Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 6
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna Grunur um fjárdrátt starfsmanns Skálatúns Starfsmaður Skálatúns í Mosfellsbæ er grunaður um að hafa dregið sér fé úr rekstri heimilsins. Starfsmaðurinn starfaði sem launafulltrúi og bókari á heimilinu. Grunur um fjárdrátt kviknaði í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar í sumar. Þetta staðfesti Þórey I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skálatúns, á dögunum. Málið er til rannsóknar. Skálatún er heimili um 40 einstakl- inga með þroskahömlun. Þar er einnig rekin dagþjónusta svo sem vinnustofur, þjálfun og afþreying fyrir þroskahamlaða. Reksturinn er samkvæmt þjónustusamningi við Mosfellsbæ. Þórey segir að umræddur starfsmaður hafi verið sendur heim í september eftir að grunur kviknaði, en meintur fjárdráttur teygir sig yfir um tíu ára tímabil. - Bæjarblað allra Mosfellinga6 Guðsþjónustu og sunnudagaskóla verður áfram streymt eða í rafrænu formi næstu vikur og hið sama gildir mögulega um aðventukvöld Lága- fellssóknar þann 6. desember vegna fjarlægðartakmarkana yfirvalda. Hægt er að horfa á allt í rafrænu formi á heimasíðu og facebook-síðu lágafellskirkju. Lokastund barnastarfsins þann 13. des. kl. 13 er í vinnslu. Verður úti/inni, rafræn með appi og jólasveinum!? Fylgist endilega með dagskrá og breytingum á safnaðarstarfinu vegna Covid-19 á www.lagafellskirkja.is á næstunni. Eigið góðar stundir! Stór lögregluaðgerð í Mosfellsbæ • Innbrotafaraldur í hverfum • Karl leiddur út í járnum lögreglan vonast til að búið sé að koma böndum á ástandið LYFSALINN GLÆSIBÆ Opið 8.30 - 18.00 Sími 517 5500 / glaesibaer@lyfsalinn.is LYFSALINN VESTURLANDSVEGI Opið 10.00 - 22.00 Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is LYFSALINN URÐARHVARFI Opið 8.30 - 18.00 Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is www.lyfsalinn.is APÓTEK LYFSALANS OPIÐ 10.00-22.00 alla daga BÍLAAPÓTEK Mosfellingar Verið velkomnir að renna við á leiðinni heim og fá lyn afgreidd beint í bílinn. Erum við hlið Orkunnar við Vesturlandsveg. Snertilausar afgreiðslur. LYFSALINN GLÆSIBÆ Opið 8.30 - 18.00 Sími 517 5500 / glaesibaer@lyfsalinn.is LYFSALINN VESTURLANDSVEGI 10.0 - 22. 6 vesturlandsvegur@lyf alinn.is LYFSALINN Ð RHVARF 5 urdarhvarf www.lyfsalinn.is APÓTEK LYFSALANS OPIÐ 10 0-22.00 alla d ga BÍ ÓTEK Mosfellingar Verið velkomnir að re na við á leiðinni h im og fá lyn fg idd beint í bíl . Erum við hlið Orkunnar við Vesturlandsveg. Snertil sar af reið l r. L Y F S A L I N N G L Æ S I B Æ O p i ð 8 . 3 0 - 1 8 . 0 0 S í m i 5 1 7 5 5 0 0 / g l a e s i b a e r @ l y f s a l i n n . i s L Y F S A L I N N V E S T U R L A N D S V E G I O p i ð 1 0 . 0 0 - 2 2 . 0 0 S í m i 5 1 6 5 5 0 0 / v e s t u r l a n d s v e g u r @ l y f s a l i n n . i s L Y F S A L I N N U R Ð A R H V A R F I O p i ð 8 . 3 0 - 1 8 . 0 0 S í m i 5 1 6 5 5 0 5 / u r d a r h v a r f @ l y f s a l i n n . i s w w w . l y f s a l i n n . i s A P Ó T E K L Y F S A L A N S O P I Ð 1 0 . 0 0 - 2 2 . 0 0 a l l a d a g a B Í L A A P Ó T E K M o s f e l l i n g a r V e r i ð v e l k o m n i r a ð r e n n a v i ð á l e i ð i n n i h e i m o g f á l y  n a f g r e i d d b e i n t í b í l i n n . E r u m v i ð h l i ð O r k u n n a r v i ð V e s t u r l a n d s v e g . S n e r t i l a u s a r a f g r e i ð s l u r . LYFSALINN GLÆSIBÆ Opið 8.30 - 18.00 Sími 517 5500 / glaesibaer@lyfsalinn.is LYFSALINN VESTURLANDSVEGI 10.0 - 22. 6 vesturlandsvegur@lyf alinn.is LYFSALINN Ð RHVARF 5 urdarhvarf www.lyfsalinn.is APÓTEK LYFSALANS OPIÐ 10 0-22.00 alla d ga Í Mosfellingar Verið velkomnir að re na við á leiðinni h im og fá lyn fg idd beint í bíl . Erum við hlið Orkunnar við Vesturlandsveg. Snertil sar af reið l r. Vistvænni samgöngumáti í boði • 28 krónur mínútan • Greitt í gegnum smáforrit rafhlaupahjólaleiga opnuð fyrir Mosfellinga Gými lokað og SORPA afsakar lyktarmengun Íbúar hafa fundið fyrir óvenju mikilli lyktarmengun frá Álfsnesi að undanförnu. Stjórnendur SORPU biðja þá sem verða fyrir óþægindum afsökunar. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eru meðal annars lokun Gýmis, móttökustaðar lyktar- sterks úrgangs. Gými hefur nú verið lokað og á sú lykt sem frá honum stafaði að vera úr sögunni. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, er önnur aðgerð gegn þessari lyktarmengun. GAJA er ein stærsta umhverfis- og loftslagsaðgerð sem ráðist hefur verið í á höfuð- borgarsvæðinu. Hún er jafnframt gríðarstór aðgerð til að draga úr lyktarmengun frá urðunarstaðnum í Álfsnesi því þar er lífrænn úrgangur meðhöndlaður innandyra og á lykt ekki að sleppa þaðan út. GAJA hefur tekið til starfa og með henni verður hætt að urða lífrænan úrgang í Álfsnesi. Urðun lífræns úrgangs er helsta ástæða lyktarmengunar. Sú lyktarmengun sem hefur verið til umræðu undanfarið er talin stafa frá rein 20 í urðunarstaðnum í Álfs- nesi. Stjórnendur SORPU leita nú allra leiða til að draga úr og koma í veg fyrir frekari lyktarmengun. Frá og með mánudeginum 16. nóvember gátu Mosfellingar valið að nýta sér um- hverfisvænan samgöngumáta innanbæjar þar sem fyrirtækið Oss rafrennur ehf. hóf útleigu á rafhlaupahjólum. Innan skamms mun fyrirtækið svo bjóða íbúum að leigja rafhjól en bæði rafhlaupa- hjólin og rafhjólin verða á negldum dekkj- um í vetur og því fyllsta öryggis gætt. allt að 30 hjól í boði í dag Til að byrja með verða allt að 30 hjól aðgengileg í Mosfellsbæ og ef eftir- spurnin verður meiri verður þeim fjölgað. Leigan fer fram í gegnum smáforrit í snjallsíma þar sem unnt er að sjá hvar næsta lausa rafhlaupa- hjól er staðsett. Smáforritið veitir einnig upplýs- ingar um stöðu á rafhlöðuhleðslu hvers hjóls og hversu mikill koltví- sýringsútblástur sparast í hverri ferð ef sama vegalengd hefði verið farin á bifreið. Upphafsgjald fyrir hverja leigu er 100 kr. og síðan kostar hver mínúta 28 kr. smáforrit heldur utan um staðsetningu Upphafsstöðvar verða við Miðbæjartorg og íþróttamiðstöðvarnar en notendur geta skilið við hjólin þar sem þeim hentar, þar sem smáforritið heldur utan um staðsetn- ingu hjólanna. Það er þó mikilvægt að skilja við hjólin með ábyrgum hætti og þannig að þau séu ekki í vegi fyrir annarri umferð. Innleiðing rafhlaupahjóla og rafmagns- hjóla í Mosfellsbæ er í samræmi við þau markmið sem sett eru fram í umhverfis- stefnu Mosfellsbæjar og með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. leggjum umhverfinu lið „Vistvænar samgöng- ur og áhersla á orkuskipti í sam- göngum eru hluti af markmiðum umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna. Við Mosfellingar tökum áhugasöm þátt í öllum skref- um, stórum sem smáum, sem styðja okkur við að draga úr kolefnisspori okkar því að margt smátt gerir eitt stórt. Ég vil því hvetja okk- ur Mosfellinga til þess að njóta þess að ferðast með umhverfisvænum og skemmtilegum hætti þar sem við gætum að öryggi annarra og okk- ar sjálfra um leið og við leggjum umhverfinu lið,“ segir Haraldur Sverr- isson bæjarstjóri. Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í stórri aðgerð lögreglunnar í Mosfellsbæ miðvikudaginn 4. nóvember. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram- kvæmdi húsleit í tveimur húsum að und- angengnum dómsúrskurði. Hald var lagt á töluvert magn af þýfi sem hefur gengið þokkalega að koma aftur í réttar hendur að sögn lögreglu. Innbrotafaraldur hafði geisað í nálægum hverfum um töluvert skeið. Halda eftirliti áfram á svæðinu Tveimur vikum áður höfðu íbúar í Brekkutanga og nágrenni sent áskorun til sýslumanns, lögreglu, bæjaryfirvalda og fleiri vegna málsins. Óskað var eftir úrræð- um en áhyggjurnar snéru að veikindum, fíkniefnaneyslu, ofbeldi, COVID smitum o.fl. sem gæti haft slæm áhrif á nærsam- félagið. „Við vonum að búið sé að koma böndum á ástandið,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vínlandsleið. „Við komum til með halda uppi eftirliti á svæðinu áfram og vonumst til að hlutirnir fari ekki í sama farveg. Það er óviðunandi fyrir alla, enda skiptir máli fyrir fólk að búa við öryggi á sínum heimilum.“ Elín Agnes vill benda fólki á, sem verður fyrir tjóni, að tilkynna slíkt alltaf til lög- reglu þannig að hún hafi allar upplýsingar í höndunum. Ekki bara spjalla inni á íbúa- síðum á facebook. M yn di r/ Ra gg iÓ la LögregLan að störfum í mosfeLLsbæ þann 4. nóv.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.