Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202054 BÆKUR& MENNING Sláturfélagið Örlygur – þættir úr sögu samvinnufélags er heiti nýrrar bókar eftir Sigurjón Bjarnason. Bókina tileinkar höfundur minningu ömmu sinnar og afa, Ólafíu Magnúsdóttur og Sigurbjörns Guðjónssonar. Útgefandi er Snotrta ehf., en Leturprent annaðist prentun bókarinnar. Í vesturhluta Rauðasands­ hrepps starfaði lítið kaupfélag, Sláturfélagið Örlygur, á miðhluta síðustu aldar. Það hóf starfsemi á kreppuárunum en sjálfstæðri starfsemi lauk árið 1983. Í bókinni koma fram merkilegar heimildir úr byggðasögunni á sunnanverðum Vestfjörðum um miðbik síðustu aldar og fylgir þeirri umfjöllun fjöldi merkilegra ljósmynda. Dreifbýli átti undir högg að sækja Í aðfaraorðum bókarinnar segir höf­ undur m.a.: „Við erum stödd þar sem Ísland teygir sig lengst í vestur. Það fækkar í sveitum og atvinnubylting breytir högum fólks. Þeir sem áður stunduðu að miklu leyti sjálfsþurftarbúskap til sjós og lands urðu nú að fylgja straumnum, enda bauð nýi tíminn upp á lífsgæði og afkomu sem ekki hafði áður þekkst. Tækifærin voru í þéttbýli. Dreifbýli átti undir högg að sækja. En nokkrir sátu sem fastast og þó sjósókn væri liðin tíð var landið gjöfult og verkmenning í betra lagi. Markmiðið var að skila arfi kynslóð­ anna til þeirrar næstu í betra ástandi en hann var þegar við var tekið. Sláturfélagið Örlygur var eitt af þeim tækjum sem stofnað var til svo að lífið í dreifbýlinu gæti orðið bæri­ legra. Þangað beindu menn viðskipt­ um sínum í, bæði við sölu afurða og innkaup nauðsynjavöru. Slík félags­ stofnun var nauðsynleg hagræðing til að tryggja byggð á þessum slóðum sem má nefna útkjálka. Til að setja málið í samhengi er í riti þessu vikið að forsögunni og samvinnufélagsforminu sem um árabil var talin farsælasta leið til þess að efla atvinnu­ og menningarlíf í dreifðum byggðum. Þá er í viðauka teknar upp nokkrar greinar sem rit­ aðar voru af samtímamönnum og lýsa vel andrúmsloftinu sem ríkti á velmektarárum samvinnuhreyfingar­ innará Íslandi. Allnokkuð er síðan Samband íslenskra samvinnufélaga lagði niður starfsemi sína og ennþá hefur enginn sagnfræðingur lagt í þá vinnu að gera grein fyrir sögu þessarra öflugu sam­ taka, sem á tímabili settu mark sitt á allt atvinnulíf utan höfuðborgar­ svæðisins, en urðu „undir lokin að sjálfstæðu viðskiptalegu skrímsli sem varð sjálfu sér að fjörtjóni“, svo vitnað sé beint til orða Valdimars Össurarsonar í ágætum kafla hans í bókinni. Sláturfélagið Örlygur var örlítill angi af þessu mikla veldi og naut stuðnings þess á mörgum sviðum. Það breytti ekki því að starf S.Ö. snerist fyrst og síðast um hag heima­ fólks í þeim hluta Rauðasandshrepps sem nær lengst í vestur. Þrátt fyrir mikinn þrýsting nágranna og heildarsamtaka sáu félagsmenn Örlygs sér aldrei hag í því að sameinast öðrum samb­ ærilegum félögum í nágranna­ byggðum. Réðu þar miklu langar flutningsvegalengdir og þokka­ leg fjárhagsstaða, þó að einingin væri aldrei stór. Endalokin urðu þó samruni við Kaupfélag Vestur­ Barðastrandasýslu, enda sýndust þá önnur sund lokuð.