Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 46

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202046 PLAST&NÁTTÚRA „Núll árangur“ er sagður vera í viðleitni fyrirtækjanna í að draga úr plastmengun. Coca-Cola er sagt mest plastmengandi fyrirtæki í heimi samkvæmt ársskýrslu Break Free From Plastic sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn plastmengun. Samkvæmt skýrslunni fannst mest af plastumbúðum undan Coca- Cola á víðavangi eins og í fjörum, við árbakka og víðar í könnun sem náði til 55 landa og á síðasta ári voru plastumbúðir unda Kók algengasta plastruslið í 37 löndum af 51 sem könnunin náði til. Samkvæmt talningu fundust við síðustu talningu 13.834 plastflöskur undan Coca-Cola en 5.155 flöskur undan drykkjum frá PepsiCO og 8.633 frá Neslé. Vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi að vinsældir drykkjanna í löndunum sem talningin nær til getur haft áhrif á niðurstöðuna og svo hitt að hugsanlega eru þeir sem drekka Coca-Cola meiri umhverfissóðar en aðrir þótt slíkt sé umdeilanlegt. Um 15 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í talningunni og alls fundust 346.494 plastumbúðir og af þeim voru 63% merktar framleiðanda. Fyrr á þessu ári var talsverð umræða um stefnu Coca-Cola, PepsiCo, Nestlé og Unilever í umhverfismálum þegar greint var frá því að árleg mengun af völdum drykkjaríláta fyrirtækjanna væri um hálf milljón tonn í sex þróunarlöndum. Magnið er sagt nóg til að þekja 83 knattspyrnuvelli á hverjum degi. /VH UTAN ÚR HEIMI Coca-cola, Pepsi og Nestlé: Mest plastmengandi fyrirtækin í heiminum þriðja árið í röð – Samkvæmt skýrslu alþjóðlegu samtakannna Break Free From Plastic Árleg plastmengun af völdum drykkjaríláta í sex þróunarlöndum er um hálf milljón tonna. Siglfirðingarnir Ragnar Ragnarsson og Lísa Dombrowe ásamt fleirum: Hreinsuðu upp gríðarlegt magn af plasti úr Héðinsfirði -„Óbeðin hafa þau tekið að sér viðfangsefni sem flestir hafa talið nær óvinnandi“ Siglfirðingarnir Ragnar Ragnars- son og Lísa Dombrowe hafa á liðnu hausti og fram á vetur staðið í ströngu og lagt á sig óheyrilega mikið verk við að hreinsa hvers kyns plastrusl í Héðinsfirði. Um er að ræða plastúrgang af margs konar tagi, frá uppþvottabrúsum til heilu og hálfu veiðarfæranna, fiskikassa og kör, kaðla, bíldekk og trollkúlur svo fátt eitt sé nefnt. Plastið hefur borist utan af hafi undanfarna áratugi og virðist að mestu leyti vera tengt sjávarútvegi. Þrjár ferðir með 40 rúmmetra sorpgáma „Þau Ragnar og Lísa unnu við þetta í margar vikur, virka daga sem helgar, og söfnuðu plastinu saman á stað þar sem hægt var flytja það á báti eftir Héðinsfjarðarvatni. Þetta mikla plastmagn hafa þau þurft að bera og draga allt að eins og hálfs kílómetra leið, eða að meðaltali nær hálfan kílómetra hverja einingu (10- 50 kg),“ segir í frásögn á heimasíðu Fjallabyggðar. Hreinsunin hefur verið unnin í samráði við landeigendur. Þá er þess getið að þau hafi notið liðsinnis vina sinna, Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristinssonar, og ekki síst Gests Matthíassonar, sem flutti bát sinn nokkrum sinnum frá Dalvík til að ferja allt söfnunarplastið eftir vatninu, alls 17 ferðir. Þá tók við vörubíll sem sveitarfélagið Fjallabyggð sendi á vettvang, alls 3 ferðir