Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 48

Bændablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202048 Í þessari hundruðustu og fyrstu grein um helstu nytjaplöntur heims er ætlunin að breyta aðeins til. Í stað þess að fjalla um eina tegund verður efni fyrri greina dregið saman að hluta og fjallað um flutning planta milli staða og hvaða áhrif slíkt hefur haft. Með ræktun og landbúnaði hefur mannkynið breytt yfirborði jarðar og í dag eru um 12% af nýtanlegu þurrlendi á yfirborði jarðar notað til matjurtaframleiðslu og 22% sem beitiland. Nýtingarhlutfall lands til landbúnaðar er misjafnt eftir heims- álfum og löndum. Uppruni og náttúruleg útbreiðsla plantna Allar plöntur eiga sér upprunastað þar sem þær vaxa og dafna við náttúrulegar aðstæður og lang- flestar plöntur eru fastar í jörðinni og því lítið á ferð. Náttúruleg út- breiðsla gróðurs er því bundin við að fræ eða plöntuhlutar berist milli staða með vindi, vatni, fuglum eða öðrum dýrum. Létt fræ geta borist langar leiðir með vindi og til að auka möguleika sína hafa fræ, eins og fífla, þróað með sér svif- hár. Fuglar sem borða aldin og ekki síst ber skíta fræjunum mislangt frá móðurplöntunni og skilja þau eftir í áburðarhrauk. Fræ með krókum festast í feld grasbíta og annarra dýra og berast með þeim þar til þau falla af. Auk þess sem fræ geta borist langar leiðir með straumvatni og milli heimsálfa með hafstraumum. Plöntuhlutar sem brotna af, eins og greinar, geta einnig skotið rótum en það gerist sjaldnast langt frá móð- urplöntunni. Engin lífvera kemst nálægt því að vera jafn afkastamikil og maðurinn við að flytja plöntur á milli staða og dreifa þeim um heiminn. Ræktun og reynsla Plöntur eru undirstaða lífs allra dýra á jörðinni. Ekki eingöngu vegna þess að þær eru undirstöðufæða heldur einnig vegna þess að þær fram- leiða súrefni sem öllum lífverum er nauðsynlegt. Forverar manna söfn- uðu plöntum í náttúrunni til átu en landbúnaðarbyltingin grundvallaðist á því að menn fóru að rækta korn og í kjölfar þess hófst myndun borga, verkaskipting varð möguleg vegna umfram fæðu og nútímamenning varð til. Einhvers staðar segir að maður- inn hafa lært að þekkja ætar plöntur frá óætum með því að fylgjast með fæðuvali grasbíta. Ósennilegt er að fullyrðingin sé rétt og mun líklegra að maðurinn hafa lært að þekkja ætar plöntur samfara þróun. Smám saman með aukinni ræktun hefur mannin- um tekist að auka uppskeruna með kynbótum og í seinni tíð með aukinni tækni og erfðabreytingum. Plöntur eru órjúfanlegur hluti af menningunni og líklega helsti drif- kraftur hennar. Með aukinni ræktun hefur dreg- ið úr líffræðilegri fjölbreytni, bæði hvað varðar plöntur og dýr. Plöntur í ræktun verða sífellt einsleitari og svokallaður „monocultur“ þar sem ein tegund af sama yrki er ræktuð á stóru svæði eða svæðum algengari. Þess konar ræktun hefur leitt til þess að flóra heimsins verður æ fábrotnari og plöntutegundum í útrýmingarhættu eða teljast aldauðar fjölgar með hverju árinu. Reykelsistré, bambus og bananar Elsta ritaða frásögn um flutning plantna milli staða í einhverjum mæli er að finna í myndletri frá Egyptalandi frá um 1500 fyrir Krist. Þar segir frá því að egypska drottningin Hatshepsut, uppi 1507 til 1458, sem var annar kvenfaraó sem sögur fara af og sögð fremst hefðarkvenna í sinni tíð hafi látið sækja fjölda ilmtrjáa um langan veg og gróðursetja við höll sína nærri Luxor. Sagan, sem er að finna á egyp- skri veggmynd, segir að Hatshepsut hafi sent flota fimm skipa, sjötíu feta löng, með 210 manna áhöfn auk fjölda minni fylgdarskipa út á Rauðahaf og til landsins Punt sem er suðurhluti Eritreu eða Eþíópíu í dag. Tilgangurinn var að sækja 31 stór reykelsistré, Boswellia sacra, eða frankincense eins og tegundin kallast á ensku. Leiðangurinn tók tvö ár og til að hægt væri að flytja trén þurfti að grafa þau varlega upp HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Plöntur á ferð og flugi Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Uppruni helstu nytjaplantna heims. Mynd / blog.ciat.cgiar.org/origin-of-crops 101 Reykelsistré, Boswellia sacra, í eyðimörk. Pyntingar og limlestingar þóttu sjálfsagaðar á Banda-eyjum til að auka uppskeru á múskati.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.