Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 17.09.2020, Blaðsíða 18
 - Fréttir úr bæjarlífinu18 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Mikil sala Ég vil vinna fyrir þig! - fagleg og persónuleg þjónusta Hringdu í 897-1533 davíð Ólafsson lög. fast. david@fastborg.is „Þetta er fyrst og fremst frábær heiður að hljóta þessa viðurkenningu og er ég mjög þakklátur og snortinn,“ segir tónlistarmað- urinn Óskar Einarsson, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020. Það er menningar- og nýsköpunarnefnd sem stendur fyrir útnefningunni líkt og síðastliðin 25 ár. Óskar er fæddur á Akureyri en hefur ver- ið búsettur í Mosfellsbæ síðan árið 2003 og segist hvergi annars staðar vilja vera. Hann stundaði píanó- og saxófónnám við tónlistarskólann á Akureyri, stundaði nám við FÍH og lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1995. Hann hefur lokið mastersgráðu í útsetning- um frá University of Miami. Auk píanóleiks og kórstjórnar leikur hann á flautu, saxófón og klarinett. Þekktastur fyrir gospeltónlist Gospeltónlist er sú tegund tónlistar sem Óskar er þekktastur fyrir. Hann var stofn- andi og stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur og hefur verið tónlistarstjóri Hvítasunnu- kirkjunnar í Reykjavík í um 30 ár. Hann starfar sem tónlistarstjóri í Lindakirkju í Kópavogi og stýrir þar öflugum kirkjukór sem heldur reglulega gospeltónleika. Óskar lét ekki sitt eftir liggja í COVID-19 bylgjunni í vor og stóð fyrir viðburðinum Hittumst heima ásamt félögum sínum í Gospeltónum. Óskar Einarsson er öflugur tónlistarmað- ur sem hefur komið víða við og er vel að heiðrinum kominn. „Ég man fyrst eftir að hafa séð mynd af mér í blaði, eins árs gömlum, við píanóið heima þar sem stóð „Litli píanósnillingur- inn“. Þar byrjaði þetta. Svo hef ég verið í tón- listarnámi frá því ég man eftir mér, hlustað á músík og unnið við þetta alla ævi.“ Dagarnir hjá Óskari eru mjög fjölbreyttir. „Ég spila í brúðkaupum, útförum og sé um tónlist í sjónvarpi, leikhúsunum og auðvit- að í kirkjunni.“ Óskar hefur fylgst með blómlegu kóra- lífi í Mosfellsbæ og meðal annars útsett og stjórnað tónleikum með Karlakórnum Stefni og verið með tónleika með Álafoss- kórnum. Þá hefur hann fengið sinn kór, Gospelkór Reykjavíkur, til að halda tónleika hér auk þess sem hann hefur margoft spil- að með mosfellskum listamönnum eins og Gretu Salóme og Diddú. Kynnir sig og verk sín á næstunni Á því ári sem bæjarlistamaður er tilnefnd- ur kynnir hann sig og verk sín innan Mos- fellsbæjar í samvinnu við menningar- og nýsköpunarnefnd. Auk nafnbótarinnar er listamanninum veittur menningarstyrkur. „Ég er strax búinn að undirstinga mitt fólk með að gera eitthvað skemmtilegt hér í Mosfellsbæ á næstunni og fæ jafnvel Pál Rósinkrans með mér í einhver verkefni,“ segir Óskar að lokum og hafði aldrei hugsað svo langt að maður eins og hann, á bakvið tjöldin, væri vel að slíkri viðurkenningu kominn. Bæjarlistamenn mosfellsBæjar 1995 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 1996 Leikfélag Mosfellssveitar 1997 Inga Elín Kristinsdóttir 1998 Sigrún Hjálmtýsdóttir 1999 Sigurður Þórólfsson 2000 Karlakórinn Stefnir 2001 Sigur Rós 2002 Anna Guðný Guðmundsdóttir 2003 Steinunn Marteinsdóttir 2004 Guðrún Tómasd. og Frank Ponzi 2005 Símon H. Ívarsson 2006 Jóhann Hjálmarsson 2007 Ólöf Oddgeirsdóttir 2008 Guðný Halldórsdóttir 2009 Sigurður Ingvi Snorrason 2010 Jón Kalman Stefánsson 2011 Bergsteinn Björgúlfsson 2012 Páll Helgason 2013 Ólafur Gunnarsson 2014 Kaleo 2015 Leikfélag Mosfellssveitar 2016 Greta Salóme Stefánsdóttir 2017 Davíð Þór Jónsson 2018 Steinþór Hróar Steinþórsson 2019 GDRN 2020 Óskar Einarsson Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020 • Ákvað snemma að verða tónlistarmaður Óskar Einarsson þakklátur og snortinn yfir viðurkenningunni sólveig franklínsdóttir varaformaður menningarmálanefndar, óskar einarsson og haraldur sverrisson bæjarstjóri Þar sem ferðamannaiðnaðurinn á undir högg að sækja vegna COVID-19, tóku eigendur Hótel Laxnes Albert Rútsson og Jónas Albertsson sig til og breyttu fyrrum afgreiðslu hótelsins í kaffistofu. Kaffi Áslákur opnaði í lok ágúst og fer vel af stað, að sögn hótelstjórans Tönju Wohlrab-Ryan. „Við stefnum á að gera kaffihúsið að lifandi hluta af samfélaginu í Mosfellsbæ, og mæta þar með þörfum bæjarbúa,“ segir Tanja. Ein hugmyndin er að koma til móts við barnafólk og atvinnu- lausa. Bros og gott kaffi kemur manni langt Á mánudögum, miðvikudögum og föstu- dögum milli 10 og 11 geta foreldrar komið með börnin og notið samverunnar í þessu fjölskylduvæna umhverfi. „Það er mjög mikilvægt fyrir nýja foreldra að hittast, slaka á og fá sér kaffibolla,“ segir Tanja. „Í nýju forstofunni okkar er notalegt svæði með nettengingu þar sem hægt er að vinna. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir einstaklinga í fjarvinnu eða á milli starfa, ekki síst í ljósi aðstæðna í samfélaginu, að geta skipt um umhverfi og viðhaldið heilbrigðri rútínu. Bros og gott kaffi kemur manni langt.“ segir Tanja. „Borgaðu það sem þú vilt“ Alla virka daga milli 10 og 12 mun kaffi Áslákur bjóða fólki að borga þá upphæð sem það vill og getur. Er það einkum hugsað fyrir foreldra og atvinnuleitendur. Þá ákveður viðskiptavinurinn sjálfur hvað hann greiðir fyrir kaffi og aðrar veitingar. Hugmyndin er ekki ný af nálinni – Pallett kaffihús í Hafnarfirði hefur notast við þessa hugmynd með góðum árangri og er hún fengin þaðan. „Okkar stefna er að mæta þörfum viðskiptavina, bjóða upp á gæða- kaffi og með auknum umsvifum ætlum við að bjóða upp á lífræn hágæða matvæli frá okkar nærumhverfi í Mosfellsbænum.“ Breyttu afgreiðslu hótelsins í kaffistofu • Mæta þörfum bæjarbúa • Hundar og hestar velkomnir • Lifandi staður Kaffi Áslákur kemur til móts við barnafólk og atvinnulausa

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.