Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 42

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 42
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2020 Sundkona Aftureldingar er Birta Rún Smáradóttir. Hún keppti á Íslands- meistarmótinu í 50 metra laug í júlí og náði þar að komast í úrslit í 50 metra skriðsundi. Hún hefur staðið sig mjög vel á æfingum og hefur bætt sig mikið á þessu ári. Hún hefur verið virkilega dugleg í Covid að gera allar æfingar og halda sér við efnið. Birta Rún Smáradóttir sund Cecilía Rán, 17 ára, var valin í öll verkefni A-landsliðs kvenna í knattspyrnu 2020 og komin á EM 2022 í Englandi. Varð í mars yngsti markvörður í sögu landsliðanna (16 ára) til að spila A-landsleik. Einnig spilaði hún með U19 sem vann m.a. Þýskaland 2-0 í fyrsta skipti. Cecilía spil- aði alla leikina með Fylki í úrvalsdeildinni og náði með þeim besta árangri í sögu félagsins, (3. sæti) ásamt því að hafa fyrr um veturinn orðið Reykjavíkurmeistarar einnig í fyrsta skipti. Cecilía var kosin efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi Max deildinni af leikmönnum deildarinnar og á Fótbolta.net. Einnig var hún valin besti ungi leikmaðurinn á Stöð 2 sport og í lið ársins hjá Morgunblaðinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrna Árið 2020 lék Hafrún með Breiðabliki í efstu deild í stöðu bakvarðar. Liðið fékk einungis á sig 3 mörk og varð Íslands- meistari með glæsibrag. Liðið var komið í undanúrslit bikarkeppni KSÍ og var útlit fyrir að Hafrún myndi vinna tvöfalt á sínu fyrsta ári með Breiðabliki. Hafrún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á árinu 2020 sigraði U19 m.a. Þjóðverja í fyrsta sinn í þessum aldurshópi og var Hafrún valin maður leiksins í þeim leik. Hafrún kórónaði góða frammistöðu sína á árinu með því að vera valin í æfingahóp A-landsliðsins í nóvember. Hafrún er metnaðargjörn, einbeitt, góður liðsfélagi og fyrirmynd yngri iðkenda. Hafrún Rakel Halldórsdóttir knattspyrna María hefur spilað með Aftureldingu síðan 2017. Áður hafði hún verið máttarstólpi í blakliði Þróttar Nes. frá unglingsaldri. María hefur spilað með öllum unglingalandsliðum Íslands sem og A-landsliði kvenna. Haustið 2017 varð María fyrir meiðslum sem héldu henni frá keppni í 15 mánuði. Hún mætti á æfingar og leiki með liðinu allan þann tíma og hvatti þær áfram. Hún hefur verið ungu leikmönnum okkar fyrir- mynd með jákvæðni og þrautseigju. Liðsmenn völdu hana sem fyrirliða haustið 2019. María var valin í úrvalslið Mizuno-deildarinnar eftir fyrri hluta Íslandsmótsins 2019. Einnig valin í A-landslið kvenna og var útnefnd í lið ársins sem besti kantsmassari í upphafi árs. María Rún Karlsdóttir blak Karen Axelsdóttir er löngu orðin vel þekkt kempa í sundheiminum. Karen æfir með íþróttafélaginu Ösp. Þessi unga kona hefur keppt á Íslandi sem og erlendis í fjölmörg ár en ferill hennar í sundinu er orðin ansi langur þrátt fyrir að vera ekki eldri en þetta. Það er alltaf líf og fjör í kringum þessa skemmtilegu, hörkuduglegu og flottu ungu konu sem lætur þó félagslífið aldrei stoppa sig af í að mæta á æfingu. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur lítið verið um mót en Karen keppti samt á Malmö Open sem er stórt alþjóð- legt mót fyrir fatlaða og er haldið í Malmö í Svíþjóð á hverju ári. Karen vann sinn flokk á Malmö Open í öllum þeim greinum sem hún keppti í. Karen Axelsdóttir sund Elsa Björg hlýtur nafnbótina frjáls- íþróttakona ársins. Elsa Björg hefur stundað frjálsar íþróttir af alúð mörg undanfarin ár og sýnt gott fordæmi sem íþróttamaður. Elsa Björg keppti á helstu mótum sem haldin voru á árinu fyrir hönd Aftureld- ingar sl. ár og náði flottum árangri. Helst er að nefna 2. sæti í þrístökki á meistaramóti Íslands utanhúss, 3. sæti í þrístökki á meistarmóti Íslands inn- anhúss , 3. sæti í hástökki á stórmóti ÍR, 2. sæti í hástökki á stökkmóti Ármanns. Elsa Björg hefur sýnt elju við æfingar og er góð fyrirmynd ungra og upprennandi íþróttastúlkna. Elsa Björg Pálsdóttir frjálsar Aðalheiður er fædd 1989 og hefur verið í hestamannafélaginu Herði alla tíð. Árið 2020 var mjög gott hjá Aðalheiði, hún átti hæstu einkunnir ársins í tölti T1, Tölti T2 og átti 2. hæstu einkunn í fjórgangi V1. Einnig varð hún saman- lagður Reykjavíkurmeistari í fjórgangs- greinum. Ekki voru haldin fleiri mót í ár vegna Covid. Aðalheiður stóð sig einnig frábærlega á kynbótabrautinni, en þar sýndi hún 30 hross og fóru 27 í fyrstu verðlaun. Einnig má til gamans geta að dóttir hennar, Eydís Líf, er fædd í febrúará þessu ári. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hestaíþróttir Arna er 22 ára Mosfellingur og leikur fyrir Grand Valley State í bandaríska há- skólagolfinu. Arna lék gott golf í sumar en hún var m.a. í 5. sæti á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Hlíðavelli. Þar lék hún frábært golf og sýndi hvers megnug hún er. Arna var eins og undanfarin ár lykilmaður í kvennasveit GM sem hafnaði í 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Arna er frábær íþróttamaður, skipulögð, dugleg og metnaðarfull. Hún leggur hart að sér við æfingar og er frábær fulltrúi GM. Arna Rún Kristjánsdóttir golf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.