“ Í Útvíkum, Örlygshöfn og nálægum bæjum Félagssvæðið markaðist af Útvíkum, Örlygshöfn og nálægum bæjum og félagið naut þess að þarna áttu heima bændur, sem sáu hag sinn í að beita samtakamættinum um leið og þeir hugsuðu sjálfstætt hver um sig. Félagið starfaði af allmiklum krafti mest allan tímann og fyrir utan smæð sína gæti það talist góður sam­ nefnari fyrir venjulegt kaupfélag, en þau settu mark sitt á atvinnulíf lands­ manna á þessum árum, einkum utan höfuðborgarsvæðisins. Til þessa hefur fátt eitt komið út um sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi þó að einstök félög hafi feng­ ið skráð sögu sína á bók. Nýjast og merkast má telja fjögurra binda verk Guðjóns Friðrikssonar, „Samvinna á Suðurlandi“. Stórveldið Samband íslenskra samvinnufélaga liggur hins vegar enn óbætt hjá garði, og hlýtur það að verða verkefni sagnfræðinga að gefa því gaum þó síðar verði. Sláturfélagið Örlygur nýtur þess að frumheimildir hafa varðveist nokkuð vel og byggir bókin því að talsverðu leyti á samtímaheimild­ um, en einnig á góðu minni manna sem enn lifa og störfuðu á vegum þess. Í fyrstu snerist barátta forystu­ manna Örlygs um að fá inngöngu í S.Í.S., sem tókst ekki fyrr en árið 1944. Síðar kom að því að endurnýja þurfti sláturhúsið. Það tókst þrátt fyrir andstöðu flestra eða allra í „kerfinu“ og mátti sigurinn þakka þrautseigju félagsmanna, stjórn­ kænsku oddvitans og síðast en ekki síst elju þeirra sem undirbjuggu og stjórnuðu verkinu. Þar var ekkert gefið eftir fyrr en í fulla hnefana. Líka var fjárhagur félagsins tiltölu­ lega sterkur þrátt fyrir fámennið. Þeim fækkar óðum sem muna „Gjögrabúð“ í Örlygshöfn og lífið í kringum slátrun á Gjögrum. Bókin er því góð upprifjun fyrir þá sem enn muna þá tíma, en jafnframt gluggi inn í fortíðina fyrir þá sem yngri eru en vilja forvitnast um fortíðina í þessari afskekktu sveit þar sem fólksfækkunin lagði loksins dauða hönd yfir allt félagslíf fyrir lok síð­ ustu aldar. Útgáfa bókarinnar hefur notið góðs stuðnings Sögufélags Barða­ strandarsýslu, Vesturbyggðar og Odda á Patreksfirði auk nokkurra einstaklinga sem stutt hafa verk­ efnið með fjárframlagi eða mik­ ilvægri aðstoð við heimilda­ og myndaleit. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi og mun ekki verða fáanleg í búðum en hægt er að panta hana í netfang sigurjon@bokstafur.is. /HKr. Samvinnufélag í hálfri sveit Á rið1931 hinn 20. apríl voru mættir á fund í Kollsvík Sigurbjörn Guðjónsson í Hænuvík sem fundarboðandi, flestir búendur í Kollsvík og Hafliði Halldórsson á Hvallátrum. Verkefni fundarins var að ræða og leita undirtekta manna um byggingu sláturhúss á Gjögrum. Sögusvið bókarinnar. Fundarstaður stofnfundar félagsins 1931. Íbúðarhúsið í Kollsvík var byggt 1924 samkvæmt fasteignamati. Eigandi myndar / Ljósmyndasafn Vestur-Barðastrandarsýslu. Eftir sauðfjárslátrun var tekið til við nautaslátrun. Hér sjást Valur í Kvígindisdal og Ingvar í Kollsvík með vænan bola á milli sín. Mynd / (líklega) Ólafur Kr.Sveinsson Kristinn Ólafsson í Hænuvík (Kitti póstur) var ómissandi við að sundra innyflum. Helgi Árnason frá Neðri-Tungu við innanúrtöku. Mynd / Guðmundur Friðgeirsson Sláturhúsið hálfbyggt og gamla húsið í notkun sem gæruskúr o.fl. Garnaskúr- inn í kverkinni nær, en undir hann rann lækurinn. Báturinn til hægri hét Reynir og var í eigu Marinós og Halldórs (Dóra) í Efri-Tungu. (Heimild: Guðjón Bjarnason.) Mynd / Hannes Pálsson LÍF& STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.