Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 62

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202062 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Þrjátíu og ein hryssa hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2020: Aldrei fyrr hafa jafn margar hryssur hlotið heiðursverðlaun á einu ári Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslenska hestinn var reiknað eftir alla kynbótadóma ársins í byrjun október og birt í WorldFeng. Þar kom í ljós að 31 hryssa á Íslandi hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Aldrei fyrr hafa jafn margar hryssur hlotið slík verðlaun á einu ári en skýringuna er helst að finna í breyttum útreikningi á kynbótamati. Til að hljóta verðlaunin þarf hryssa að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati ýmist fyrir aðaleinkunn eða fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Af heiðursverðlaunahryssum í ár eru 6 sem ná viðmiðinu fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssnanna fer eftir kynbótamati fyrir aðaleinkunn, ekki eftir kynbótamati fyrir aðaleinkunn án skeiðs. Séu hryssur jafnar að stigum ræðst röðun þeirra af aukastöfum kynbótamatsins. Kynbótamatið byggir sem fyrr á dómum frá kynbótasýningum. Magn upplýsinga (dóma) og gæði þeirra hefur áhrif á endanlega niðurstöðu og má segja að kynbótamatið byggi á 3 upplýsingabrunnum: frá ætterni, eigin frammistöðu og svo frammistöðu afkvæma. Eftir því sem meiri upplýsingar liggja að baki eykst öryggi matsins. Í raun má segja að kynbótamat sem byggir aðeins á upplýsingum frá ætterni sé kynbótaspá um líklegt kynbótagildi einstaklings. Þegar eigin dómur bætist við endurspeglar kynbótamatið kynbótagildi einstaklingsins af meira öryggi. Dómur er þó alltaf samspil erfða og umhverfis og mjög jákvæð umhverfisáhrif geta vegið upp takmarkaða erfðagetu og svo öfugt. Dómar afkvæma gefa verðmætar upplýsingar. Fjöldi dóma afkvæma vega endurtekið inn í matið og auka ekki aðeins öryggi þess heldur fara að vega meira en ætternisdómar og eigin dómur þegar vissum fjölda er náð, viðmiðið er 5 eða fleiri. Dómar afkvæmanna endurspegla enn frekar kynbótagildi einstaklinga til framræktunar, þar sem gæði erfðanna sem hross gefa til afkvæma sinna skýrast. Það er gríðarlega mikilvægt að sem flest afkvæmi, sér í lagi hlutfallslega, skili sér í dóm og það er ástæða þess að nýr eiginleiki var tekinn inn í útreikninga kynbótamatsins, mæting til dóms. Það var þó ekki eina breytingin sem gerð var á útreikningunum í byrjun árs en þær voru eftirfarandi: • Nýtt kynbótamat er byggt á nýjum vægisstuðlum eiginleikanna • Nýtt kynbótamat er byggt á endurmetnum erfðastuðlum • Kynbótamat fyrir hægt stökk • Mæting til dóms – hlutfall sýndra dætra • Endurbót á kynbótamati fyrir skeið • Kynbótamat á aðaleinkunn án skeiðs • Afkvæmaverðlaun – afkvæmahross eru einnig verðlaunuð á grundvelli aðaleinkunnar án skeiðs. Eins og áður segir hljóta sex hryssur viðurkenningu fyrir afkvæmi í ár byggt á kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs og má segja að það auki á fjölbreytileika dýrmætra hestgerða sem hljóta afkvæmaverðlaun. Útreikningar á kynbótamati fyrir skeið voru endurbættir og þar með leiðréttir á þann hátt að nú er tekið tillit til arfgerðagreiningar fyrir gangráðinum, en mögulegt er að hross beri arfgerðirnar AA, CA og CC. Nokkrar hryssur í heiðursverðlaunahópnum