Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 14
 - Bæjarblað allra Mosfellinga14 Í síðasta tölublaði Mosfellings fjölluðum við um 75 ára afmæli Reykjalundar sem er á þessu ári en flestum hátíðarhöldum vegna afmælisins hefur þurft að fresta eða fella niður vegna COVID-faraldursins. Síðan þá hefur ýmislegt gerst tengt COVID í starfsemi þessarar sögufrægu heilbrigðisstofnunar sem staðsett er hér í Mosfellsbænum. Tekið við sjúklingum frá Landakoti Í síðustu viku var kynnt skýrsla Land- spítala um COVID-sýkingu á Landakoti. Reykjalundur er ein þeirra heilbrigðisstof- ana sem tóku við sjúklingum frá Landakoti og talið er að smit á Reykjalundi megi rekja þangað. Þrátt fyrir að Reykja- lundur sé endurhæf- ingarstofnun fóru Landspítali og heil- brigðisráðuneyti fram á það við Reykjalund í upphafi þriðju bylgju faraldursins að taka við 10 sjúklingum með færni- og heilsumat frá Landspítala, til að létta á starfsemi spítalans. Sjúklingar í þeim hópi hafa ekki áður verið á Reykjalundi. Um miðjan október komu svo fyrstu sjúk- lingarnir frá Landspítala, meðal annars af Landakoti, en allir þessi sjúklingar lögðust inn á deildina Miðgarð, sem er sólahrings- deild Reykjalundar. COVID-smit komu fram nokkrum dögum síðar. Alls sýktist á 10 daga tímabili 21 einstaklingur tengdur Miðgarði á Reykjalundi í þessu smiti, 13 sjúklingar og átta starfsmenn. Rúmlega 30 aðrir starfsmenn fóru í sóttkví vegna málsins. Vegna þessa var gert meðferðarhlé hjá öllum þjónustuþegum dag- og göngudeilda Reykjalundar tímabilið 26. október til 17. nóvember og hafði þessi lokun veruleg áhrif á endurhæfingarmeðferð hátt í annað hundrað skjólstæðinga Reykjalundar. Hópsýkingin mikið áfall Pétur Magnússon forstjóri segir hópsýk- inguna vera mikið áfall fyrir alla sem teng- ist Reykjalundi. Hann segir að stofnunin þjónusti viðkvæman hóp og því mikilvægt að sýna ítrustu varkárni til að tryggja sem best hag allra sem tengjast Reykjalundi og því hafi orðið að grípa til þessarar víðtæku lokunar þegar smitin komu upp. Starfsemi stofnunarinnar sé þess eðlis að sjúklingar fari á milli margra sérhæfða starfsmanna og starfsstöðva sem sé nauð- synlegt vegna meðferðarinnar en óhentugt í ljósi sóttvarnarsjónarmiða. Jafnframt sé gott að hafa í huga að þar sem sjúklingar Reykjalundar eru margir hverjir viðkvæmir fyrir COVID og fjölmargir tilheyra áhættu- hópum þurfi að fara mjög varlega. Sem betur fer hafi Reykjalundur starfað í sóttvarnarhólfum. Því hafi sýkingin aðeins komið upp í þessu eina sóttvarnarhólfi, hólfi Miðgarðs, þangað sem sjúklingar af Landspítala lögðust inn. Í síðustu viku var meðal annars allt hús- næði Reykjalundar sótthreinsað sérstak- lega og von er á að starfsemin verði komin í gang af krafti næstu daga. Góðir straumar og batakveðjur Pétur vill að lokum að fram komi gagn- vart sjúklingum Reykjalundar og aðstand- endum þeirra að hann harmi mjög þau óþægindi sem þetta ástand og ráðstafanir sem því tengjast kunna hafa í för með sér. „Jafnframt vil ég senda öllum sjúklingum og starfsfólki Miðgarðs mínar bestu kveðjur enda