Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 22
 - Handverk í Mosó22 Í byrjun þessa mánaðar var verkefnið Karl- ar í skúrum í Mosfellsbæ formlega stofnað sem félagsskapur með samþykkt laga fyrir félagið og kosningu stjórnar og eru stofn- meðlimir um 30 talsins. Í stjórnina voru eftirtaldir kosnir: Jón Guðmundsson formaður, Jónas Sigurðs- son ritari, Ólafur Guðmundsson gjaldkeri, Finnur Guðmundsson meðstjórnandi og Gústaf Guðmundsson meðstjórnandi. Vettvangur fyrir handverk og samveru Verkefnið Karlar í skúrum sækir fyr- irmynd sína til Ástralíu og Írlands og hefur Rauði kross Íslands haft frumkvæði að stofnun slíkrar starfsemi hér á landi. Tilgangur starfsins er að auka lífsgæði félagsmanna, einkum eldri karlmanna, í gegnum handverk og samveru og vinna þannig gegn félagslegri einangrun og neikvæðum afleiðingum hennar og skapa karlmönnum vettvang til að hittast á þeirra eigin forsendum. Undirbúningur þessa verkefnis hófst í febrúar sl. er nokkrir karlar hittust að frumkvæði Rauðakrossins og kosin var stjórn til undirbúnings starfsins. Kórónu- veiran hefur seinkað öllu starfi en hægt var að halda nokkra fundi til undirbúnings á þeim tíma þegar veiran hafði hægt um sig hér á landi. Framkvæmdir hafnar í Litluhlíð Fyrsta verkefnið var að finna húsnæði til starfsins og tókst að fá húsnæði með tilstyrk Mosfellsbæjar. Húsnæðið er að Litluhlíð 7a, Skálatúni og eru þegar hafnar framkvæmdir við breytingu á húsnæðinu. Næsta stóra verkefnið er að afla tækja fyrir starfið í Skúrnum með því að leita eftir styrkjum hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum. Um leið og aðstæður í þjóðfé- laginu breytast munu kaffi­spjallsfundirnir verða teknir upp að nýju í Skúrnum. Einnig hefur verið stofnuð Facebook-síðan „Karlar í skúrum Mosfellsbæ“. Starfsemi hafinn í Skúr í Litluhlíð 7a • 30 stofnfélagar Verkefnið Karlar í skúrum nú formlega stofnað Þeir sem vilja komast í samband við karlana eða styrkja tækjakaup fyrir skúrinn geta haft samband við Jón í síma 893-6202 eða Jónas í síma 666-1040. Hægt er að slást í Hópinn finnur, ólafur, jón og jónas ganga frá pappírum Jólablað Mosfellings kemur út: 17. deseMber Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 14. desember. Starfsmenn Ásgarðs handverkstæðis lang- aði að styrkja fátæk börn á þessum erfiðu tímum. Þar sem Ásgarður átti enga peninga til að gefa ákváðu þeir að gera það sem þeir eru bestir í, að handsmíða 140 tréleikföng. Það gerðu þeir og komu leikföngunum til Fjölskylduhjálpar sem svo úthlutar þeim til þeirra barna sem þarfnast góðra og vand- aðra leikfanga. Gjöf Ásgarðsmanna er að verðmæti 576.000 krónur og vonast starfsmenn Ásgarðs til að fleiri geri slíkt hið sama. Á myndunum eru tveir af starfsmönnum Ás- garðs, þeir Pawel Piotr Patynek og Anton E. Árnason að pakka leikföngunum í kassa. Starfsmenn Ásgarðs vilja koma á fram- færi sérstökum jólakveðjum til allra og minna á markaðinn sinn laugardaginn 5. desember. Gefa 140 tréleikföng til fátækra barna • Erfiðir tímar Ásgarður styrKir FjölsKylduhjÁlp Vaxandi stálsmíðja í Mosfellsbæ leitar að vönum stálsmið til starfa! Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og vera fær um að leiða verkefni frá byrjun til enda. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnustað og fjölbreytt verkefni Viðkomandi þarf helst að geta byrjað fljótlega Áhugasamir sendi umsóknir á netfangið piral@piral.is RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com Sérhæf m okkur í pr ntun á persónulegum gjöfum p ú ða r - v e g g p l at ta r - í S S k á pa S e g l a r RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - ve gplat íss ápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.