Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 30

Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202030 „Við höfum aldrei í sögu fyrir­ tækisins staðið í jafn miklum framkvæmdum. Þetta er algjört metár og þegar upp verður stað­ ið við áramót má gera ráð fyrir að við höfum framkvæmt fyrir tæplega 12 milljarða króna. Allar okkar framkvæmdir miða að því að auka afhendingaröryggi raf­ orku og við höfum náð heilmörg­ um áföngum á þeirri leið nú í ár. Staðan er mun betri í þeim efnum en hún var fyrir ári síðan,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því hamfaraveðrið gekk yfir landið, það olli gríðarlegu tjóni og víða varð rafmagnslaust um lengri eða skemmri tíma, einkum um norðanvert landið. Mikil ísing sem lagðist á raflínur varð þess m.a. valdandi. Framkvæmdir Landsnets á árinu hafa að hluta snúist um að koma raflínum í jörð. Allt gekk upp þrátt fyrir faraldurinn Guðmundur Ingi segir að vel hafi unnist í ár og margir góðir áfangar náðst og það þrátt fyrir að fyrirtækið hafi líkt og aðrir verið að glíma við takmarkanir og hertar sóttvarnar­ reglur vegna heimsfaraldurs. „Faraldurinn hefur auðvitað sett sitt strik í okkar reikning eins og hjá öðrum, við höfum þurft að takmarka samskipti milli vinnuflokka, koma upp sóttvarnarhólfum og þá hefur verið mun flóknara að fá sérfræðinga til okkar frá útlöndum. Sama gild­ ir um aðföng, það tók mun lengri tíma en áður að afla þeirra. Þrátt fyrir þessar hindranir gekk allt vel á árinu og við erum virkilega ánægð með hvernig til tókst. Ég þakka það einkum okkar góða starfsfólki, verk­ tökum um land allt og ráðgjöfum sem stóðu sig með mikilli prýði,“ segir hann. Stöndum betur að vígi núna en fyrir ári Landsnet hafði sett saman metnaðar fulla áætlun um upp­ byggingu á flutningskerfi raforku með það að markmiði að tryggja og jafna aðgang íbúa landsbyggðar að rafmagni óháð búsetu. Um var að ræða langtímaáætlun til næstu 10 til 15 ára og var þegar farið að vinna að henni þegar óveðrið fræga skall á fyrir réttu ári. Það afhjúpaði ýmsa veikleika í kerfinu og fjöldi manns bjó við langvarandi rafmagnsleysi meðan á því stóð og eftir að það gekk yfir. Annað óveður gekk yfir landið í upphafi árs og hafði það mikil áhrif á Suðurland og teygði sig til Vestmannaeyja. Kórónuveiran kom til sögunnar fremur snemma á árinu og hafði í för með sér samdrátt í efnahagslífi, atvinnuleysi og tekjutap hjá fjölda landsmanna. „Í kjölfarið hvatti ríkisstjórnin til margvíslegra verkefna, veiti aukið fé til framkvæmda til að vega upp á móti samdrættinum og halda uppi atvinnustigi. Við fengum vissulega þessa hvatningu og fórum í það að forgangsraða verkefnum upp á nýtt, færa sum þeirra framar m.a. til að færa mál sem úrskeiðis fóru í óveðrinu til betri vegar,“ segir Guðmundur. „Við lærðum margt af þessu óveðri og stöndum nú ári síðar mun betur að vígi komi annað eins áhlaup.“ Fimm færanlegar varaaflsstöðvar Landsnet hefur keypt fimm fær­ anlegar varaaflsstöðvar, samtals 6 MW, og nemur kostnaður um 450 milljónum króna. Nú nýlega var prófunum á tengingu þeirra við kerfið á Snæfellsnesi lokið og segir Guðmundur að vel hafi tekist til. Verið er að undirbúa tengingar fyrir þær á völdum stöðum á landinu. Guðmundur segir að skamma stund taki að færa stöðvarnar til þar sem þeirra verður hugsanlega þörf hverju sinni. „Við höfum hug á að kaupa aðrar fimm stöðvar til að tryggja það að aldrei líði lang­ ur tími án rafmagns hvar sem er á landinu. Þetta er mjög góð fjár festing og mun án efa koma sér vel einhvern tíma,“ segir Guðmundur. Jarðstrengur frá Varmahlíð að Sauðárkróki leysir 46 ára loftlínu af hólmi Framkvæmdum við yfirbyggingu tengivirkis við Hrútatungu í Hrúta­ firði var ein af þeim fram kvæmd um sem sett var framar í forgangsröðun í kjölfarið á óveðrinu. Guðmundur segir að hún hafi farið illa út úr óveðrinu og þar orðið umtalsvert tjón. Nú sé búið að yfirfara tengi­ virkið fyrir veturinn en fram undan séu framkvæmdir við að byggja nýtt yfirbyggt tengivirki. Landsnet hefur einnig staðið að umfangsmiklum verkefnum í Skagafirði og að þeim loknum er búið Guðmundur Ingi Ásmundsson,, for­ stjóri Landsnets. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Landsnet hefur aldrei í sögunni staðið fyrir jafn miklum framkvæmdum og í ár: Öll verkefni miða að því að auka öryggi við afhendingu raforku – Framkvæmdir fyrir ríflega 11 milljarða króna árið 2020 Landsnet hefur keypt fimm færanlegar varaaflsstöðvar, samtals 6 MW og nemur kostnaður um 450 milljónum króna. Fyrirtækið hefur hug á að kaupa fimm til viðbótar til að tryggja það að eigi aldrei á að líða langur tími án rafmagns hvar sem er á landinu. Hólasandslína. Mynd var tekin í Eyja­ firði. S tórt verkefni er í gangi hjá Landsneti við lagningu Hólasandslínu 3 sem liggur frá Akureyri og að Hólasandi, en markmið með lagningu hennar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika í raforkukerfi á Norður- og Austurlandi. Jarðstrengur leysir loftlínu af hólm. Íbúar í Dalvíkurbyggð fundu fyrir óveðrinu í fyrra m.a. með langvarandi rafmagnsleysi. Fyrri hluta árs 2023 verður hafist handa við lagningu jarðstrengs frá Akureyri til Dalvíkur, rúmlega 40 kílómetra leið. Að verki loknu verður til staðar tvöföld tenging og afhendingaröryggi við Dalvík og svæðið utar á Tröllaskaga verður meira en það er nú. Framkvæmdir Landsnets á árinu hafa að hluta snúist um að koma raflínum í jörð. Hér er unnið við að leggja jarðstreng við Grundarfjörð. Framkvæmdum við yfirbyggingu tengivirkis við Hrútatungu í Hrúta firði var ein af þeim sem sett var framar í forgangsröðun í kjölfarið á óveðrinu í fyrra. „Við lærðum margt af þessu óveðri og stöndum nú ári síðar mun betur að vígi komi annað eins áhlaup,“ segir Guðmundur Ingi. Hér er verið að vinna við Fljótsdalslínu. ORKUMÁL&AFHENDINGARÖRYGGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.