Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 44

Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202044 LÍF&STARF Bárðdælsk býli í samstarfsverkefni um framleiðslu á drykkjum úr staðbundnu hráefni: Nýsköpun grunnur að því að ungt fólk geti byggt framtíð sína á heimaslóðum – Spjallað við Guðrúnu S. Tryggvadóttur, bónda í Svartárkoti „Öll eiga þau það sammerkt að fólk vill lifa hér og starfa og við merkjum það greinilega að unga fólkið okkar hefur áhuga fyrir að koma heim og sumt einmitt að mennta sig til að gera gert það.“ „Guðrún segir að um þessar mundir sé unnið að framgangi sam- starfsverkefnis þar sem bárðdælsk býli koma við sögu og snýst það um þróun og framleiðslu drykkjarafurða úr staðbundnu hráefni. „Ungt og efnilegt fólk úr Bárðardal spilar þar stórt hlutverk, en þetta verkefni er í raun grunnur að því að það geti flutt heim og byggt framtíð sína á annars konar land- búnaði en nú er víðast hvar stund- aður,“ segir Guðrún. Hún nefnir að verkefnið muni hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Bárðardal og víðar, til að mynda í ferðaþjónustu þegar hjól þeirrar atvinnugreinar fara að snúast á ný. „Ég bind miklar vonir við þetta verkefni og tel að það geti haft veruleg áhrif á framtíð dalsins, en vissulega er alltaf mikilvægt að svona verkefni fái fjármögnun,“ segir Guðrún. Einstaklega góð hausttíð Guðrún og hennar heimilisfólk hugar nú að jólahaldi líkt og aðrir landsmenn og segir að þar um slóðir setji heimsfaraldur sama mark á mannlífið og annars staðar. Allt samkomuhald hefur legið niðri síðustu vikur. „Við erum ánægð með hversu haustið var okkur almennt gott þó svo að sept- ember hafi verið dálítið misveðra. Mikil rigning og svo snjóaði líka en tók sem betur fer fljótt upp aftur, síðan tók bara við einstak- lega góð hausttíð sem nýttist okkur vel til hefðbundinna haustverka. Það er alls ekki sjálfgefið að búa við gott veður hér uppi á hálendinu yfir haustmánuðina,“ segir Guðrún en veturinn getur allt eins byrjað í september. Haustinu í Svartárkoti fylgir stundum smávægilegt rafmagns- leysi áður en vatnið leggur. Það gerist stundum að „frýs fyrir, þá safnast grunnstingull fyrir á sigti á heima rafstöðinni og lokar fyrir vatnsrennslið og er þá algengast að sé rafmagnslaust í u.þ.b. hálfan sólarhring. „Það var alveg heil vika núna í haust sem rafmagnið fór flestar nætur, veðrið var bara þannig. En það kom ekki að sök því til staðar er varaafl sem tekur við, það er samt kannski ekki gott fyrir umhverfis- samviskuna,“ segir hún. Heiðarlegar stórhríðar hafa sinn sjarma Veðrið nú undanfarnar vikur hefur verið að mestu leyti til friðs segir Guðrún, en það hefur þó náð að trufla skólahald lítillega, það hefur verið mjög mikið svell á vegum og Svartárkot við Svartárvatn. Mikið vetrarríki er gjarnan á svæðinu við Svartárkot enda í námunda við hálendi Íslands. Mynd / Úr einkasafni Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Þ að er mjög mikill áhugi hér í Bárðardal og raunar samfélaginu öllu fyrir nýsköpun. Eins og fjallað var um í síðasta Bændablaði er m.a. í gangi samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, Nýsköpun í norðri. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þeirri þróun sem þar hefur verið undanfarið og allt hefur þetta jákvæð og uppbyggjandi áhrif hvert á annað. Ef til vill hefur COVID haft þessi áhrif, það er meiri tími til að vinna hugmyndum framgang í miðjum heimsfaraldri,“ segir Guðrún S. Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, en þar eru nokkur áhugaverð verkefni í gangi um þessar mundir. Bærinn Svartárkot stendur á bakka Svartárvatns í Bárðardal, efst á Mývatnsheiði. Þar suður af er Suðurárhraun og til suð-suðausturs er Ódáðahraun, Dyngjufjöll og Askja, eitt tignarlegasta eldfjall Íslands. Guðrún hengir upp vettlingana eftir að farið hefur verið út á vatnið að veiða. Engin veiði er í gangi nú en beðið er vors og bjartari tíðar áður en bátum er á ný ýtt úr vör. Mynd / MÞÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.