Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 32
 - Íþróttir og hreyfing32 Hvers vegna er bílastæðið við Mosfellskirkju fullt á sunnudegi í nóvember þegar sam- komubann ríkir og ekkert er messuhald? Af hverju er ljósagangur að kvöldi í hlíðum Úlfarsfells? Af hverju er svona mörgum bíl- um lagt hér og þar við Skarhólabrautina því bílastæðið sem er þar er fullt? Af hverju er allt þetta fólk að fara að Fólkvanginum við Bringur í enda nóvember? Það er eitthvað í gangi ... Skátafélagið Mosverjar skellti Tinda- áskorun Mosverja á bæjarbúa, höfuðborg- arbúa og Íslendinga alla 10. nóvember. Skátafélagið skoraði á alla að fara út í nátt- úruna, njóta og stunda heilsusamlega lík- amsrækt. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú þegar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar. Hægt að jafna hæð Hvannadalshnjúks Áskorunin felst í að ganga á sjö fell í kringum bæjarfélagið en þau eru Helgafell, Mosfell, Reykjafell, Reykjaborg, Grímanns- fell, Æsustaðafjall og Úlfarsfell. Áttunda fellið, Lágafell er ekki talið með í áskorun- inni en margir hafa einnig gengið á það. Þegar gengið hefur verið á öll átta fell- in er viðkomandi búinn að jafna hæð Hvannadalshnjúks. Þátttakendur taka sjálfu á tindinum og skella myndinni inn á hópinn Tindaáskorun Mosverja og merkja með #Tindaáskorun. Sjáðu tindinn, þarna fór ég Þegar áskorunin fór af stað stóðu vonir til að 100-150 manns tækju þátt en nú, rétt- um mánuði síðar, hafa tæplega 700 manns skráð sig til leiks. Á bak við hvern skráðan þátttakenda eru oft heilu fjölskyldurnar svo gera máð ráð fyrir að fjöldi þátttakenda sé talsvert meiri. Áskorunin stendur til 31. desember og því er nægur tími til stefnu fyrir þá sem vilja vera með. Vilt þú vera með? Finndu hópinn á Facebook undir Tindaáskorun Mosverja og skelltu þér á tindinn. Gaman er svo í lokin að geta staðið og sagt „Sjáðu tindinn, þarna fór ég“. Fellin opin þótt líkamsræktin sé lokuð • #tindaáskorun Tindaáskorun Mosverja gengur vel fjölskylda á fjalli #tindaáskorun N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is Handbolti.is óskar lesendum sínum og auglýs­ endum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og þakkað er fyrir lestur, stuðning og hvatningu á árinu sem er að líða. Blakdeild Aftureldingar fagnar því hve vel krakkarnir hafa skilað sér á æfingar eftir það langa hlé sem var nú í haust vegna sóttvarnaráðstafana. Til þess að styðja við krakkana og hvetja þau áfram til góðra verka á æfingum og í keppni gefur barna- og unglingaráð deildarinnar blakkrökkum fæddum 2005 og yngri keppnis- boli frá Jako fyrir jólin. Þess má geta að frítt er að koma á blakæfingar fyrstu vikur janúar, tímatöflu má sjá á heimasíðu Aftureldingar. Frítt að æfa blak í bryjun janúar • Fá Jako boli fyrir jólin Mætt aftur til æfinga krakkarnir mættir eftir langt hlé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.