Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 47

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 47 EKTA JÓLABÓK! JENNY COLGAN HEFUR ALDREI VERIÐ BETRI. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Stuðningur við skógrækt félaga og samtaka NÝIR STYRKIR TIL KOLEFNISBINDINGAR: UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR: www.skogur.is/vorvidur C M Y CM MY CY CMY K Vorvidur-auglýsing_des2020_bbl151x113.pdf 1 1.12.2020 13:56:37 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla Coca-Cola á Íslandi grípur til aðgerða: Allar plastflöskur verða úr 100% endurunnu plasti Allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir verða úr 100% endurunnu plasti (rPET) frá og með fyrsta ársfjórðungi, 2021. „Við erum einn stærsti matvæla­ framleiðandi landsins en því fylgir skylda og ábyrgð. Með því að skipta yfir í rPET fer notkun á nýju plasti niður um 530 tonn (86%) á hverju ári og minnkar kolefnafótspor framleiðslunnar vegna plastflaskna um sem nemur ígildi 400 tonna af koltvísýringi (CO2),“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca­ Cola European Partners á Íslandi. Breytingin á við um allar plastflöskur í öllum vörumerkjum sem fyrirtækið framleiðir á Íslandi. „Það var markmið okkar að ná rPET úr 25% upp í 50% fyrir árið 2025 en við höfum flýtt því markmiði samhliða þátttöku í Net Zero 2040 áætluninni hjá Coca­Cola European Partners (CCEP), sem verður einnig kynnt í dag. Þessi skipti yfir í 100% endurunnið plast er stórt skref fram á við í átt að hringrásarhagkerfinu. rPET, sem er hluti af hringrásarhagkerfi, getur haft minna kolefnisfótspor en nokkrar aðrar umbúðategundir fyrir drykki.“ Sjálfbærni í forgangi „Við höfum unnið ötullega að því að gera umbúðir okkar umhverfisvænni á undanförnum árum. Meðal aðgerða hefur verið að létta plastflöskur, sem sparaði plastnotkun um 6–14%, nota léttari tappa, sem sparaði um 6 tonn af plasti á ári, og skipta út pappír fyrir plast í ytri umbúðum. Þá fer allt plast sem fellur til við framleiðslu eða rekstur okkar til Pure North í Hveragerði sem endurvinnur plastið með umhverfisvænum orkugjöfum þar sem jarðvarmi er í aðalhlutverki,“ útskýrir Einar Snorri. Net Zero 2040 áætlun CCEP er metnaðarfull, með skýrum markmiðum og dagsetningum. Þar má nefna að draga á úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda þvert á alla aðfangakeðjuna um 30% fyrir árið 2030, þ.m.t. losun skv. umfangi 1, 2, og 3 (bein og óbein losun), en miðað er við grunnár 2019. Þá er stefnt á að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, í samræmi við Parísarsamkomulagið um að ná að halda hlýnun jarðar undir 1,5 ˚C. Þess má einnig geta að Coca­Cola á Íslandi er í samstarfi við sérfræðinga hjá Klöppum sem aðstoða fyrirtækið við gerð nákvæms kolefnisbókhalds. Alþjóðleg skuldbinding um að endurvinna plast Endurvinnslan ehf. sér um að senda allar plastumbúðir sem safnast til endurvinnslu erlendis. Hollenska fyrirtækið Morssinkhof kaupir plastið og selur það endurunnið til umbúðabirgja okkar þar sem það verður að flöskum úr endurunnu plasti. Skiptin yfir í endurunnið plast eru hluti af sjálfbærnistefnu CCEP og The Coca­Cola Company í Vestur­Evrópu, Áfram veginn (e. This is Forward) þar sem fyrirtækin heita því að tryggja að a.m.k. 50% af plastflöskunum verði úr rPET. Átakið hefur nú verið stóreflt og nýtt markmið er að engar plastflöskur verði framleiddar úr nýju plasti innan áratugs. „Við verðum eitt af fyrstu löndunum til að ná þessu markmiði ásamt Noregi, Svíþjóð og Hollandi, en til þess að þetta sé mögulegt þurfa lönd að uppfylla ákveðnar grunnforsendur, til að mynda að endurvinnsluhlutfall sé hátt og endurvinnslan sjálf sé skilvirk,“ útskýrir Einar Snorri og bætir við að plast geti verið sjálfbær umbúðakostur ef því er safnað og það endurunnið í hringrásarhagkerfi. /HKr. • Notkun á nýju plasti mun minnka um 530 tonn á ári á Íslandi. • Kolefnisfótspor Coca-Cola á Íslandi vegna plastflaskna minnkar um 44%. Allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir verða úr 100% endurunnu plasti (rPET) frá og með fyrsta ársfjórðungi, 2021. Bænda 14. janúar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.