Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202016 Síðasta fiskveiðiár verður seint talið mikið aflaár í íslenskum sjávarútvegi. Veiðin losaði rétt um milljón tonn. Uppsjávarafli hefur dregist mikið saman vegna lítillar loðnuveiði. Aflahæsta skipið í flotanum er Börkur NK. Nýlega birti Fiskistofa yfirlit um veiðar á fiskveiðiárinu 2019/2020. Heildaraflinn var rúmlega 1.011 þúsund tonn og minnkaði frá fyrra ári um 7,3%. Síðustu fimm fiskveiðiár hefur aflinn verið frá rúmlega milljón tonnum á ári upp í tæpar 1,3 milljónir tonna. Mestur ársafli rúmar tvær milljónir tonna Fiskveiðiárið byrjar 1. septem­ ber og lýkur 31. ágúst árið eftir. Fiskistofa miðar sína samantekt um afla við fiskveiðiár en upplýsingar á vef Hagstofunnar, sem einnig er vitnað til hér, taka einkum mið af almanaksárinu. Það skiptir þó ekki öllu máli hvort miðað er við fisk­ veiðiár eða almanaksár þegar litið er á aflatölur í sögulegu samhengi. Frá almanaksárinu 1975 hefur heildarafli íslenskra skipa verið á bilinu 1,5 til tvær milljónir tonna flest árin samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Á árabilinu 1996 til 2003 fór aflinn sex sinnum yfir tvær milljónir tonna á ári. Mestur varð aflinn 2.225 þúsund tonn árið 1997. Af þessu má sjá að milljón tonna afli er ekki mikill í saman­ burði við það sem áður var. Þess má geta að almanaksárið 2018 var Ísland í 19. sæti yfir fisk­ veiðiþjóðir heims en afli okkar þá var tæpar 1,3 milljónir tonna. Í yfirliti Fiskistofu um fiskveiði­ árið 2019/2020 er aflanum skipt í þrjá flokka: botnfisk, uppsjávarfisk og skel og krabba. Verður fjallað um hvern flokk hér á eftir. Minni botnfiskur en aukning í þorski Botnfiskaflinn á síðasta fiskveiði­ ári nam 483 þúsund tonnum og dróst saman um 30 þúsund tonn milli ára, sem sjá má í meðfylgj­ andi töflu. Þorskur er sem fyrr lang mikil­ vægasta botnfisk tegundin. Alls veiddust 278.503 tonn af þorski, að Barentshafsþorski meðtöldum, sem eru um 57% af heildarbotnfiskafla. Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn milli fiskveiðiára en ýsuafl­ inn minnkaði um 11 þúsund tonn. Mikill samdráttur varð einnig í veiðum á ufsa, gullkarfa og stein­ bít. Flatfiskar eru taldir með botn­ fiskum í þessari samantekt. Svipaður afli er milli ára í flatfisk­ tegundum eins og grálúðu og skar­ kola en annar flatfiskafli hefur dregist saman. Minnsti afli uppsjávarfisks í áratugi Síðustu ár og áratugi hafa orðið miklar sveiflur í afla uppsjávar­ fiska sem sjá má í meðfylgjandi skýringar mynd sem byggð er á gögnum frá Fiskistofu. Um er að ræða fimm fisktegundir: norsk­ís­ lenska síld, íslenska síld, loðnu, kolmunna og makríl. Aflinn hefur sveiflast í flestum þessum tegundum, þó mest í loðnu. Ólíkt botnfiskum miðast kvóti flestra uppsjávartegunda við alman­ akasárið. Uppsjávaraflinn síðasta fisk­ veiði ár var tæp 520 þúsund tonn og dróst saman um 48 þúsund tonn milli ára. Aflinn jókst aðeins í einni tegund, norsk­íslensku síldinni. Frá fiskveiðiárinu 1992/1993 hefur uppsjávaraflinn aldrei verið jafnlítill og á síðasta ári. Fram til 2004/2005 var aflinn yfir millj­ ón tonn á ári að einu fiskveiðiári undanskyldu. Mestur varð hann árið 2001/2002 samtals rúmar 1,6 milljónir tonna. Síðustu árin hefur sigið á ógæfuhliðina en til­ koma makríls hefur vegið að hluta til upp á móti samdrætti í öðrum tegundum. Mikið í húfi Heildarafli íslenskra skipa ræðst mikið af loðnuveiðinni eins og áður er vikið að. Vegna hlýnunar sjávar hefur dreifing loðnu breyst, bæði ungloðnu og kynþroska loðnu á fæðuslóð. Hún hefur ekki fundist í sama mæli og áður, hvorki í mælingum á ungloðnu, fullorðinni loðnu á fæðuslóð né