Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 38

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 38
 - Aðsendar greinar38 Árið 2020 mun fara í sögubækurnar fyrir margra hluta sakir. Covid-19 hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið verður Jólaskógurinn í Hamrahlíð á sínum stað. Mjög auðvelt er að halda 2 m fjarlægð á milli fólks í skóginum og því hvetjum við sem flesta að koma í skóginn og velja sér jólatré í öruggri sóttvarnarfjarlægð. Jólaskógurinn í Hamra- hlíð opnar föstudaginn 11. desember kl. 12. Ekki verður um sérstakan opnunarviðburð að ræða eins og verið hefur síðastliðin ár í ljósi aðstæðna. Skógurinn veitir okkur gott skjól í því ástandi sem hefur ríkt, rannsóknir hafa sýnt að nálægð við skóg getur bætt geðheilsu fólks og einnig býr hann til veröld sem ekki er til staðar á opnu landi. Með því að kaupa jólatré hjá Skógræktar- félagi Mosfellsbæjar er stuðlað að aukinni skógrækt innan sveitarfélagsins. Stór hluti þeirrar vinnu sem fram fer innan skógrækt- arfélagsins er unnin í sjálfboðaliðavinnu og er ágóði af jólatrjáasölunni nýttur til að gróðursetja tré. Fyrir hvert selt jólatré eru gróðursettar 30 trjáplöntur og má búast við að helmingur þeirra muni vera í mosfellskri jörð út þessa öld. Hinn helmingurinn mun ýmist verða nýttur í skógar- afurðir, deyja sem smáplöntur eða prýða stofur framtíðar Mosfellinga sem jólatré. Helmingurinn sem áfram stendur mun binda kolefni út þessa öld og er því verið að stuðla að aukinni kolefnisbindingu með því að kaupa jólatré í Hamrahlíðar- skóginum. Skógurinn er góður staður til að vera á um þessar mundir. Fólk hefur í auknum mæli sótt í útivist utandyra eftir að Covid- 19 kom upp og hafa skógarnir sennilega sjaldan verið heimsóttir eins mikið og í ár. Heimsókn í Jólaskóginn í Hamrahlíð er hin besta útivist og mjög góð leið fyrir fjölskylduna að sameinast í útiverunni. Í Jólaskóginum verður gætt að öllum sótt- vörnum í hvívetna, spritt verður á staðnum og verða sagir sprittaðar eftir hverja notk- un. Þó mælum við með að fólk taki með sér eigin sög til að lágmarka smitleiðir. Sjáumst hress í Hamrahlíðinni. Björn Traustason Formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar Jólaskógurinn í Hamrahlíð Samvera með foreldrum/forsjár- aðilum ásamt skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi er samkvæmt rannsóknum talin ein besta for- vörnin í lífi barna og unglinga. Staðfastir og leiðandi foreldrar eru börnum sínum fyrirmynd og barn sem elst upp við slíkt öryggi er líklegra til að velja rétt fyrir sjálft sig í lífinu. Leiðandi uppeldi ýtir undir þroska og sjálfstraust hjá börnum og unglingum. Leiðandi foreldrar sýna mikla umhyggju en setja um leið skýr mörk. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að börn og unglingar sem fá slíkt uppeldi sýna síður merki um kvíða og áhættuhegðun eins og neyslu og ofbeldi. Fleiri samverustundir með foreldrum Rannsókn og greining hafa sl. ár lagt kannanir fyrir nemendur í 8.