Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 45

Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 45 ægileg hálka sem gerir vegina veru­ lega varasama. „Svona hálka er hundleiðin­ leg en það verður nú eiginlega að viðurkenna að heiðarlegar stór­ hríðar hafa alltaf vissan sjarma sé fólk ekki á ferðinni,“ segir Guðrún. Þokkalegan frostakafla gerði þó nýverið, frost fór þó ekki yfir 20 °C. Hún nefnir að ansi kalt geti orðið þegar frost nær 20 °C og vindur fylgi með. Þá velji menn sér verkefni í samræmi við veðurfarið, vinni í útihúsum, við bókhaldið, að hugmyndavinnu, framkvæmdum innandyra eða við nýsköpunarpæl­ ingar. Slík vinna henti vel við þær aðstæður, en eins er vélaskemman í Svartárkoti upphituð og lítið mál að vera þar við ýmis störf þó úti sé fimbulfrost. Sóttvarnir koma í veg fyrir samkomuhald í Bárðardal Guðrún segir að félagslíf í Bárðardal liggi allt niðri um þessar mundir vegna heimsfaraldursins og þar fari fólk að tilmælum um sóttvarnir líkt og annars staðar og það reyni vissu­ lega á menn. Lengi hefur sú hefð verið við lýði í dalnum að kvenfé­ lagið efni til jólatrésskemmtunar milli jóla og nýárs. Þá hefur fólk komið saman á aðventukvöldi og gjarnan hafa íbúar hist og spilað púkk á þrettándanum. „Það verður ekki af neinu nú í ár, við verðum að læra að taka hlutun­ um ekki sem sjálfgefnum og meta það sem við höfum og eigum,“ segir Guðrún. Hún nefnir að margt sé til staðar til að gera þetta tímabil auðveldara, netsamband geri fólki kleift að hafa samskipti við ættingja og vini og eins sé heilmikil afþreying í boði í sjónvarpi, útvarpi og á netinu. „Við náttúrlega búum vel svona úti í sveit að hafa alla þessa nátt­ úru sem nýtist vel til útivistar og hreyfingar. Það er hægt að sinna vinnunni, stunda hreyfingu og fara um allt án þess að rekast á nokkurn mann, hvað þá að setja upp grímu.“ Margar ómissandi hefðir á aðventu og um jólin Guðrún segir að í Svartárkoti séu ýmsar hefðir ómissandi á aðventu og í jólahaldinu. Einn þáttur sem tengist árstímanum og er ekki síður mikilvægur en að kveikja á aðventu­ kransinum, en það er að raða ánum undir hrútana. Það verkefni sjá hún og Magnús, mágur hennar, um. Sæðingar eru nýafstaðnar og svo er bara að bíða. „Jólin og aðventan hér í Svart­ ár koti einkennast af samveru fjöl­ skyldunnar. Við komum saman og skerum út laufabrauð, það er löng hefð fyrir því og mjög skemmti­ leg, alltaf verða til fínustu lista­ verk,“ segir Guðrún og bætir við hún viðurkenni fúslega að hafa í áranna rás dregið úr þegar kemur að jólabakstri, en uppáhaldskökurnar séu enn bakaðar. Sörur bakar hún alltaf en það er komin á það hefð þó ekki sé hún nú frá því Guðrún var að alast upp. Ein hefð er að sækja jólatré út í skóg. Það var nokkuð erfitt í fyrra, þegar allt var bókstaflega á kafi í snjó og þurfti að grafa sig niður á trén. Stórfjölskyldan ásamt vinafólki hefur komið saman og snætt skötu í hádeginu á Þorláksmessu, en Guðrún gerir ráð fyrir að nú sæki bara heimamenn þá samkomu og engir utanaðkomandi. Um kvöldið hefur fjölskyldan safnast saman á heimili Sigurlínu systur hennar og Magnúsar manns hennar og þar hefur verið boðið upp á kex, osta og girni­ lega smárétti og hlustað á Frostrósir. Möndlugrautur er í boði í hádeg­ inu á aðfangadag og um kvöldið er hefðbundin máltíð, jólalamb og hamborgarhryggur. „Við borðum alltaf hangikjöt í hádeginu á jóladag hjá mömmu. Það er alltaf spilað mikið um jólin og stundum horft á Hobbitann og Hringadróttinssögu. Ef veðrið er gott leikum við okkur mikið úti við að renna á skíðum, brettum eða snjó­ þotum, förum á snjósleða eða smá jepparúnta. En annars gengur þessi tími út á að njóta lífsins saman og slaka á,“ segir Guðrún. Um áramót er farið af bæ. Annað hvert ár til föðursystur Guðrúnar á Húsavík, sem heldur boð fyrir fjöl­ skylduna á gamlárskvöld, en hitt árið er farið á heimaslóðir eiginmannsins, Hlina í Svarfaðar dalinn. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Ifor Willams Kerrur í öllum stærðum og útfærslum Ef veðrið er gott er um að gera að bregða sér út, renna sér á skíðum, brettum, snjóþotum eða sleðum og iðulega er farið í vélsleðaferðir eða smá jepparúnta. Mynd / Úr einkasafni Tíminn um jól og áramót gengur að hluta til út á að njóta lífsins í Svartárkoti og slaka á milli þess sem gengið er til daglegra starfa. Mynd / Úr einkasafni Systurnar Guðrún og Sigurlína Tryggva dætur búa í Svartárkoti ásamt fjölskyldum sínum. Hér njóta þær sumarblíðunnar sem getur verið einstök ekki síður en vetrarríkið. Mynd / MÞÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.