinn syngur saman, spurningakeppni með Steinda Jr. þar gestir svara í gegnum símann sinn, risabingó þar sem vinningar fara yfir hálfa milljón, djass og fjölbreytta lifandi tónlist,“ segir Simmi Vill. Frítt inn - félagsheimili fullorðna fólksins „Mosfellingar og nærsveitungar hafa tekið okkur fagnandi, það kunnum við vel að meta og við viljum einmitt hafa hverfisstað- inn okkar lifandi í takt við þarfir íbúanna, félagsheimili fullorðna fólksins. Haustið verður viðburðaríkt og eru mosfellskir listamenn áber- andi næstu vikurnar en Stefanía Svavars, Maggi Hafdal og Biggi Har- alds eru væntanleg á svið sem og bingóstjóri Mosfellsbæjar Hilmar Gunnarsson sem jafnframt er orðinn viðburðastjórinn okkar hér á Barion. Fram undan er einnig Októberfest, hrekkjavaka og margt fleira sem okkur á eftir að detta í hug. Frítt er inn á viðburðina. Við erum að fara af stað með endurbættan matseðil auk þess sem nú er Happy Hour á hverjum degi kl. 16-18. Við erum alltaf opin fyrir hugmyndum um skemmtilegar uppá- komur og er hægt að senda okkur póst á barion@barion.is.“ Snertilaus afgreiðsla til framtíðar Barion hefur tekið upp snertilausar lausnir sem gera viðskipta- vinum kleift að panta veitingar með sínum eigin síma. Kerfið nefn- ist eTag og er einfalt í notkun enda flestallir með símann við hönd- ina. Gestir panta frá sínu borði og fá matinn afhentan skömmu síðar án þess að þurfa að vera í sérstökum samskiptum við þjóna og afgreiðslufólk. „Þetta sparar tíma, bætir þjónustu og hagræðir í rekstri. Þannig getum við boðið upp á háklassamat á mjög sanngjörnu verði,“ segir Simmi Vill en sjálfsafgreiðslan hefur hentað ákaflega vel á þessum tímum. Laugardagur 19. september Trúbadorakvöld með Magga Hafdal Sunnudagur 20. september SunnuDjass með Stefaníu Svavars Fimmtudagur 24. september Risa BINGÓ með risa vinningum Laugardagur 26. september Creedence-kvöld með CCR bandinu Föstudagur 2. október Hópakarókí með Siggu Kling dagSkrá NæStu vikurNar villi og Simmi vill á barion með SnertilauSar lauSnir Berglind gefur út sína þriðju matreiðslubók Berglind Hreiðarsdóttir var að gera sínu þriðju matreiðslubók. „Bókin heitir Saumaklúbburinn og hefur að geyma yfir 140 frábærar uppskriftir sem henta við ýmis tækifæri. Auk hefðbundinna uppskrifta eru settir fram tíu mismunandi saumaklúbbar hjá frábærum konum í kringum mig svo allir ættu að geta fundið hugmyndir og uppskriftir við hæfi.“ Berglind gerði matreiðslubókina frá A-Ö, hannaði uppskriftir, tók allar ljósmyndir og sá um hönnun og umbrot. „Þetta voru mín fyrstu skref í umbroti og hefur ferðalagið frá hugmynd að prentun því verið heilmikill skóli, skóli sem er hvergi nærri lokið því nú taka markaðs- og sölumál við. „Fátt er betra á tímum sem þessum en að hafa það huggulegt og útbúa góðar veitingar fyrir fólkið í kringum okkur,“ segir Berglind en bókin er að detta í verslanir. Berglind heldur úti vinsælli vefsíðu, Gotterí.is, þar má nálgast nýju bókina og hafsjó af fróðleik um matargerð.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.