Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 30
 - Mosfellingurinn Ólafur Sigurðsson30 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. Ólafur Sigurðsson hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tækni. Hann útskrifaðist sem rafeinda- virkjameistari árið 1979 og fór beint út á vinnumarkaðinn og sá m.a. um viðgerðir á ýmsum tæknibúnaði. Hann stofnaði síðar sitt eigið fyrirtæki, Varmás ehf. sem hann hefur rekið allar götur síðan. Það er óhætt að segja að það kenni ýmissa grasa í Markholtinu þar sem fyrirtækið er staðsett en Ólafur hefur sinnt alhliða tölvulausnum fyrir skóla og aðrar stofnanir í þrjá áratugi. Ólafur fæddist á Kirkjuteigi í Reykjavík 23. mars 1957. Foreldrar hans eru þau Valdís Ólafsdóttir fv. póstafgreiðslumaður og Sigurður Tómasson loftskeytamaður en hann lést árið 1990. Ólafur á þrjú systkini, Dagmar Elínu f. 1958, Sigríði Unni f. 1961 og Sigvalda Tómas f. 1966. Aukablöðin fóru í vöruskipti „Ég ólst upp á Brekkustíg í vesturbæ Reykjavíkur og það var gott að alast upp þar. Ég bar út blöð, Tímann og Þjóðviljann til að fá smá vasapening og ein af mörgum minningum mínum um útburðinn voru þau aukablöð sem ég fékk og notuð voru í vöruskipti. Á virkum dögum var farið í bak- arí Jóns Símonarsonar á Bræðraborgarstíg en þar var skipt á blöðum og bakkelsi en um helgar var ég með fastan kúnna sem starfaði hjá Ölgerðinni og þá var skipt út fyrir Spur og appelsín,“ segir Ólafur og brosir er hann rifjar þetta upp. Gaman á brunaæfingunum „Ég byrjaði skólagöngu mína í Öldugötuskóla sem staðsett- ur var í gamla Stýrimannaskólanum. Ég man hvað það var gaman þegar það voru brunaæfingar í skólanum, allir hlupu upp á aðra hæð til að renna sér niður dúk sem lá frá svölunum. Leiðin lá síðan í Melaskóla og svo í Árbæjarskóla og ég byrjaði að æfa knattspyrnu með Fylki. Á unglingsárunum vann ég í fiski á sumrin hjá Júpiter og Mars en þeir voru með starfsemi á Kirkjusandi. Ég var hepp- inn því fljótlega eftir að ég byrjaði fékk ég að vinna í tækjasalnum en sú vinna var betur borguð en önnur hjá þeim.“ Seldi myndir á póstkort og almanök „Eftir útskrift úr gagnfræðaskóla lá leiðin í Ármúlaskóla, íþróttakennarinn minn þar var mikill bridgespilari og sá um útgáfu bridgeblaðsins. Hann vissi um áhuga minn á ljósmyndun og fékk mig til að taka myndir fyrir blaðið sem ég gerði á meðan ég var í skólanum. Ljósmyndun hefur alltaf verið eitt af mínum aðaláhugamálum og á tímabili seldi ég myndir á póstkort, alman- ök og í bækur. Ég fór svo í skóla hjá Pósti og síma og lærði símvirkjun en árið 1979 útskrifaðist ég sem rafeindavirkjameistari frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Mér fannst alltaf gaman í skóla og ég eignaðist marga góða vini sem ég er enn í sambandi við í dag. Ég hóf síðan störf hjá Sam- eind á Grettisgötu og sá um við- gerðir á ýmsum tæknibúnaði.“ Sælan við Heklurætur Eiginkona Ólafs er Sólrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eiga þrjú börn, Valdísi f. 1982 keramikhönnuð, Braga f. 1986 starfsmann EFTA í Luxemborg og Gerði Jónu f. 1992 nema í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Barnabörnin eru fjögur, Aron Gabríel, Ísak Leví, Aníta Marín og Tómas Óli. „Sælureitur fjölskyldunnar er við Heklu- rætur og hefur verið það í meira en 40 ár. Þangað förum við mikið og þar unir fjöl- skyldan sér við leik og störf. Heklubrautin er stundum ófær yfir vetrarmánuðina, þá þarf að ganga um þrjá kílómetra til þess að komast í bústaðinn. Svæðið er stórt, aðeins þrír sumarbústaðir og kyrrðin er mikil. Stórfjölskyldan er með svokallaða kofa- helgi í ágúst á hverju ári og þá koma allir sem geta til að hittast og vera saman.“ Stofnaði eigið fyrirtæki „Árið 1989 stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki hér í Mosfellsbæ, Varmás ehf. Frá upphafi hef ég selt og þjónustað ýmsan tæknibún- að en tæknin er eins og allir vita í stöðugri þróun. Í upphafi var ég með aðstöðu í bílskúrnum mínum en þegar aðstaðan var orðin of lítil þá keypti ég kjallarann í næsta húsi við mig og var þar til ársins 1996 en þá keypti ég Markholt 2 undir starfsemina. Þremur árum seinna byggði ég við húsið um 100 fermetra og í dag er enn verið að huga að breytingum, meiri stækkun sem mun nýtast undir lagerinn. Árið 1992 stofnaði ég með kunningja mínum Íhluti ehf. sem er með starfsemi í Skipholti 7, en þar má finna hina ýmsu rafeindahluti.