Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 52

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 52
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Ásdís Arnardóttir fæddist á Heil- brigðisstofnun Vesturlands 30. apríl 2020. Hún var 50 cm og 3.386 gr. Hún á eldri systur sem heitir Elín og foreldrar eru Örn Lúðvíksson og Jenný Jóhannsdóttir Í eldhúsinu Þakklæti, tækifæri og hrós Þetta tækifæri að fá að skrifa pistil í Mosfelling er frábært en það flæktist örlítið fyrir mér þegar ég mátti velja efnið sjálf. Það fyrsta sem mér datt nú auðvitað í hug sem við eigum öll sameiginlegt var blessaða Covid. Þakklæti, tækifæri og hrós var efst í huga þegar ég hugsaði um Covid-tím- ann. Þakklæti fyrir allt fólkið í kringum mig, fjölskylduna, vini og alla ástina s em þau umlykja mig með. Á þessum skrítnu tímum fáum við bara að hitta örfáa eða þessa svoköllu ðu tíu manna jólakúlu. Þá er mikilvægt a ð við njótum þess að vera í kringum okk ar nánustu og vera dugleg að hringja eða taka góðan Zoom-leik með þeim sem við hittum ekki. Að læra að vera þakklát/u r fyrir það sem við höfum er mikilvægt, þá sérstaklega á þessum tímum. Það koma einnig upp alls kyns ný tækifæri. Ný tækifæri í vinnu, skóla, m eð fjölskyldunni, ný verkefni og svo marg t fleira. Ég sjálf er búin að vera ótrúlega heppin og fékk það tækifæri að byrja hlaðvarpsþátt með góðum vinkonum í gegnum SamfésPlús, Ungt fólk og hva ð? Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef verið mjög dugleg við að segja já við nýjum verkefnum en svo kemur að því að læra að velja og hafna. Að þurfa ekki alltaf að segja já við öllu þegar all t virðist svo skemmtilegt og spennandi hefur verið eitt af mínum markmiðum . Hrós hefur einnig verið eitt af mínum markmiðum. Að hrósa meira fólkinu í kringum mig og jafnvel ókunnugum. Hrósa þegar einhver er að standa sig v el, fyrir að vera góður vinur/vinkona, hró sa búðarstarfsmönnum eða fyrirtæki. Þegar við fáum hrós getur það hvatt okkur til þess að gera enn betur eða jafnvel bara gert daginn, jafnvel vikun a okkar betri. Þetta var ótrúlega gaman, takk fyrir mig og gleðilega hátíð. Linda og Jóhannesi skora á Unni Heiðu og Bjarna Kristinn að deila næstu uppskrift Guðríður Linda og Jóhannes deila með okkur uppskrift að þessu sinni að djúpsteiktum kjúkling með hrísgrjónum og blómkáli. Þau bjuggu 3 ár í Peking í Kína og var þetta vinsælasti réttur fjölskyldunnar á meðan þau dvöldu þar. Hráefni: • 6 kjúklingabringur eða 2 pk. fille • 6-8 brauðsneiðar • 2-3 egg • Blómkálshaus • Sólblómaolía • Hrísgrjón • Salt • Pipar Aðferð: Kjúklingabringur eða fille skorið í litla bita (nagga). Eggin hrærð saman með gaffli. Brauðið raspað. Bitunum velt upp úr eggjahrærunni og brauðraspi. Djúpsteikt í heitri sólblómaolíu þar til bitarnir verða gullbrúnir. Blómkálshöfuð opnað á nokkrum stöðum og sólblómaolíu helt yfir (passa að olían nái að leka vel yfir og inn í höfuðið) Kryddað vel yfir með pipar. Sett í ofn og bakað við 180° í ca. 1 klst. Hrísgrjón soðin, söltuð eftir smekk. Borið fram með Sweet Chili sósu og mjög vinsælt að borða allt saman með prjónum. Verði ykkur að góðu. Embla líf Djúpsteiktur kjúklingur - Heyrst hefur...52 Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is hjá Lindu og jóhann esi heyrst hefur... ...að búið sé að aflýsa Þorrablóti Aftureldingar 2021. ...að Hallur Birgis hafi unnið fyrsta vinning í jólahappdrætti hjá handboltastelpunum. ...að Ingibjörg Bergrós og Anton Örn eigi von á barni á nýju ári. ...að Mosfellingurinn Sólrún Diego hafi orðið fyrsti Íslandsmeistarinn í Kvissi á Stöð 2. ...að Bjarni Ben hafi náð sér í jólatré í Hamrahlíðarskóg um helgina. ...að búið sé að skipta Barion upp í þrjú sóttvarnarrými. ...að Vala Mörk sé að gefa út rafbók með skemmtilegum ketilbjöllu- æfingum. ...að það stefni í að engar brennur verði á vegum Mosfellsbæjar á ármótum og þrettándanum. ..að handbolti.is verði eini einkarekni fjölmiðill landsins sem fylgi íslenska landsliðinu í handbolta á HM í Egyptalandi. Stóru ríkisstyrktu fjöl- miðlarnir, vísir og mbl sitja heima. ...að Ásthildur Ríkharðs sé með tvíburastrákana sína á síðustu meðgöngumetrunum. ...að í undirbúningi sé áætlun um að geta bólusett alla Mosfellinga á einu bretti í Lágafellsskóla eins og þegar við göngum til kosninga. ...að Drif sé búið að opna í Völuteig en þeir græja alla aukahluti fyrir bíla. ...að Góðgerðarfélag Hvíta Riddarans hafi gefið af sér fyrir jólin. ...að Steindi Jr. verði með spurninga- keppni á Barion á föstudaginn. ...að hægt sé að senda um tilnefningar um Mosfelling ársins 2019 á vefsíðunni Mosfellingur.is. ...að tvíburasysturnar Steinunn og Stefanía Svavars hafi eignast strák og stelpu með eins dags millibili. ...Alda Steingríms og Fannar Gauti hafi gift sig 12.12.20. ...að íþróttakjör Aftureldingar og Mos- fellsbæjar verði kynnt rafrænt í ár. ...að hægt verði að komast í skötu- veislu á Blik en skipt verður í holl. ...að breikkun Vesturalandsvegarins í gegnum Mosó verði klár fyrir jól. ...að opið verði til kl. 13 í sundlaugum bæjarins á aðfangadag og gamlárs- dag. ...að jólasveinarnir verði í rauða liðinu með Aftureldingu á aðfangadag. ...að Reykvíkingar séu hissa á því að vatnið sé ódýrara í Mosfellsbæ en í Reykjavík. ...að rappararnir í Fourp4cc hafi gert góða hluti í Rímnaflæði fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Bólsins. ...að handboltaparið Einar Ingi og Þórey Rósa hafi eignast stúlku í desember. ...að næsta blað komi út 14. janúar. mosfellingur@mosfellingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.