Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 68

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 68
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202068 Ýmiss konar mengun af manna­ völdum hefur margvísleg skaðleg áhrif á náttúruna svo stórsér á umhverfi okkar og lífríki. Að sumu leyti er þar um langvinn áhrif að ræða. Þar á meðal eru óæskileg áhrif á loftslag. Margir vísindamenn telja að þessi áhrif valdi hlýnun jarðar, sem síðan hafi óæskileg áhrif á allt lífríkið, þar á meðal lífsskilyrði mannsins sjálfs. Með auknum umsvifum mannsins um alla jarðarkringluna hefur mengun stóraukist síðustu áratugi. Samstaða um aðgerðir Til að stemma stigu við óæski­ legum áhrifum mengunar hafa þjóðir heims leitast við að ná samstöðu um aðgerðir. Með Parísarsamkomulaginu gangast samningsaðilar undir þá skyldu að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að því leyti er við sjálfan hagvöxtinn að etja og erfitt um vik með skjótvirkar aðgerðir. Einnig má binda þessar lofttegundir í jarðvegi eða skógi til þess að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á loftslag. Kaup á losunarheimildum Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og aukning hennar leiðir til þess að við uppfyllum ekki alþjóðlegar skuldbindingar okkar samkvæmt Kýótó bókuninni, á því tímabili sem lýkur nú um næstu áramót. Þar kennir umhverfisráðherra fyrri stjórnum um, en hefst ekki að sjálfur. Útlit er fyrir að við þurfum að kaupa losunarheimildir og kostnaður við það talinn hlaupa á milljörðum króna. Mikil óvissa virðist vera um hver sá kostnaður verði og afhjúpar sú staðreynd hversu ógagnsætt stjórnkerfið er þegar kemur að loftslagsmálum. Sú spurning er til að mynda áleitin hvert allt þetta fé, sem greiða á fyrir losunarheimildir, muni renna. Aðgerðir ekki sama og árangur Fjárframlög til loftslagsmála hér á landi hafa að sögn áttfaldast í tíð núverandi ríkisstjórnar og einnig stæra þau sig af aukningu til umhverfismála almennt. En hvert rennur þetta aukna fjármagn? Það dylst engum að stjórnkerfið í þessum málaflokki hefur bólgnað út. Aðgerðir snúast um hugsjónir og sleipihugtök eins og vistheimt, sem virðist vera annað orð yfir að gera helst ekki neitt. Það nýjasta er að hver fleyta er dregin á flot til að friða miðhálendið, þrátt fyrir að ekki hafi enn tekist að draga lærdóm af þeim ágöllum sem hafa verið á framkvæmd í hinum víðfeðma Vatnajökulsþjóðgarði. Skaðlegur kolefnisskattur Þá hyggst ríkisstjórnin leysa loftslagsmálin mestmegnis með skattlagningu. Neyðarlendingin er oft skattar þegar menn sjá ekki lausnir eða þora ekki að taka ákvarðanir. Kolefnisgjaldið er þar gott dæmi Gjaldið leggst á eldsneyti og hefur verið hækkað reglulega í tíð núverandi ríkisstjórnar og hækkar enn eftir áramótin. Stjórnvöld viðurkenna að ekkert sé vitað hvort skatturinn hafi yfir höfuð nokkur áhrif til minnkunar á útblæstri óæskilegra gróðurhúsalofttegunda. Tekjur renna að mestu í óskyld verkefni. Þar ofan á hefur Hagfræðistofnun HÍ staðfest að gjaldið kemur harðast niður á þeim lægst launuðu og hefur neikvæð áhrif á atvinnusköpun. En græna útlitið skiptir auðvitað öllu, árangur litlu. Lítil aukning í skógrækt Vinstri menn hafa staðið við stjórn völinn í umhverfismálum hér í þrjú ár. Ætla mætti að kolefnisbinding, sem ein af lausnunum í loftslagsmálum væri komin vel á veg. En hver er raunin? Hvað varðar skógrækt þá hefur hún nánast staðið í stað síðasta áratug, eftir mikinn samdrátt eftir hrun. Hin litla aukning í skógrækt í tíð Vinstri grænna hefur aðallega verið í birki, sem bindur einungis brot af því sem afkastamestu trjátegundirnar gera. Þær tegundir hafa sannað sig og hafa getu til að vaxa bæði hratt og vel við íslenskar aðstæður. Skógrækt árangursríkasta aðferðin Skógrækt er vísindalega viður­ kennd sem ein allra áhrifa ríkasta leiðin til kolefnisbindingar. Þjóðir heims horfa mjög til þess að með ræktun nýrra skóga náist að hamla með umtalsverðum hætti á móti áhrifum af kolefnislosun, sem víða er enn í vexti. Ekki síður er nýskógrækt hugsuð til að vinna á móti vaxandi skógareyðingu víða um heim. Þær þjóðir sem gengið hafa hvað lengst í þessum efnum horfa einnig til þess að í framtíðinni munu íbúar njóta