loðnu í hefðbundinni hrygningar­ göngu. Lengst af eða fram til 2005 var loðnuaflinn flest árin frá 500 þúsund tonnum og upp í eina milljón tonna á ári. Þrisvar sinnum hefur aflinn verið meiri en milljón tonn, fór mest í rúmar 1,3 milljónir tonna almanaksárið 1996. Frá árinu 2005 hefur aflinn hins vegar aðeins einu sinni farið yfir 500 þúsund tonn en það var árið 2012. Flest árin frá 2006 hefur afl­ inn verið undir 200 þúsund tonn­ um. Síðustu tvö árin hefur verið loðnubrestur. Allt kapp hefur nú verið lagt á að mæla loðnustofninn í þeirri von að nógu mikið finnist til að unnt verði að gefa út kvóta svo uppsjáv­ arskipin geti haldið til veiða. Mikið er í húfi því þokkaleg loðnuvertíð getur skilað allt að 30 milljörðum króna í útflutningstekjur í þjóðar­ búið. Humar og skelfiskur, fátt um fína drætti Veiðar á rækju og humri voru lengi vel snar þáttur í afla og aflaverð­ mæti íslenskra skipa. Nú er fátt um fína drætti í þessum flokki. Humarstofninn hefur hrunið. Veiðar á humri eru nú aðeins leyfð­ ar til að ná í sýnishorn af tegund­ inni til að fylgjast með stærðar­ samsetningu og dreifingu. Rækjustofnar, bæði innfjarð­ ar og í úthafinu, hafa skroppið verulega saman. Á síðasta fisk­ veiðiári var rækjuafli aðeins um 2.800 tonn. Mestur varð rækjuafli íslenskra skipa, jafnt innan lög­ sögu sem utan, samanlagt tæp 90 þúsund tonn árið 1996. Aflahæstu skip Fjöldi skipa af öllum stærðum og gerðum stendur á bak við veiðarnar ár hvert. Aflinn skipt­ ist misjafnlega niður á þau eins og við er að búast og ræðst það af kvóta þeirra, afkastagetu og áhöfn. Til fróðleiks verða hér nefnd aflahæstu skip á fiskveiði­ árinu í þremur tegundum skipa og báta, þ.e. í flokki skuttogara, uppsjávarskipa og smábáta. Aflahæsta uppsjávarskipið á fiskveiðiárinu er Börkur NK, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað gerir út, með samtals 44.505 tonn. Börkur er jafnframt aflahæsta skipið í flotanum. Rétt á eftir Berki kemur uppsjávarskipið Venus NK, sem Brim gerir út, með 43.966 tonn. Aflahæstu uppsjávarskipin veiddu að sjálfsögðu mun meira hér á árum áður þegar veiðiheim­ ildir voru rýmri en nú er. Aflahæsti skuttogarinn síðast­ liðið fiskveiðiár er frystitogar­ inn Sólberg ÓF sem Rammi í Fjallabyggð gerir út. Skipið veiddi samtals 13.127 tonn, 9.835 tonn í íslenskri landhelgi og 3.292 tonn í Barentshafi. Enginn íslenskur togari hefur komið með jafnmikinn botnfiskafla að landi á einu ári og Sólbergið samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni fréttasíðunnar aflafrettir.is. Aflahæsti smábáturinn á fiskveið i árinu er Sandfell SU sem Loðnu vinnslan á Fáskrúðs firði gerir út. Hann er um 30 tonn að stærð og veiðir í króka aflamarks­ kerfinu. Afli hans er 2.371 tonn og aflaverðmætið 615 milljónir króna. Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Nefið á Grýlu er stórt og hlykkjótt og úr vitum hennar kemur helblá gufa og þar að auki er hún mannæta eins og önnur tröll og óþekk börn eru eftirlætismatur hennar en hún er lítið gefin fyrir fisk, súpur, salat og grauta. Mestur tími Grýlu fer í að afla matar handa sér og fjölskyldu sinni. Kerlingarskarið hefur búið með þremur tröllkörlum í gegn­ um tíðina og heitir núverandi bóndi hennar Leppalúði. Hinir tveir hétu Boli og Gustur og átti hún tæplega áttatíu börn með þeim. Þekktust þeirra eru jóla­ sveinarnir. Leppalúði átti einn son, Skrögg, áður en hann hóf sambúð með Grýlu og tók hún Skrögg í fóstur. Grýla er ævagömul kerling og nefnd meðal tröllkvenna í Snorra­ Eddu en hún er ekki bendluð við jólin fyrr en í kvæði frá 17. öld. Kerlingunni er lýst sem fullkominni andstæðu kvenlegrar fegurðar og