Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 50

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 50
Út með þig! Ég er búinn að velta því fyrir mér síðustu daga hvað ég myndi ráðlegga fólki að gera til að halda haus og heilsu í covid, ef ég mætti bara nefna eitthvað eitt. Samvera, upphífingar, lestur, tón-listarhlustun og fleira komu upp í hugann. En ég fann svarið þegar ég í síðustu viku labbaði út á pósthús. Þetta var rétt fyrir hádegi. Maður lifandi, það var svo gott að fara út í birtuna og súrefnið. Það var reyndar ekki heiðskírt en samt nokkuð bjart og einhverjir sólargeislar náðu í gegn. Á þessum dimmustu mánuð- um ársins ættum við öll að leggja niður vinnu í tvo klukkutíma og fara öll út í sólina. Við þurfum á birtunni að halda. Sólarljósið bætir svefn, minnkar stress, styrkir bein, stuðlar að kjörþyngd, styrkir ónæmiskerfið, minnkar líkur á þunglyndi og lengir lífið. Gangan styrkir lungu og hjarta, minnkar líkur á hjartasjúkdóm- um, lækkar blóðþrýsting, styrkir liði og bein og eykur jafnvægi. Svo nokk- ur atriði séu nefnd. Dagleg ganga í dagsbirtunni er það sem ég myndi fyrirskipa fólki, ungum sem öldnum, að gera ef ég væri alvaldur. Það myndi gerbreyta öllu ef allir gerðu þetta. Álag á heilbrigðiskerfið myndi stórminnka, almenn heilushreysti myndi aukast, geðheilbrigði batna og almenn hamingja taka stórt skref upp á við. Það sem myndi líka gerast í daglega göngutúrnum í kringum hádaginn er að við myndum hitta fleiri í eigin persónu, ekki bara í gegnum netið. Þessir hittingar eru samþykktir af Rögnvaldi og félögum af því að þeir taka stuttan tíma og snúast um bros og tvær til þrjár jákvæðar setningar, ekki knús og hópamyndum fyrir framan búðar- glugga (hverjum datt það gigg eiginlega í hug?). Ég hitti einmitt eina ljónspræka þegar ég rölti á Pósthúsið, eldri konu í fantaformi sem brosti hring- inn í birtunni og smitaði jákvætt út frá sér með því einu að vera til. Heilsumolar gaua - Aðsent efni50 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Mosfellsprestakall - Mosfellsbæ Helgihald yfir jól og áramót Helgihaldi Lágafellssóknar verður áfram streymt eða í rafrænu formi næstu vikur, yfir jól og áramót. Hægt verður að horfa á það á heimasíðu og Facebook-síðu Lágafellskirkju. Á Þorláksmessu og aðfangadag opnum við kirkjudyr Lágafellskirkju upp á gátt. Við bjóðum ykkur, kæra fólk, að ganga í kirkju, að eiga þar stund í kyrrð eða með tónum tónlistar, kveikja á kerti og biðja. Allar þekktar takmarkanir verða virtar. Verið velkomin! (sjá tímasetningar hér að neðan) Sunnudagur 20. desember Aðventuguðsþjónusta kl. 15 í Grafarvogskirkju á RÚV. (verður streymt á okkar síðu) Þorláksmessa 23. desember Opin kirkja kl. 10–16 í Lágafellskirkju. Kyrrð, tónlist og kertaljós. Gætt verður að fjölda- og nálægðartakmörkunum og minnum á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Aðfangadagur 24. desember Opin kirkja kl. 10–14 í Lágafellskirkju. Kyrrð, tónlist og kertaljós. Gætt verður að fjölda- og nálægðartakmörkunum og minnum á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Aftansöngur kl. 18 í Lágafellskirkju - rafrænn. Sr. Ragnheiður. Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 17 í Lágafellskirkju - rafrænn. Sr. Arndís. Sunnudagur 10. janúar 2021 Rafræn fjölskylduguðsþjónusta kl. 13. Sr. Ragnheiður, Þórður organisti og Bogi æskulýðsfulltrúi leiða. Fylgist endilega með dagskrá og breytingum á safnaðarstarfinu vegna Covid á www.lagafellskirkja.is á næstunni. Fögnum hátíð ljóssins! Við óskum öllum íbúum Mosfellsbæjar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Prestar, starfmenn og sóknarnefnd Lágafellssóknar www.fastmos.is Vá, þvílíkt ár þetta 2020 sem við tókum svo vel á móti. Þetta átti að vera árið og það sannarlega varð það, bara svolítið öðruvísi en við ætluðum. En 2020 fer klárlega í minningabókina yfir furðulegasta árið. Árið sem allir tóku upp kín- verska siði, hættu að heilsast með handabandi og grímur urðu töff. Í upphafi ársins 2020 rifjaði ég upp hvað hafði áunnist á árinu 2019, persónuleg markmið um Landvætt, Laugavegshlaup og einhverja dönskukunnáttu höfðu náðst, en af vinnustaðnum mínum sagði ég: „Á þinginu unnust ýmis stór og mikilvæg mál. Aukið frelsi, lægri álögur og að einfalda líf fólksins í landinu er og verður grunnstef okkar í þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Skattalækkanir bæði á fólk og fyrirtæki, traust efnahagsstjórn sem hefur skilað sögulega lágu vaxtastigi, aukinn kaupmátt- ur fólksins í landinu. Já, á Íslandi er svo sannarlega gott að búa enda hefur staðan hér aldrei verið betri. Ég fer bjartsýn inn í nýtt ár með ný mark- mið og góða orku til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni.“ Já, árið 2020 varð aðeins öðruvísi en ég gerði ráð fyrir, en ég er enn bjartsýn. Ísland er örugglega besti staðurinn til að búa á, sérstaklega í Covid. Frelsi einstaklingsins hefur ekki farið hátt á árinu, þar sem aldrei hafa meiri höft verið sett á daglegt líf fólks. En það hefur verið gert með öryggi og heilsu okkar allra að leiðarljósi. Frelsinu fylgir ábyrgð, þá ábyrgð sýnum við best með því að vera dugleg að sinna persónu- legum smitvörnum og fara að fyrirmælum sóttvarnayfirvalda. Mikið var nú gott að uppsveifla síðustu ára var nýtt til að greiða niður skuldir hins opinbera og tryggja þannig að ríkissjóður geti staðið undir því áfalli sem nú ríður yfir. Úrræði stjórnvalda miða að því að fjárfesta í öflugu samfélagi, samfélagi sem spyrnir við og vex hratt og örugglega út úr kófinu. Ísland er og verður land tækifæranna. En þrátt fyrir kófið þá bera sig allir vel, Helgi Björns hefur sent okkur hlýja strauma frá Hlégarði og minnt okkur á að þótt úti séu stormur og él, þá lifir ljósið inni hjá þér og að lífið er gott sem betur fer. Mosfellingar hafa nýtt kófið til útiveru og hreyfingar, það sést vel á göngustígum og fellum bæjarins. Lýðheilsa skiptir miklu máli og vonandi er þessi mikli áhugi kominn til að vera. Okkar yndislegi bæjarbragur hefur ekki fengið tækifæri til að blómstra eins og venjulega, en ég hlakka svo til þegar við för- um öll að hittast aftur, get ekki beðið eftir þorrablótinu 2022, það verður eitthvað. En þetta fer nú allt að skána, viðspyrnan verð- ur hraðari en marga grunar. Við þurfum að sýna seiglu, halda áfram að hreyfa okkur og huga að okkar nánasta. Þetta er allt að koma, en þangað til njótum við jólanna í jólakúlunni okkar. Það koma vonandi jól með hækkandi sól. Við étum á okkur gat af innlendum mat. Og þrátt fyrir allt, misnotum sykur og salt. Jólakveðja Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokks Það bera sig allir vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.