Bændablaðið - 17.12.2020, Page 64

Bændablaðið - 17.12.2020, Page 64
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202064 LÍF&STARF Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Umsögn um afkvæmi: Afkvæmi Hildu eru í meðallagi að stærð. Þau eru fríð á höfuð með fínleg og vel borin eyru. Hálsinn er reistur og mjúkur en ekki fínlegur, baklínan er góð en lendin mætti stundum vera betur löguð. Þau eru fótahá og léttbyggð hross, fótagerðin er þurr en sinaskil mættu vera meiri og fætur eru nágengir að aftan. Hófarnir eru afar efnismiklir og prúðleiki á fax og tagl er mikill. Afkvæmin eru flest alhliðahross. Töltið er taktgott, rúmt og jafnvægisgott og brokkið er taktgott, skrefmikið og öruggt. Skeiðið er rúmt en stundum fjórtaktað og þau eru skrefmikil á stökki og feti. Afkvæmi Hildu eru reiðhestlega byggð mýktar- og rýmishross með ásækinn og þjálan vilja, reist og lyftingargóð. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 16 sætið. Alda frá Brautarholti: Kynbótamat aðaleinkunnar, 118 stig Ræktandi: Snorri Kristjánsson Eigendur: Snorri, Björn og Þrándur Kristjánssynir Faðir: Dynur frá Hvammi Móðir: Askja frá Miðsitju Umsögn um afkvæmi: Alda frá Brautarholti gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi, hálsinn er mjúkur en gætir undirháls. Yfirlína í baki er alla jafna góð og bak og lend vöðvafyllt. Afkvæmin eru fótahá og hlutfallagóð. Fætur eru meðalgóðir, útskeifir að framan og nágengir að aftan. Hófar eru efnismiklir með þykka hæla og prúðleiki er góður. Afkvæmin eru ýmist alhliðageng eða klárhross með tölti. Töltið er taktgott með góðu skrefi og lyftu. Brokkið er skrefmikið og sé skeiðið fyrir hendi er gæði þess í meðallagi. Stökkið er ferðmikið og fetið er taktgott en vantar framtak. Alda frá Brautarholti gefur þjál hross sem fara vel í reið með góðum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 17 sætið. Nótt frá Ármóti: Kynbótamat aðaleinkunnar, 118 stig Ræktendur og eigendur: Hafliði Þ. Halldórsson, og Dan og Josefine Ewert. Faðir: Orri frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Nös frá Þverá í Skíðadal Umsögn um afkvæmi: Nótt frá Ármóti gefur frekar stór hross. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi, hálsinn er mjúkur við háar herðar og skásetta bóga. Yfirlína í baki er yfirleitt góð og samræmið er nokkuð hlutfallagott. Fótagerð er góð, en fætur eru útskeifir að framan og nágengir að aftan. Hófar eru í meðallagi en prúðleiki er ekki góður. Afkvæmin eru að uppistöðu alhliðageng með góðu tölti, brokkið er takthreint og skrefmikið og skeiðgæði í meðallagi. Stökkið er fremur teygjugott og hátt en fetið er skrefstutt. Nótt frá Ármóti gefur þjál hross sem fara vel í reið með góðum höfuðburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 18 sætið. Kyrrð frá Stangarholti: Kynbótamat aðaleinkunnar, 118 stig Ræktandi og eigandi: Mette Camilla Moe Mannseth. Faðir: Suðri frá Holtsmúla - Móðir: Lygna frá Stangarholti Umsögn um afkvæmi: Kyrrð frá Stangarholti gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Höfuðið er fínlegt og skarpt, hálsinn er grannur, reistur og hátt settur við háar herðar. Lendin öflug og jöfn. Samræmið er hlutfallarétt. Fætur eru þurrir og nokkuð réttir. Hófar nokkuð góðir og prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin eru að uppistöðu klárhross með tölti. Töltið er takthreint, hágengt og skrefmikið. Brokkið er skrefmikið svifmikið og lyftingargott. Stökkið er hátt og teygjugott og hæga stökkið úrvalsgott. Fetið taktgott og skrefmikið. Kyrrð frá Stangarholti gefur viljug og þjál hross sem fara afar vel í reið með miklum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 19 sætið. Urður frá Sunnuhvoli: Kynbótamat aðaleinkunnar, 117 stig Ræktandi: Anna Björg Níelsdóttir Eigandi: Sunnuhvoll ehf. Faðir: Þorri frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Saga frá Litlu- Sandvík Umsögn um afkvæmi: Urður frá Sunnuhvoli gefur meðalstór hross. Fríðleiki á höfuð er vel yfir meðallagi, hálsinn er mjög vel gerður með háar herðar. Yfirlína í baki er góð og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallagóð og léttbyggð. Fætur eru ekki öflugir og eru nágengir að framan og aftan. Hófar hafa þykka hæla og hvelfdan botn og prúðleiki er góður. Afkvæmin eru að uppistöðu klárhross með rúmu, skrefmiklu tölti og hæga töltið er gott. Brokkið er rúmt og taktgott, stökkið teygjugott og fetið alla jafna taktgott. Urður frá Sunnuhvoli gefur fasmikil hross sem fara afar vel í reið og eru með ásækin og þjálan vilja. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 20 sætið. Gráhildur frá Selfossi: Kynbótamat aðaleinkunnar, 116 stig Ræktandi og eigandi: Olil Amble Faðir: Randver frá Nýjabæ Móðir: Muska frá Stangarholti Umsögn um afkvæmi: Gráhildur frá Selfossi gefur stór hross. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi, hálsinn er grannur en mætti vera reistari. Bak og lend eru í meðallagi. Afkvæmin eru jafnan fótahá. Fætur hafa öflugar sinar, nágengir að framan en réttir að aftan. Hófar eru efnismiklir og prúðleiki er í rúmu meðallagi. Afkvæmin eru alhliðageng. Tölt og brokk er taktgott og skrefmikið. Skeiðið er skrefmikið en getur verið fjórtakta. Stökkið er gott en gæði hæga stökksins í meðallagi, fetið er taktgott. Gráhildur frá Selfossi gefur viljug og þjál hross sem fara vel í reið. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 21 sætið. Surtsey frá Feti: Kynbótamat aðaleinkunnar, 116 stig Ræktandi: Brynjar Vilmundarson Eigandi: Sveinbjörn Bragason Faðir: Orri frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Smáey frá Feti Umsögn um afkvæmi: Surtsey frá Feti gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuð er fremur skarpt, hálsinn er vel settur við nokkuð háar herðar. Lendin er öflug en breidd baks er misjöfn, afkvæmin eru fótahá, fótagerð er jafnan traust en þó getur vantað upp á sverleika sina Fagráð í hrossarækt tilnefndi alls 13 ræktunarbú til sér­ stakrar viðurkenningar fyrir framúr skarandi rækt un ar ­ árangur á árinu 2020. Heiðurs­ viðurkenninguna rækt unar ­ bú ársins 2020 hlutu Mette Mannseth og Gísli Gíslason á rafrænni ráðstefnu hrossa­ ræktar innar þann 12. desember síðastliðinn en þau kenna hross sín við Þúfur. Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á sýningaárinu 2020. Afmörkun á vali ræktunarbúa miðast þannig við að fyrst eru tilgreind öll hrossaræktarbú sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,00 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Búin sem komast í pottinn verða að ná fjórum hrossum að lágmarki með 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu sem er þá önnur sía á gögnin. Meðaleinkunn er svo reiknuð miðað við leiðréttar aðaleinkunnir en þar er eingöngu horft til hrossa sem ná 8,00 í aðaleinkunn, enn fremur miðast fjöldi sýndra hrossa frá hverju búi við þau hross. Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um. Í meðfylgjandi töflu eru öll búin, 50 að tölu, sem uppfylltu fyrrnefndar lágmarkskröfur árið 2020. Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar aðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa sem ná 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu (en afkvæmahross bæta við fjöldann). Þá er sérstaklega tilgreint í síðasta dálknum ef afkvæmahross leggja til stiga og auka á fjölda hrossa fyrir búið á árinu. Efst í töflunni eru þau þrettán bú sem tilnefnd voru til viðurkenningarinnar í ár í þeim sætum sem útreiknuð stig raðaði þeim í en þar fyrir neðan eru búin sem komust auk þeirra til greina í ár í stafrófsröð. /EA Ræktunarbú Eigendur Mt. A.eink Fjöldi Sæti Þúfur Mette Mannseth og Gísli Gíslason 8,49 14 1 afkv. Ragnheiðarstaðir Helgi Jón Harðarson og fjölskylda 8,50 9 2 afkv. Skipaskagi Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir 8,49 9 3 afkv. Garðshorn, Þelamörk Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius 8,53 5 4 Ketilsstaðir / S-Gegnishólar Bergur Jónsson og Olil Amble 8,39 12 5 afkv. Prestsbær Inga og Ingar Jensen 8,49 6 6 afkv. Hjarðartún Óskar Eyjólfsson 8,45 5 7 Fet Karl Wernersson, Hrossaræktarbúið FET ehf 8,34 16 8 afkv. Torfunes Baldvin Kr. Baldvinsson 8,42 6 9 afkv. Flagbjarnarholt Sveinbjörn Bragason, Þórunn Hannesdóttir, Bragi Guðmundsson 8,43 4 10 Skagaströnd Þorlákur Sigurður Sveinsson og Sveinn Ingi Grímsson 8,36 8 11-13 afkv. Efsta-Sel Daníel Jónsson, Hilmar Sæmundsson og Lóa Dagmar Smáradóttir 8,37 6 11-13 afkv. Efri-Fitjar Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson og fjölskylda 8,39 4 11-13 Akureyri Gunnlaugur Atli Sigfússon 8,31 5 Árbæjarhjáleiga II Kristinn Guðnason, Marjolijn Tiepen og Hekla Katharína Kristinsdóttir 8,33 5 Árbakki Árbakki-hestar, Hinrik Bragason, Hulda Gústafsdóttir og fjölsk. 8,14 4 Ásbrú Vilberg Skúlason 8,20 4 Áskot Jakob S. Þórarinsson, Sigrún Þóroddsdóttir og Arnheiður Rut Auðbergsdóttir 8,07 5 Auðsholtshjáleiga Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda 8,23 9 Austurás Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda 8,31 9 Berg Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir 8,17 5 Brautarholt Björn, Snorri og Þrándur Kristjánssynir 8,20 5 afkv. Dalsholt Sigurður Jensson og Sjöfn Sóley Kolbeins 8,12 4 Eyland Davíð Matthíasson, Rut Skúladóttir og Elmar Sigurðsson 8,31 5 Eystra-Fróðholt Ársæll Jónsson, Anna Fía Finnsdóttir og fjölsk. 8,26 8 Eystri-Hóll Ævar Örn Guðjósson, Sigurður Halldórsson og Halldór Sigurðsson 8,31 5 Fellskot Líney Sigurlaug Kristinsdóttir, Fellskotshestar ehf 8,20 6 afkv. Hafsteinsstaðir Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson og fjölskylda 8,23 5 Heimahagi Jóhann Magnús Ólafsson og Þorbjörg Stefánsdóttir 8,12 4 Hof á Höfðaströnd Lilja Sigurlína Pálmadóttir 8,27 4 Hólaborg Ingimar Baldvinsson, Hólaborg ehf 8,32 6 Hólateigur Herborg Svava Jensdóttir og Kristófer Helgi Pálsson 8,14 4 Horn I Ómar Antonsson, Kristín Gísladóttir og fjölsk. 8,26 5 Íbishóll Magnús Bragi Magnússon og Íbishóll ehf 8,20 11 afkv. Koltursey Elías Þórhallsson og fjölskylda 8,03 4 Litla-Brekka Vignir Sigurðsson og Jónína Garðarsdóttir 8,28 6 afkv. Miðfossar Ármann Ármannsson og Lára Friðbertsdóttir 8,38 4 Rauðalækur Eva Dyröy, Guðmundur Fr. Björgvinsson, Kristján Ríkharðsson 8,26 6 Reykjavík Leó Geir Arnarson 8,17 4 Sauðanes Ágúst Marinó Ágústsson og fjölskylda 8,30 4 Skálakot Guðmundur Jón Viðarsson 8,27 8 afkv. Skrúður Sigfús Kristinn Jónsson og Ragnhildur Guðnadóttir 8,26 6 Stóra-Hof Bæring Sigurbjörnsson og Kolbrún Jónsdóttir 8,34 6 afkv. Strandarhöfuð Auður M. Möller, Guðmundur M. Stefánsson, Strandarhöfuð ehf 8,17 5 Stuðlar Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson 8,35 8 afkv. Tvenna Tvenna ehf 8,11 4 Varmaland Birna M Sigurbjörnsdóttir, Sigurgeir F Þorsteinsson og fjölskylda 8,30 4 Vatnsleysa Björn Friðrik Jónsson, Vatnsleysubúið ehf 8,12 6 afkv. Ytra-Vallholt Vallholt ehf 8,26 4 Þjórsárbakki Haraldur Þorgeirsson, Þjórsárbakki ehf 8,14 4 Heiðursviðurkenninguna rækt unar bú ársins 2020 hlutu Mette Mannseth og Gísli Gíslason á rafrænni ráðstefnu hrossa ræktarinnar þann 12. desember síðastliðinn en þau kenna hross sín við Þúfur. Ræktunarbú ársins 2020 Vordís frá Hvolsvelli með 126 stig í kynbótamati aðaleinkunnar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.