Leppalúði þykir ekki heldur mikið fyrir augað. Grýla er með úlfgrátt hár og svartar brúnir, með tennur eins og ofnbrunnið grjót, klær og hófa, kjaftstór, með vígtennur og horn. Hún er með augu í hnakkanum og í þeim logar eldur, eyrun ná langt út á axlir, nefið er stórt og hlykkjótt og úr vitum hennar kemur helblá gufa. Sögur um Grýlu eru fremur fáar en því meira er fjallað um hana í kvæð­ um og þulum. Kerlingin á sér hliðstæðu í Færeyjum, á Shetlandseyjum og víðar. Í Færeyjum er Grýlu lýst sem gamalli og ljótri kerl­ ingu sem líkist gamalli rollu sem gengur upprétt á tveimur fótum. Á Shetlandseyjum þekkist tröll­ kerling sem kallast Skekla og er hún á ýmsan hátt lík Grýlu í háttum. Skekla kemur ríðandi til byggða á svörtum hesti með hvíta stjörnu í enni, hesturinn er með fimmtán tögl og á hverju tagli hanga fimmtán börn. Í gömlum kvæðum er Grýlu lýst sem beiningakerlingu sem fer á milli bæja og biður foreldr­ ana að gefa sér óþekku börnin en hörfar ef henni er rétt eitthvert matarkyns eða er rekin burt með látum. Kerlingin hefur lengi verið notuð sem barnafæla og flestir hafa einhvern tíma verið hræddir með Grýlu gömlu. Í seinni tíma frásögnum hefur Grýla tekið upp fasta búsetu og býr í helli, fjarri mannabyggðum. Þegar hér er komið sögu fer allur tími hennar í að sjóða mat í stór­ um potti, stjana við Leppalúða og gefa krakkaófétunum að éta. Grýla er hætt að fylgjast með tíðarandanum og verður sífellt forneskjulegri, hún er einmana­ leg gömul kerling sem hefur gleymst í öllum látunum í kring­ um jólin. Hugmyndin um Grýlu hefur breyst mikið í tímans rás þótt meginhlutverk hennar hafi alla tíð verið að temja börn. Árni Björnsson segir, með nokkrum fyrirvara, í bók sinni, Saga daganna, að Grýla endurspegli grimmd yfirvalda gagnvart alþýðunni og að hún hafi farið að mildast eftir að einveldi var afnumið. Því hefur einnig verið haldið fram að Grýla og hyski hennar séu tákngervingar náttúru­ aflanna, skammdegismyrkursins eða flökkulýðs sem fór um landið. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Grýla étur börn milljón tonn 1.800.000 1.600.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 92 /9 3 95 /9 6 98 /9 9 01 /0 2 04 /0 5 07 /0 8 10 /1 1 13 /1 4 16 /1 7 19 /2 0 Uppsjávarafli íslenskra skipa frá 1992/93 (afli í tonnum) Loðna Síld Makríll Kolmunni Afli íslenskra skipa fiskveiðiárin 2015/2016 til 2019/2020 Afli upp úr sjó (tonn) Fisktegund 2015/2016 2016/2017 2017/2018 2018/2019 2019/2020 Þorskur 257.929 242.735 274.064 269.296 272.283 Barentshafsþorskur 6.165 6.509 4.926 6.582 6.220 Ýsa 40.491 35.462 43.514 59.438 48.408 Ufsi 49.554 45.298 59.034 70.553 53.352 Gullkarfi 54.779 48.265 51.789 44.533 41.136 Djúpkarfi 9.611 8.559 10.552 8.672 10.642 Steinbítur 8.952 7.538 9.527 9.332 7.150 Úthafskarfi 2.830 2.002 1.138 236 Grálúða 13.402 12.146 14.867 12.651 12.366 Skarkoli 7.614 6.376 8.211 7.096 7.179 Annar flatfiskur 3.927 3.338 3.528 3.191 2.806 Annar botnfiskur 32.154 22.664 23.906 21.888 21.931 Samtals botnfiskur 487.408 440.892 505.056 513.468 483.473 Síld 69.843 61.161 36.005 40.968 32.536 Norsk-íslensk síld 37.851 53.798 81.115 88.963 109.420 Loðna 101.089 196.832 186.333 Kolmunni 189.345 207.907 297.302 270.870 225.644 Makríll 148.268 150.308 152.799 166.360 151.994 Annar uppsjávarfiskur 639 262 21 213 657 Samtals uppsjávarfiskur 547.035 670.268 753.575 567.374 520.251 Humar / Leturhumar 1.536 1.186 820 300 195 Rækja 6.950 4.431 4.479 3.212 2.780 Annar skel- og krabbaafli 4.312 3.941 6.998 6.148 4.077 Samtals skel og krabbar 12.798 9.558 12.297 9.660 7.052 Heimild: Fiskistofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.