Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 51

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 51 Prófanir Skógræktarinnar og fjarkönnunar fyrirtækisins Svarma á notkun dróna með LiDAR-tækni til skógmælinga lofar góðu. Ljóst er að tæknin getur nýst vel við að meta lífmassa í skógi og þar með kolefnisbindingu. Gögnin sem mælingarnar gefa sýna til dæmis hæð einstakra trjáa í skóginum með nokkurra sentímetra nákvæmni. Frá þessu er sagt í nýju myndbandi sem Skógræktin hefur gefið út. Í tilkynning frá Skógræktinni segir að grisjunarþörf í íslenskum skógum fari vaxandi og það þurfi að bregðast við því með nýjustu þekkingu og tækni. Liður í þeirri viðleitni var verkefni sem naut styrks úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Bornar voru saman niðurstöður úr LiDAR- drónamyndatökum og hefðbundnum skógmælingum. Aðferð til að lækka kostnað Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að lækka kostnað við skógmælingar sem eru dýr og tímafrekur þáttur í úttektum á skógum. Gerðar voru athuganir og tilraunir á þremur skógarjörðum í Fljótsdalshreppi á Héraði, Brekkugerði, Brekkugerðishúsum og Geitagerði. Þessar jarðir urðu fyrir valinu vegna þess að á þessu tiltölulega afmarkaða svæði er að finna skóga á aldursbilinu 15 til 50 ára gamla. Flygildi, sem er dróni í daglegu tali, má nota við margs konar mælingar. Í verkefninu var settur svokallaður LiDAR-skanni á dróna sem sendir út leysigeisla og mælir 100.000 punkta á hverri sekúndu. Með þeim upplýsingum sem safnast er hægt að búa til hæðar- og landlíkan í þrívídd. Þá má nota áfasta myndavél til að lita svokallað punktaský sem skanninn gefur og búa til loftmynd samtímis. Við hefðbundnar skógmælingar eru valdir mælifletir í skóginum þar sem öll tré eru þvermálstré og valin tré hæðarmæld, venjulega hæsta tréð og meðaltréð. Mikil nákvæmni Flóknast í verkefninu var að þróa reiknilíkan sem notað er til að greina punktaskýrið, telja trén, staðsetja þau og finna hæð þeirra. Út frá þeim upplýsingum er svo hægt að áætla lífmassa trjánna í skóginum. Hver punktur á punktaskýinu sýnir hæð yfir jörðu mjög nákvæmlega. Hæð allra trjáa á viðkomandi svæði má því sjá með nokkurra sentímetra nákvæmni. Auðvelt er að fjarlægja gróður og mannvirki á myndunum og sjá landið undir skóginum eins og það væri gróðurlaust. Þessar loftmyndir og hæðarlíkön bæta því miklu við þær upplýsingar sem fást með hefðbundnum skógmælingum. Lofar góðu fyrir framtíð skógmælinga Niðurstöður verkefnisins sýna að LiDAR-mælingarnar koma mjög vel út í samanburði við hefðbundnar skógmælingar á jörðu niðri. Það þýðir að þessi tækni lofar mjög góðu fyrir framtíð skógmælinga á Íslandi. Því miður gekk ekki vel að meta gæði einstakra trjáa með þessum myndum en sérfræðingar Svarma telja að úr því megi bæta. Kosturinn við að nota punktaský sem þessi umfram hefðbundnar mælingar er ekki síst sá að með LiDAR-mælingum er hægt að mæla allan skóginn í heild í stað afmarkaðra mæliflata sem valdir eru af handahófi. Í rannsókninni var augljóst að þessi tækni gefur mjög nákvæmar upplýsingar um fjölda og hæð trjáa sem stóðust fyllilega samanburð við mælingar á jörðu niðri. Einnig gerir þessi tækni kleift að fá mjög góðan samanburð á skógum frá ári til árs. LiDAR-tæknin getur því nýst mjög vel við að meta lífmassa í skógi og þar með við mat á kolefnisforða. Það þýðir einnig að tæknin getur komið að mjög góðum notum við mat á kolefnisbindingu í skógum og skýrslugerð vegna loftslagsbókhalds Íslands. En til þess að svo megi verða þarf að gera frekari rannsóknir og prófanir á tækninni og þeim niðurstöðum sem hún gefur. Myndband um verkefnið Í myndbandi sem Skógræktin hefur gefið út um verkefnið segja þeir Björn Traustason, landfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar og verkefnisstjóri í rannsókninni, og Lárus Heiðarsson skógræktarráðgjafi frá verkefninu og kostum tækninnar fyrir skógmælingar á Íslandi. Einnig koma fram tveir starfsmenn Svarma, Tryggvi Stefánsson, tæknistjóri og stofnandi, og Sydney Gunnarsson aðgerðastjóri sem lýsa tæknilegri hlið verkefnisins. Um myndbandsgerðina sá Hlynur Gauti Sigurðsson. /VH LiDAR-tækni lofar góðu: Tæknibylting í skógmælingum NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL ÞESS AÐ HUGA AÐ PÖNTUN Á TÆKJUM Í VORVERKIN. AMAZONE býður upp á breiða línu af áburðardreifurum, pinnatæturum, sáningsvélum, diskaherfum, plógum og úðunartækjum. REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Flóamannabók I og II Saga Hraungerðishrepps í Flóa með ítarlegum upplýsingum um búsetu fólks í sveitinni og börn þeirra frá 1800 til 2020, samtals 654 ævisögur. Myndir af öllum sem til náðist og bæjum og mannlífi sveitarinnar, margar í lit. Bókin er samtals 1.046 bls. og þar er einnig skráð saga sveitarinnar, helstu félaga, skólans og kirkna að ógleymdri Flóaáveitunni. Bókin er lifandi saga fólksins sem hefur búið og býr í Hraungerðishreppi. Fæst í Bókakaffinu Selfossi og Reykjavík. Einnig hjá höfundi, Jóni M. Ívarssyni, s. 861-6678, jonmivars@gmail.com. Nánari upplýsingar á vefsíðunni Flóamannabók. Séð verður um að koma bókinni til kaupenda. SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Prófanir Skógræktarinnar og fjarkönnunar fyrirtækisins Svarma á notkun dróna með LiDAR-tækni til skógmælinga lofar góðu. Gleðileg jól Bænda 14. janúar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.