með á að giska 40 rúmmetra í sorpgáma á Siglufirði. Fullhreinsað næsta sumar Raggi og Lísa eru mikið útivistarfólk og láta varla nokkurn dag líða hjá án þess að fara til fjalla eða í lengri gönguferðir, t.d. um Héðinsfjörð. Á slíkum ferðum á undanförnum árum og misserum hafa þau jafnan safnað plastrusli í poka og tekið með sér til förgunar á „réttum stað“. Þannig hefur hin mikla hreinsun Héðinsfjarðar í haust og vetur átt sér alllangan aðdraganda. Stefnt er að því að fullhreinsa fjörukambana og umhverfi þeirra næsta sumar og þyrfti þá liðsauka í allt smáplastið sem liggur úti um allar trissur. Með hendur sínar og þrautseigju að vopni Verk þeirra Ragga og Lísu má meta sem mikið elju- og afreksverk, segir á vefsíðu Fjallabyggðar. „Óbeðin hafa þau tekið að sér viðfangsefni sem flestir hafa talið nær óvinnandi – með hendur sínar og þrautseigju að vopni. Samfélagið í Fjallabyggð og raunar allir landsmenn standa í mikilli þakkarskuld við þetta góða og fórnfúsa fólk,“ segir enn fremur og að framtak þeirra og aðstoðarfólksins í þágu samfélags og náttúrunnar verði seint fullþakkað. /MÞÞ Með hendur sínar og þrautseigju að vopni var plastið dregið um langan veg. Það var enginn skortur á plastruslinu í Héðinsfirði. Myndir / Fjallabyggð / Ragnar Ragnarsson Lísa Dombrowe og Guðný Róbertsdóttir Gestur Matthíasson við stýrið á bát sínum. Hann kom með bát sinn frá Dalvík, alls 17 ferðir, til að flytja plastúrganginn. Netadræsur niður undir fjörukambi.Bátur Gests með fullfermi. Plastruslinu mokað á bíl sem flutti það í förgun. Plast í hafinu gæti að óbreyttu þrefaldast fyrir 2040 Reiknað er með að plastrusl sem endar í hafinu á hverju ári muni nær þrefaldast fram til 2040 verði ekki ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við plastmenguninni. Þannig yrðu um 29 milljónir tonna sem enduðu í hafinu á hverju ári samkvæmt grein sem Laura Parker ritaði í National Geographic á síðasliðnu sumri. Þetta er niðurstaða tveggja ára rannsóknarverkefnis sem lýsir þeim misbresti sem átt hefur sér stað í herferðinni til að hemja plastmengun um allan heim. Það er þrátt fyrir metnaðarfulla áætlun um að draga úr því mikla flæði af plasti sem hent er í hafið. Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast hefur safnast í sjónum. Besta ágiskunin var gerð árið 2015, þar sem áætlað var að um 150 milljónir tonna af plasti væru fljótandi um heimshöfin. Miðað við að hlutirnir haldist óbreyttir áætlar rannsóknin að uppsöfnun verði 600 milljónir tonna fram til ársins 2040. Rannsóknarverkefnið var unnið af Pew Charitable Trusts og SYSTEMIQ, Ltd., London. Í raun kallar það á heildstæða endurskoðun á plastiðnaði í heiminum þar sem meira er hugað að endrunýtingu og sjálfbærri hringrás á plasti í hagkerfinu. Sérfræðingar Pew segja að árlegt flæði plastúrgangs í hafið gæti minnkað um 80 prósent á næstu tveimur áratugum með því að nýta þá tækni sem fyrir hendi er í dag. Kostnaður við uppstokkun á ferlinu og minni notkun á einnota plasti nemur um 600 milljörðum dollara. Það er samt 70 milljörðum dala ódýrara en að halda áfram næstu tvo áratugi eins og ekkert hafi í skorist. „Kerfisvæn vandamál krefjast einfaldlega breytinga á kerfinu,“ segir í skýrslu Pew. /HKr. Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.