Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 48

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 48
 - Aðsendar greinar48 Enn og aftur heyrist Heims um ból, í helgri stund um jól þá lægst er sól. Um atburð þann sem þykir bera af, þá Guð oss mönnum syndir fyrirgaf. Með nýja von í hjarta heimur lifir, hin góða frétt var mannkyni til bóta. Í sínu Orði vakir Guð oss yfir, öll við fáum gæsku hans að njóta. Í Ritningunni sögð er þessi saga, sem af Jesú öll við megum læra. ,,Sjá, - ég er með yður alla daga, allt til enda“!, orðin huggun færa. Guð er heill í allri helgun sinni, Hann í Kristi kom til vor að gefa. Lát hann setjast að í sálu þinni, sönn er trú sem ekki býr við efa. Guð í sínum boðskap vill oss benda, beina hug að atburðinum sönnum: ,,Til hjálpræðis þá vil ég son minn senda, Sjá,- engill boðar fögnuð öllum mönnum“. Jesús sem til frelsunar var fæddur, fögnuð ást og kærleika út breiddi. Hann var mildri föðurgæsku gæddur, græddi, kenndi, og brotnar sálir leiddi. Við höldum jól og fögnum öll í friði, fæðing Jesú vekur trú í hjörtum. Þótt jólatíð með tímans þunga niði, tifi hjá, með nýársdegi björtum. Eftir jólin skín við birtan skæra, skín mót nýju ári von í hjarta. Öll þau jól sem frelsarinn mun færa, fögnum við á ný mót hinu bjarta. Gleðileg jól. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Þjónandi prestur í Mosfellsprestakalli. Jólasálmur desember 2020 Hin góða frétt! Næsta haust verða seinni tveir áfangar Helga- fellsskóla teknir í notkun og verður þá skólinn orðinn heildstæður leik– og grunnskóli. Mikil fjölgun íbúa í Mosfellsbæ síðustu ár kallar svo á áframhaldandi uppbyggingu skólamannvirkja. Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja byggingu á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi og hefur bæjarráð falið umhverfis- og fræðslusviði að hefja undirbúning að þeirri framkvæmd. Um verður að ræða 1.200 fermetra húsnæði þar sem hægt verður að taka á móti um rúmlega 100 börnum. Áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2023. Mikil fjölgun barna Það er ánægjulegt að segja frá að ekkert sveitarfélag á landinu hefur tekið á móti jafn miklum fjölda barna á undanförnum árum. Mesta fjölgun barna er á austursvæði bæjarins og þá mest í Helga- fellshverfi. Leikskólabörn á aldrinum 2–5 ára í Mosfellsbæ eru 657 og 1 árs börn eru 181. Þann 1. október voru 730 börn úr þessum hópi skráð í leikskóla í Mosfellsbæ að ungbarnadeildum meðtöld- um, en auk þess eru 46 börn hjá dagforeldrum. Fjölgun leikskólaplássa Til að mæta þessari fjölgun barna verður leikskólaplássum fjölg- að í 800 í leikskólum bæjarins. Næsta haust verður mesta fjölgun plássa í Helgafellsskóla og Höfðabergi en sú breyting verður á að Höfðaberg verður alfarið leikskóli þar sem 1.–2. bekkur fer yfir í Lágafellsskóla samhliða fækkun barna í þeim skóla. Einnig verður sú breyting í Helgafellshverfi að elsta deild leik- skólans færist í grunnskólahluta húsnæðisins þar sem teymis- kennsla verður á milli 5 og 6 ára barna. Þar með fjölgar plássum í leikskóladeild Helgafellsskóla úr 77 í 117. Á meðfylgjandi töflu má sjá hver fjölgun leiksskólaplássa hefur verið síðast liðin 10 ár. Búum vel að barnafjölskyldum Það er stefna meirihluta Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna að Mosfellsbær styðji vel við barnafjölskyldur sem og alla íbúa bæj- arins. Íbúum mun áfram fjölga í bænum þótt ekki sé gert ráð fyrir jafnmikilli fjölgun og síðast liðin ár. Góðir skólar þar sem fram fer faglegt starf tryggja velferð barn- anna í bænum og öflugt fræðslu- og frístundastarf er liður í því að tryggja að Mosfellsbær sé áfram framúrskarandi kostur til búsetu. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbær er fjölskylduvænn bær Nýr leikskóli byggður í Helgafellshverfi ...fylgstu med okkur á facebook www.facebook.com/mosfellingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.