eru arfgerðagreindar CA og hafa því ekki forsendu til að skeiða sjálfar en geta samt sem áður erft frá sér skeiðgetu. Almennt er talið að CA arfgerðin hafi jákvæð áhrif á gæði grunngangtegunda og má sjá það glöggt á niðurstöðum kynbótamatsins. En auk þess má greina jákvæð og réttmæt áhrif frá þessum endurbótum á kynbótamat fyrir skeið og heildarniðurstöðuna t.d. hjá Happadís frá Stangarholti sem er örgerfagreind CA. Hún hefur jafnhátt kynbótamat fyrir aðaleinkunn og fyrir aðaleinkunn án skeiðs eða 127 stig, enda gefur hún bæði úrvalsalhliðahross og klárhross með tölti. Nýr útreikningur með mætinagreiginleika skýrir að mestu leyti aukinn fjölda Tilkoma nýs mætingareiginleika í útreikninga kynbótamatsins skýrir þó einna helst aukinn fjölda hryssna sem hljóta nú viðurkenningu, en nær allar afkvæmahryssurnar í ár hafa hátt hlutfall sýndra dætra og þar af leiðandi hátt kynbótamat fyrir mætingu. Mætingareiginleikinn er tengdur öðrum eiginleikum kynbótamatsins og hefur því jákvæð áhrif á kynbótamat aðaleinkunnanna sé kynbótamat mætingar til dóms hátt. Fjöldi og hlutfall hesta sem hlutu afkvæmaverðlaun úr hverjum árgangi breytist ekki á sama hátt. Í raun má segja að þetta sé mjög jákvæð áhrif á kynbótamat hryssna en líklegt verður þó að telja að þessi mikla aukning í ár endurtaki sig ekki árlega, heldur svar við ákveðinni leiðréttingu á kynbótamati hryssna sem hingað til hefur ekki jafn mikið ráðist af dómum afkvæma líkt og nú er með tilkomu mætingareiginleikans. Þóra frá Prestsbæ er efst heiðursverðlaunahryssna og hlýtur Glettubikarinn Efsta í hópi heiðursverðlauna­ hryssna árið 2020 og þar með Glettubikarhafinn í ár er Þóra frá Prestsbæ undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Þoku frá Hólum, Vafadóttur frá Kýrholti. Báðir foreldar Þóru eru því með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi en Þoka hlaut þau verðlaun árið 2012. Ekki síður áhugavert er að Þóra er 3 ættliður hryssna í röð sem hlýtur Glettubikarinn en amma hennar Þrá frá Hólum hlaut þá viðurkenningu árið 2000. Inga og Ingar Jenssen eru ræktendur og eigendur Þóru. Þóra er með 136 stig í kynbótamatinu og á nú fimm dæmd afkvæmi. 136 stig í kynbótamati er annað hæsta kynbótamat íslenskra hrossa en aðeins 2 aðrar hryssur hafa 137 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og eru þær afkvæmi Þóru líkt hryssan jöfn henni að stigum. Þóra var sjálf mjög vel skapaður gæðingur, var fyrst sýnd fimm vetra og hlaut hæst 8.77 í aðaleinkunn, 9.08 fyrir hæfileika og m.a. 10 fyrir skeið, 9.5 fyrir brokk og vilja og geðslag. Hún stóð hæst hryssna í flokki 7 vetra og eldri á Landsmóti á Vindheimamelum árið 2011. Öll afkvæma hennar hafa hlotið fyrstu verðlaun og er Þrá frá Prestsbæ hæst dæmda afkvæmi hennar en hún er undan Arion frá Eystra­Fróðholti. Systur hennar, Skipting og Álfamær hafa líkt og Þrá allar hlotið yfir 8.60 fyrir hæfileika og yfir 8.50 í aðaleinkunn og eru því jafnt fagurskapaðar sem gæddar góðum kostum líkt og móðir þeirra. Öll afkvæmi Þóru hafa verið sýnd fjögurra eða fimm vetra og erfa því eiginleika móður sinna að að koma fljótt til sem er gríðarlega verðmætur eiginleiki. Kynbótamat Þóru fyrir mætingu til dóms er 130 en allar dætur hennar sem hafa ná sýningaraldri hafa verið sýndar eða 100%. Umsögn um afkvæmi: Afkvæmi Þóru frá Prestsbæ eru í meðallagi að stærð. Höfuðið