hafa verið mjög erfiðir dagar undan- farið, hvort sem fólk var í veikindum, sótt- kví eða við vinnu. Ég vil einnig þakka fyrir markviss vinnubrögð í þessu erfiða máli um leið og ég þakka starfsfólki annarra deilda á Reykjalundi fyrir aðstoðina við ýmis verk og verkefni sem þessu erfiða máli tengjast. Ekki má gleyma að senda öllum þeim sem hafa sýkst góða strauma og okkar bestu batakveðjur,“ segir Pétur. Reykjalundur tók við sjúklingum frá Landakoti • 21 einstaklingur sýktist • Þriggja vikna meðferðarhléi að ljúka COVID-smit á Reykjalundi hafa hamlað starfseminni verulega undanfarið Pétur Magnússon mikið álag hefur verið á starfsfólki að undanförnu hópsýking kom upp á reykjalundi Hlakkar þú til að hitta vini og vinkonur á ný? • Tilvalið í næsta saumaklúbb kósíkVölD í kVölD? Við fengum Mosfellinginn Berglindi Hreiðarsdóttur til að setja saman einfaldar og skemmtilegar uppskriftir úr nýjustu bókinni sinni, Saumaklúbburinn. Bókin hefur að geyma 140 uppskriftir fyrir hin ýmsu tilefni. Berglind heldur einnig út vinsælu vefsíðunni Gotterí.is. Um 15-18 snittur • 1 stk. steinbakað snittubrauð • 1 krukka rautt pestó (um 190 g) • Klettasalat (rúmlega hálfur poki) • 1 ½-2 stk. Dala-Auður ostur • 8-9 sneiðar af hráskinku • Fersk basilika • Ólífuolía til penslunar • Gróft salt 1. Hitið ofninn í 200°C 2. Skerið brauðið skáhallt í sneiðar, penslið vel með ólífuolíu og stráið smá grófu salti yfir, bakið í 3-4 mín- útur í ofninum og geymið síðan til hliðar á meðan annað er undirbúið. 3. Skerið Dala-Auði í sneiðar (það nást um 10 sneiðar úr hverjum osti) og takið hverja hráskinkusneið í tvennt. 4. Smyrjið góðri teskeið af pestói á hverja brauðsneið, setjið þá kletta- salat, því næst Dala-Auði, hráskinku og skreytið að lokum með ferskri basiliku. Matarhorn Mosfellings Ítalskar snittur Þegar það kemur að ostabakkagerð eru möguleikarnir óteljandi. Ég fæ ekki nóg af því að raða saman góðgæti á bakka. Það er skemmtilegt að krulla aðeins upp á kjötáleggið sem fer á bakkann og raða því þétt saman og hrúga síðan öðru góðgæti upp að því. Best er að byrja samt á ostunum, síðan kjötinu, næst kexinu og síðan öllu hinu. • Stóri-Dímon • Dalahringur • Hvítlaukskryddostur • Óðals Mariboostur í teningum • Salamisneiðar • Bláberjasulta • Bláber • Brómber • Kex • Súkkulaðirúsínur • Tamari ristaðar möndlur • Þurrkaðar fíkjur • Rósmarín og blæjuber til skrauts Ostabakki Við mælum með: RaMon BilBao CRianza Rúbínrautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, brómber, vanilla, kókos, eik. Vínið er best borið fram við 16-18°C. Verð: 2.499 kr. Við mælum með: BeRingeR ChaRdonnay Vín í einfaldari kantinum sem rennur ljúflega niður. Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, sætuvottur, fersk sýra. Verð: 2.339 kr. DOMINOS.IS | DOMINO’S APPPI ZZ A AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PANTAÐ Á NETINU EÐA MEÐ APPINU OG GREITT FYRIRFRAM 1.790 K . EIN STÓR PIZZA ÞRJÁR PIZZUR AF MATSEÐLI Á SJÓÐ- HEITU TILBOÐSVERÐI Í HVERJUM MÁNUÐI MÁNAÐARINS

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.