–10. bekk þar sem spurt er um hagi og líðan. Niðurstöður hafa sýnt að almennt líður þessum hópi nemenda vel, þau stunda mörg hver skipu- lagt íþrótta- og tómstundastarf og líður vel í bæjarfélaginu. Þegar niðurstöður kannana liggja fyrir skoða stjórnendur skólanna ásamt stoð- þjónustunni hvað má betur fara í starfi skólanna. Niðurstöður fyrir árið 2020 sýna að unglingar í Mosfellsbæ vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum og sýna rann- sóknir að samvera með foreldrum er besta forvörnin. Niðurstöður sýna einnig meira brottfall unglinga úr skipulögðu íþrótta- starfi og er það áhyggjuefni. Mikið brottfall er óviðunandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Mosfellsbær hefur verið fyrsta val hjá barnafjölskyldum, sem fjölskylduvænt og öruggt bæjarfélag. Bæjarfélagið býður upp á góða þjónustu og eru góðir skólar (grunn-, leik-, og tónlistarskóli) efst á blaði ásamt góðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þótt Mosfellsbær hafi stækkað gríðarlega síðustu árin og börnum fjölgað svo mikið að skráð verður í sögubækur, er sveitastemningin ennþá til stað- ar. Hverfin halda utan um börnin, foreldrar bjóða nýja foreldra vel- komna í hópinn og til verður góð og langvarandi vinátta. Börnin í bænum eru börn okkar allra. Þá sannast orðatiltækið að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Áhersla á skóla- og velferðarmál Skóla- og velferðarmálin eru ein mikilvægasta þjónustan við íbúa Mosfellsbæjar og er helsta áherslan í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Uppbygging skóla– og íþróttamann- virkja í sístækkandi bæjarfélagi og hækkun frístundastyrkja svo öll börn fái tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir eru áherslur sem bæjarstjórn öll getur verið sammála um. Ný lýðheilsu- og forvarnastefna Íþrótta- og tómstundanefnd vinnur nú að nýrri lýðheilsu– og forvarnastefnu sem byggist á stefnu Mosfellsbæjar sem gildir frá árinu 2017 til 2027. Þar stendur að Mos- fellsbær sé fjölskylduvænt og heilsueflandi samfélag þar sem öll börn hafi jöfn tækifæri og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Helstu áherslur lýðheilsu– og forvarna- stefnunnar eru á skólastarf, íþrótta– og tómstundamál, félagsþjónustu, skipulag og hönnun og samgöngur svo eitthvað sé nefnt. Drög að stefnunni hafa verið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd og í bæjarstjórn. Nú er í undirbúningi að setja drögin í samráðsgátt Mosfellsbæjar undir yfirskriftinni „Mitt heilsumosó“ og þar verður kallað eftir ábendingum og hug- myndum íbúa. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, lýðheilsufræðingur og formaður fræðslunefndar Arna Hagalínsdóttir, kennari og Dale carnegie þjálfari og situr í fræðslunefnd Vinna hafin við nýja lýðheilsu- og forvarnastefnu Unglingar vilja meiri tíma með foreldrum Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar tekur þátt í 16 daga vitundarvakningu Alþjóða- sambands Soroptimista gegn kynbundnu ofbeldi undir slagorðinu „Roðagyllum heiminn“. Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember sem dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundins ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem er jafnframt alþjóðlegur dagur Soroptimista. Soroptimistar í 40 löndum Evrópu hafa tekið höndum saman og hvatt Soropti- mistasystur, 34.000 talsins, til að vekja athygli á þessari áralöngu baráttu með einhverjum sýnilegum hætti. Soroptimista- samband Evrópu hefur síðan 2009 beðið borgir að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit. Soroptimistar á Íslandi taka þátt í verk- efninu með ýmsum hætti. T.d. með því að biðja fyrirtæki og stofnanir í sínum heimabyggðum um að lýsa upp byggingar í roðagylltum lit, ganga í appelsínugulum fötum, halda vitundarvakningar, selja app- elsínugul kerti o.fl. Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar styður átakið með því að hafa fengið kirkj- ur og bæjaryfirvöld í bænum til að lýsa byggingar sínar í roðagylltum lit meðan á 16 daga átakinu stendur. Einnig ætlar klúbburinn styrkja kvenna- deildina í Hlaðgerðarkoti við endurnýjun á vistaverum kvenna. Loks erum verið að undirbúa forvarnar- verkefni sem mun beinast að því að fræða nemendur grunnskóla um hvað kynbundið ofbeldi er vs hvað eðlilegt kynlíf er. Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar Roðagyllum heiminn jólafundur 2019 Sykursýki sem er vá sem steðjar að jarðar- búum með vaxandi þunga og er Ísland þar ekki undanskilið. Um 9 af hverjum 10 með sykursýki eru með tegund 2 sem flestir tengja við full- orðinsár. Sykursýki 1 getur reyndar líka greinst í fullorðnum og tegund 2 jafnvel í börnum. Sykursýki 2 er oft falinn sjúkdómur sem læðist að og við áttum okkur oft ekki á einkennum sem eru gjarnan þreyta, slen, þorsti, aukin þvaglát, þokusýn ofl. Að vera með sykursýki felur í sér mikinn auka- kostnað fyrir einstaklinginn og þjóðfélag- ið. Verstar eru þó afleiðingarnar í formi fylgikvilla sjúkdómsins til lengri tíma sem eru meðal annars blinda, nýrnabilun og aflimanir en helstu dánarorsakirnar eru hjartaáföll, slag og aðrir æðasjúkdómar. Ef frá er talin ættarsaga er sterkasti breyt- anlegi áhættuþáttur sykursýki 2 ofþyngd og hreyfingarleysi. Það er vel stutt rannsókn- um að koma má í veg fyrir allt að helming tilfella af sykursýki 2 með forvörnum sem taka á ofþyngd og hreyfingarleysi. Lions hefur helgað sig baráttunni gegn sykursýki um árabil og notað alþjóða syk- ursýkisdaginn 14. nóvember til sérstakrar vitundarvakningar. Lions á Íslandi er þar enginn eftirbátur og flestir klúbbar hafa á þessum degi boðið upp á fríar blóðsykurs- mælingar fyrir almenning í samráði við fagfólk á hverjum stað. Þetta ár er öðruvísi vegna CODID-19 og Lions getur ekki boðið upp á þessar mælingar en það er þá þeim mun mikilvægara að nota aðrar aðferðir til þess að vekja fólk til vitundar. Lions hefur í samvinnu við fagaðila látið hanna myndir sem fela í sér skilaboð og má dreifa þeim með samfélagsmiðlum, t.d. ein á dag þennan mánuðinn. Lions hefur einnig í samvinnu við al- þjóðasamtök um sykursýki (IDF) bent á reiknivél á netinu sem kallast „Test2Pre- vent“ (www.idf.org/type-2-diabetes-risk- assessment/) en þar geta einstaklingar áttað sig á því hvort þeir séu sjálfir í mikilli áhættu. Sé svo er mikilvægt að grípa til að- gerða og jafnvel tala við sína heilsugæslu varðandi mælingu á blóðsykri og öðru sem tengist sykursýki eins og blóðfituröskun og háþrýstingi. Hver klúbbur getur einnig stuðlað að almennum forvörnum í sinni heima- byggð með ýmsum hætti eins og að efna til gönguhópa undir kjörorðinu „Örkum“. Það þarf auðvitað að muna eftir metrunum tveimur en það er í raun óendanlegt hvað hægt er að gera þótt hópar megi ekki vera mjög stórir eða þéttir. Eitt dæmi um það er „mínútur sem um munar“ sem er eins- konar keppni sem snýst um að mæla tíma sem fer í upplýsandi eða fræðandi athafnir tengdar sykursýki. Allt leggur þetta sitt lóð á vogarskálarnar – safnast þegar saman kemur. Tengil á þetta gagnasafn má finna hér: www.lionsclubs. org/en/start-our-global-causes/diabetes/ world-diabetes-day . Með þakklæti til Rafns Benediktssonar prófessors og læknis. Lionsklúbburinn Úa og Lionsklúbbur Mosfellsbæjar Vitundarvakning um sykursýki Jólablað Mosfellings kemur út: 17. deseMber Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 14. desember.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.