er þokkalega frítt en eyrun eru stundum fremur löng. Hálsinn er hátt settur og fínlegur við skásetta bóga. Bakið er breitt og sterklegt og lendin er öflug en mætti vera betur gerð. Afkvæmin eru sérstaklega framhá og léttbyggð og með góða fótahæð. Fætur eru traustlega skapaðir með góðum sinaskilum og réttleiki fóta er fremur góður. Hófarnir eru efnistraustir og þau eru prúð á fax og tagl. Afkvæmi Þóru eru skrefmikil, mjúk og lyftingargóð á tölti en brokkið getur verið lint. Vekurðin er úrvalsgóð og stökkið er rúmt og skrefmikið. Fetið er skrefmikið en stundum ójafnt. Þóra gefur framhá og léttbyggð alhliðahross, flugviljug og rúm. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 1 sætið. Happadís frá Stangarholti: Kynbótamat aðaleinkunnar, 127 stig Ræktandi og eigandi: Mette Mannseth Faðir: Hróður frá Refsstöðum Móðir: Þórdís­Stöng frá Stangarholti Umsögn um afkvæmi: Happadís frá Stangarholti gefur meðalstór hross. Höfuðið er skarpt og fínlegt, hálsinn er reistur, langur og fínlegur við háar herðar. Yfirlína í baki er mjög góð og bakið breitt og vöðvafyllt. Samræmið er hlutfallagott með sívölum bol en fótahæð í meðallagi. Fætur eru réttir og prúðir með öflugar sinar. Hófar og prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin er ýmist alhliðageng eða klárhross með tölti. Töltið er takthreint og mjúkt, brokkið rúmt og skrefmikið og skeiðið takthreint og skrefmikið. Stökkið ferðmikið og teygjugott og fetið taktgott. Happadís frá Stangarholti gefur þjál og viljug hross sem fara vel í reið með góðum höfuðburði og fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 2 sætið. Þjóð frá Skagaströnd: Kynbótamat aðaleinkunnar, 127 stig Ræktendur: Þorlákur S Sveinsson og Sveinn I Grímsson Eigandi: Þorlákur S Sveinsson Faðir: Orri frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Sunna frá Akranesi Umsögn um afkvæmi: Þjóð frá Skagaströnd gefur hross í meðallagi að stærð. Höfuð mætti vera fínlegra en eyrun eru vel borin. Hálsinn er mjúkur, bakið er breitt og lendin afar öflug. Fætur hafa öflugar sinar en lítil sinaskil og eru nágengir að aftan. Hófar eru efnisgóðir og vel lagaðir, prúðleiki er í rúmu meðallagi. Þjóð gefur fremur fjölhæf alhliða hross, töltið er takthreint með góðum hreyfingum, brokkið er skrefgott og svifmikið og skeiðið er öruggt. Stökkið mætti vera svifmeira og fetið er taktgott og skrefmikið. Þjóð gefur er þjál, yfirveguð og vel viljug hross sem fara prýðilega í reið. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 3 sætið. Vordís frá Hvolsvelli: Kynbótamat aðaleinkunnar, 126 stig Ræktendur og eigendur: Ásmundur Þór Þórisson og Helga Friðgeirsdóttir Faðir: Orri frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Orka frá Hvolsvelli Umsögn um afkvæmi: Afkvæmi Vordísar eru um meðallag að stærð. Höfuðið er skarpt og þurrt með vel borin og fínleg eyru. Hálsinn er hátt settur, reistur og hvelfdur við háar herðar en mætti vera fínlegri Efsta í hópi heiðursverðlauna hryssna árið 2020 og þar með Glettubikarhafinn í ár er Þóra frá Prestsbæ undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Þoku frá Hólum. Hún er með 136 stig í kynbótamatinu og á nú fimm dæmd afkvæmi. Happadís frá Stangarholti með einu afkvæma sinna. Hún er með 127 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins elsa@rml.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.