“ Hitarar sem slegið hafa í gegn „Árið 2001 byrjaði ég að flytja inn gagn- virkar töflur frá Kanada og hef selt slíkan búnað í marga skóla. Í dag er þróunin orðin sú að nú eru komnir gagnvirkir snertiskjáir á hjólaborðum sem hægt er að hækka og lækka og halla í borð. Nýjasta verkefnið mitt var uppsetning á sex skjáveggjum í skóla í Reykjanesbæ en hver skjáveggur samanstendur af níu 49“ LG skjám sem tengdir eru saman og mynda eina heild. Eins settum við upp 22 gagnvirka skjái í kennslustofum skólans. Ég er líka með skjávarpa, öryggisbúnað, hljóðkerfi, stjórnbúnað og upplýsingaskjái fyrir skóla og fyrirtæki. Hitarar sem hita vatnið um leið og skrúfað er frá krana hafa slegið í gegn en þessir hitarar eru mikið notaðir í sumarhúsum og á svæðum sem einungis er kalt vatn. Ég er líka með umboð fyrir perlur sem margir föndra með en það þarf ekki að strauja þær heldur er vatni sprautað á þær og þá límast þær saman. Ég hef ferðast mjög víða um heiminn starfs míns vegna og í 14 ár hef ég tekið að mér fararstjórn á sýningar fyrir Fararsnið ehf. til Birmingham og London.“ Melrakkasléttan varð fyrir valinu „Um tíma starfaði ég með Leikfélagi Mosfellssveitar sem tæknimaður og fór með þeim til útlanda með Saumastofuna en þessi ferð var mjög skemmtileg í alla staði. Leikfélagið var þá með aðsetur í Hlégarði. Ég hef líka verið lengi í Oddfellow-regl- unni og eignast þar marga góða vini og hef ferðast með Álafosskórnum bæði hérlendis og erlendis, en konan mín er í kórnum. Við hjónin höfum gaman af því að ferð- ast og í ár var farið um norðausturlandið og farið m.a. um Melrakkasléttuna og keyrt út á Font á Langanesi. Það var ekki um annað að velja en að ferðast innanlands á þessu skrítnu tímum, við hlýðum Víði,” segir Ólafur og brosir er við kveðjumst. Í upphafi var ég með aðstöðu í bílskúrnum mínum en þegar aðstaðan var orðin of lítil þá keypti ég kjallarann í næsta húsi. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is HIN HLIÐIN Fjallganga eða fjöruferð? Fjöruferð. Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Sennilega skipta um gjaldmiðil. Bestu kaup sem þú hefur gert? 10 raða sjálfval. Hvert er þitt stærsta afrek í lífinu? Að standa í lappirnar hvað sem á dynur. Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki um? Höldum því áfram leyndu. Hvernig slakar þú best á? Við smíðar. Uppáhaldsverslun? Íhlutir í Skipholti. Hver er þín helsta fyrirmynd? Pabbi. Ólafur og Sólrún á veitingastað í Tókýó. Tæknin er í stöðugri þróun Ólafur Sigurðsson rafeindavirkjameistari og eigandi Varmás ehf. hefur selt og þjónustað tæknibúnað í þrjá áratugi við skjávegg í stapaskóla systkinin gerða jóna, Bragi og valdís 4 ára á hjóli Heilsueandi Samfélag í Mosfellsbæ Vertu með! www.heilsuvin.is Viðmið fyrir tilnefningu Viðurkenninguna geta þeir hlotið sem hafa stuðlað að einu eða fleiru af eftirfarandi: • Hafa haft forgöngu um hvers kyns hreyfingu til bættrar lýðheilsu. • Hafa hvatt til bætts mataræðis eða stuðlað, með frumkvæði sínu, að heilsueflandi mataræði. • Hafa stuðlað að eflingu og/eða viðhorfsbreytingu á sviði geðheilsu og bættri sjálfsmynd einstaklinga. • Hafa á einn eða annan hátt hvatt til og/eða stuðlað að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan og lífsgæðum íbúa Mosfellsbæjar. HVernig er Hægt að tilnefna? Tilnefningar skulu sendar í gegnum vef Heilsuvinjar, www.heilsuvin.is, en þar er að finna sérstakt form til að fylla út. Beðið er um nafn á þeim einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun sem á að tilnefna auk rökstuðnings fyrir tilnefningunni. DómnefnD Dómnefnd verður skipuð fimm fulltrúum sem koma frá Mosfellsbæ, Heilsuvin, Aftureldingu, Félagi lýðheilsufræðinga og Embætti landlæknis. Gulrótin 2020 „gulrótin“ er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa mosfellsbæjar. Heilsuvin og Mosfellsbær standa að baki viðurkenningunni sem felur í sér þakklæti fyrir frumkvæði og störf í anda lýðheilsu og á jafnframt að vera hvatning til allra á þessum vettvangi í bæjarfélaginu. Opið verður fyrir tilnefningar til miðnættis 29. nóvember 2020 HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Mosfellsbær vellíðan fyrir alla HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / dæmi um merkingu með bæjarfélagi og slagorði l ý ð H e i l s u V i ð u r k e n n i n g m O s f e l l s b æ j a r

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.