Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 43

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 43
Kosning á www.mos.is Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2020 Kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakonu mosfellsbæjar 2020 og afrekum þeirra á árinu. Kosning fer fram á vef mosfellsbæjar www.mos.is dagana 17.-23. desember. Velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. Úrslit verða kynnt rafrænt í byrjun janúar. Ragnhildur er afar hæfileikaríkur leikmaður, sterk og eldsnögg að skjóta sér upp völlinn. Ástundun og virkni á æfingum og í keppni er alltaf upp á tíu. Hún spilaði alla leiki liðsins á síðasta tímabili og skoraði 37 mörk í 19 leikjum Íslandsmótsins. Vinnusemi hennar og keppnisskap er smitandi, auk þess sem henni fylgir mikil leikgleði og jákvæðni í leikmannahópinn. Aftureldingahjartað er stórt og hún er góð fyrirmynd yngri ið- kenda og annarra liðsmanna. Ragnhildur er afar mikilvægur leikmaður og mikill liðsmaður, en hún hefur meðal annars verið í forsvari sem fyrirliði liðsins Ragnhildur Hjartardóttir handknattleikur Sesselía er knattspyrnukona Aftur- eldingar. Sesselía er uppalin í Mos- fellsbænum og lék með yngri flokkum félagsins áður en hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Aftureldingu árið 2010, aðeins 16 ára gömul. Sesselía á að baki um 70 leiki í meistaraflokki fyrir Aftureldingu en á ferlinum á hún að baki yfir 160 leiki með Aftureldingu, Þrótti og ÍBV. Sesselía kom aftur heim fyrir síðasta tímabil frá Vestmannaeyj- um og var fyrirliði liðsins í Lengjudeild- inni í sumar og var ein af mikilvægustu leikmönnum liðsins, en liðið endaði í 4.sæti Lengjudeildar með 28 stig. Sesselía er mikil keppnismanneskja sem leggur sig fram í öllum verkefnum fyrir félagið sitt, hvort sem það er æfing eða leikur. sesselja Líf Valgeirsdóttir knattspyrna Hún hefur lagt áherslu á poomsae- þjálfun og átti frumkvæði að því að markvissum freestyle poomsae tímum hjá taekwondodeildinni. Steinunn Selma er í íslenska poomsae- landsliðinu og var valin til að keppa á heimsmeistaramótinu í poomsae í vor, sem ekki var haldið. Árangur á mótum á árinu: Norðurlandamót: 2. sæti, female, freestyle 17+. Reykjavík International Games (RIG): 1. sæti, einstakling poomsae, female, senior (18-30 ára). Reykjavík International Games (RIG): 1. sæti, hópa poomsae, female, senior (18+). Reykjavík International Games (RIG): 2. sæti, para poomsae, senior (18-30 ára). Reykjavík International Games (RIG): 1. sæti, female, freestyle 17+. steinunn selma Jónsdóttir taekwondo Á árinu 2020 vann Oddný Íslandsmeist- aramót junior stúlkna örugglega en hún keppti einnig í fyrsta sinn í fullorðins- flokki á Íslandsmeistaramótinu í kata og náði frábærum árangri þar, langyngst í kvennaflokknum. Hún er einnig RIG meistari í kata cadet stúlkna. Oddný er í A-landsliði Íslands í kata og keppti m.a. á Evrópumóti ungmenna á móti bestu jafnöldrum frá öllum Evrópuþjóð- unum. Helstu afrek á árinu 2020 voru: RIG 2020 Kata Cadet kvenna 1. sæti – Reykjavíkurmeistari í cadet. Íslandsmeistaramót Kata junior stúlkna 1. sæti – Íslandsmeistari í junior. Íslandsmeistaramót Kata Senior kvenna 3. sæti. Evrópumeistaramót Cadet stúlkna - þátttaka oddný Þórarinsdóttir karate
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.