Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 38

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 38
Ungmennafélagið Afturelding óskar Mosfellingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og förum með eftirvæntingu inn í nýtt íþróttaár. Afturelding hirðir jólatré í Mosfellsbæ 6.-9. janúar Meistaraflokkur handknattleiksdeildar Aftureldingar mun aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina. Ekið verður um bæinn og jólatré hirt sem sett hafa verið út fyrir lóðarmörk frá miðvikudeginum 6. janúar til laugardagsins 9. janúar. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir. JólAtrén hirt Á þönum? Nei, ekki beint. Þess í stað höfum við átt góðan tíma á tímum COVID-19 með börnum okkar og öðrum fjölskyldumeðlim- um, átt yndislegar stundir. Nú þegar við horfum fram á að bóluefni verði vonandi komið fljót- lega á árinu 2021, er mikilvægt að gleyma því ekki að við áttum dýr- mætan tíma með börnum okkar og barnabörnum. Það sem okkur hefur þótt afar merkilegt í gegnum síðustu mán- uði er elja og dugnaður kennara okkar hér í Mosfellsbæ og annarra starfsmanna á vegum bæjarins. Þar vinnur fólk í framlínu og leggur sig fram við að sinna börnum þeirra sem verða að mæta til vinnu þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allar takmarkanir. Við viljum þakka þessu fólki sérstaklega fyrir að taka við börnum okkar bæjarbúa og sinna þeim, bæði í skólanum og í gegnum fjarfundabúnað, kenna þeim og fræða. Við þökkum okkar frábæru heilbrigðisstarfs- mönnum sem sjá um afa og ömmu, börn okkar og ættingja. Það fólk mætir til vinnu, verður að mæta til vinnu, tekur áhættu fyrir okkur hin til að hlúa að, vernda og líkna. Nú þegar við höfum kveikt á Spádóms- kertinu, síðan Betlehemskertinu, svo Hirðakertinu og að lokum Englakertinu eru komin jól. Það eru hin kristnu jól, en til forna var um að ræða hátíð rísandi sólar. Hefðirnar eru margar og skatan á Þorláksmessu er af mörgum talin ómissandi. Undanfarin ár hafa félagar úr Miðflokknum í Mos- fellsbæ farið í skötu í Hlégarði og haft gaman af. Nú bíður skatan betri tíma. Við sem búum í fjölmenn- ingarsamfélagi vitum einnig af hátíðum annarra trúarbragða. Þá gleðjumst við líka. Það geta flestir notið jólanna og reynt að forðast stressið. Við þurfum að reyna að njóta þessa tíma, kveikja á kertum og gleðja hvert annað. Ljósið er dýrmætt öllum og skiptir engu á hvaða trúarbrögð hver treystir, gleðin, hamingjan og gjafmildin er alþjóðleg, virt hvar sem þú ert, hvert sem þú ferð. Með þetta í huga getum við öll átt farsæl og indæl samskipti, sýnt hvert öðru virðingu og náð meiri árangri. Jólin eru flestum tími til að gleðjast. Sýnum börnum okkar alúð og gleði. Kennum börnum okkar nægjusemi, eljusemi og ræktum með þeim samkennd gagnvart öðru fólki. Jólin eru tími barnanna, allra barna. Valborg Anna Ólafsdóttir, formaður heilbrigðis- nefndar Kjósarsvæðis fyrir Miðflokkinn. Danith Chan, fulltrúi Miðflokksins í menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar. Á tímum Covid-19 Einn Árið 2020 er senn á enda en það hefur einkennst af óvissu og stakkaskiptum í hefðbundnu lífi okkar flestra. Faraldur geisar um lönd og álfur sem á sér engin for- dæmi á síðari tímum, í sérhverri viku, nánast á hverjum degi, hefur ný sviðsmynd blasað við okkur. Íslenskt samfélag hefur borið gæfu til að sýna samstöðu undir forystu heilbrigðisyfirvalda og stjórnvalda og það hefur sýnt sig að samtakamáttur þjóðarinnar er öflugt vopn í baráttunni við þennan skæða vágest. Tveir Líkt og aðrir hafa Mosfellingar þurft að stokka spilin upp á nýtt á þessum óvenju- legu tímum. Sveitarfélagið hefur lagt allt kapp á að verja grunnþjónustu við íbúa og það er leiðarstefið í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 9. desember síðastliðinn. Viðspyrnan til varnar grunnstarfseminni hefur tekist með ágætum og byggir á því að sveitarfélagið hefur verið vel rekið undan- farin ár. Mosfellsbær hefur innan sinna raða öfl- ugt starfsfólk sem leggst á eitt við að koma starfsemi sveitarfélagsins í gegnum þessar þrengingar með sem minnst- um áhrifum á daglegt líf bæjarbúa. Má þar nefna að skólar bæjarins hafa gjörbylt starfsháttum sínum og starfsmenn þeirra sýnt það og sannað að þeir er lausnamiðaðir í þessum erfiðu aðstæðum. … og þrír Í dag stöndum við á tímamótum og bjartari tímar eru handan við hornið. Þrátt fyrir að nú hilli undir lok þessa heimsfaraldurs með notk- un á bóluefni er baráttunni alls ekki lokið. Nú sem aldrei fyrr er mikil- vægt að heimsbyggðin hafi það út- hald sem til þarf á lokasprettinum. Með hækkandi sól munum við sigrast á þeim vágesti sem hefur herjað á okkur öll með einum eða öðrum hætti. Hátíð ljóss og friðar er framundan. Við óskum öllum Mosfellingum gleðilegra jóla og þökkum góð samskipti á þessu óvenju- lega ári sem rennur senn í aldanna skaut. Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi V-lista. Bryndís Brynjarsdóttir, varabæjarfulltrúi V-lista. Gleðileg jól! Eins og eflaust margir vegfarendur hafa tekið eftir hefur síðustu daga staðið yfir tvöföldun að- reina inn á Vesturlands- veg, annars vegar frá Þverholti og hins vegar frá Reykjavegi. Vinir Mosfellsbæjar lögðu fram tillögu í skipulagsnefnd á sínum tíma að aðreinar inn á Vesturlandsveg yrðu tvöfaldaðar samhliða breikkun vegarins frá Skarhólabraut að Langatanga. Tillagan var samþykkt og er nú komin til framkvæmda. Á annatímum mynduðust oft miklar raðir inn á Reykjaveg og inn á Þverholt og oft mátti sjá að ökumenn voru að reyna að mynda tvær raðir inn í hringtorgið þrátt fyrir að aðreinar væru alls ekki hannaðar fyrir tvöfalda röð. Þetta skapaði bæði hættu á umferðarslysum og var til mikilla tafa á umferð. Vegfarendum öllum er óskað til ham- ingju með þessa umferðarbót. Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar og fulltrúi í skipulagsnefnd. Tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg - Aðsendar greinar38 Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight HáHolti 13-15 sími 578 6699 opið: kl. 10-18.30 alla virka daga SkaTaN er komiN Þökkum viðSkipTiN á áriNu jólahumar - kóngarækjur - hörpudiskur gleðileg jól opið alla helgiNa laugardag kl. 11-16 sunnudag kl. 11-16 jóliN byrja í fiSkbúðiNNi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.