afurða þessara skóga. Fjórföldun skógræktar Í haust mælti ég á Alþingi fyrir tillögu til þingsályktunar um fjórföldun skógræktar með kolefnisbindingu fyrir augum. Stóraukin skógrækt hefur fjölmarga kosti. Hún rennir styrkari stoðum undir atvinnu til lengri og skemmri tíma og eflir landsbyggðina. Skógrækt sparar gjaldeyri, bæði hvað varðar loftslagssektir og innflutning á timbri í framtíðinni og minnkar útblástur í flutningum, eykur búsæld í sveitum og styður við hefðbundinn landbúnað. Tími er kominn til að hætta að fjölga störfum í stofnunum og ráðuneytum en láta þess í stað hendur standa fram úr ermum og græða upp skóga í þágu komandi kynslóða. Hagstæð skilyrði Við búum svo vel að eiga nægt land og þar að auki mikil landflæmi sem ekki eru nýtt, bæði auðnir og eyðisanda. Fyrir hundrað árum trúðu fáir því að hér gætu þrifist gróskumiklir skógar. Það hefur nú verið afsannað rækilega. Ágæt skilyrði eru til þess að við getum verið sjálfum okkur nóg um flest allt sem viðkemur skógarafurðum. Að auki getum við lagt heilmikið af mörkum til að bæta fyrir umgengni okkar við náttúruna með því að eftirláta nýjum skógum að binda meira af óæskilegum gróðurhúsalofttegundum. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is Eflaust hefur ekki farið fram hjá neinum orð hátt­ virts forseta Alþingis í ræðu þegar frumvarp um hálendis­ þjóð garð var lagt fram. Sú and staða við þjóðgarðinn frá „örlitlumgrenjandi­ minnihluta“ er fyrir mörgum; andstæða sem á sér langa forsögu. Þjóðlendur ríkisins af mörgum talinn þjófnaður Forsagan er löng og frekar neikvæð fyrir ríkið. Við stofnun þjóðgarða hefur ýmsu verið lofað til heimamanna og nágrennis, en fljótlega hafa komið svik af hálfu ríkisins á undirskrifuðum samningum samanber samningur við sveitarstjórnir um að þjóðgarður verði ekki girtur af, ref haldið í skefjum og umferð ekki skert um þjóðgarð á þeim vegslóðum sem um þjóðgarðinn lágu (þarna er verið að vísa til þjóðgarðsins í Hljóðaklettum). Ofverndun á ref (samanber á friðlandi á Hornströndum og í Snæfellsnesþjóðgarði) er að ganga frá öllu fuglalífi á þessum stöðum, hefði haldið að hluti af náttúrufegurð væri fuglasöngur og fuglalíf. Þegar Vatnajökulsþjóðgarður var settur á stóð til að hann yrði stærri, en þar sem að landeigendur töldu ríkið hafa tekið af sér land sem þeir áttu vildu landeigendur sunnan jökuls ekki semja. Það kom ekki til greina að semja við þjófa. Það er ósköp eðlilegt að andstæða sé mikil og grátlegt að þjóðgarðar byggist upp á „stolnu“ landi. Frumvarpinu „breytt“ fyrir sveitarfélögin Þegar fyrsta umræða um þenn an hálendisþjóðgarð kom fram myndaðist strax and­ staða sveitarfélaga um að skipulagsvald þeirra væri afnumið innan þjóðgarðsins. Síðar í ferlinu var sagt að búið væri að breyta þessu og að skipulagið væri áfram á þeirra hendi, en þetta er lygi: Samkvæmt lögum sem sett voru um þjóðlendur 1998 um nýtingu þeirra og í stefnu ríkisins frá 2016 og lagabreytingu frá 2019. Samkvæmt þessum lögum er verið að ljúga að sveitarstjórnum því að lögin eru þeim í óhag, þjóðlendum er stjórnað af ríkinu og virðist við lestur laga að þar stjórni ríkið eitt en ekki sveitarfélög. Þegar frumvarpið er lesið yfir er þar að finna margar setningar sem gefur umhverfisráðherra „alræðisvald í anda einræðisherra“, ekki vænlegt fyrir þjóð sem telur sig vera þjóð lýðræðis. Hugsanlega verður góðu samstarfi fórnað Félagasamtök á borð við 4x4, Skotvís, LÍV og fleiri hafa gert góða hluti fyrir hálendið samanber umhverfisáróður við utanvegaakstri, stikumerkingar slóða og endurbyggingar á vegum og brúm í sjálfboðavinnu. Að leggja fram frumvarp í svona mikilli andstöðu við þessi félög væri óráð og missa hugsanlega þetta vinnuafl og þeirra áróður sem hefur gefið góða raun. Þess vegna mótmæli ég stofnun hálendisþjóðgarðs. Hann virðist stefna í að færa gríðarleg völd yfir stórum hluta landsins í fárra hendur í nafni náttúruverndar. Við höfum í dag lög og reglur um náttúruvernd og akstur um landið sem virka ágætlega. Væri ekki nær að reka þá þjóðgarða sem fyrir eru vel áður en bætt er við? Í mörg ár hefur gagnrýni á rekstri þjóðgarða verið áberandi, slæmt aðgengi, léleg þjónusta, boð og bönn af ýmsu tagi. Skrifaðar hafa verið ófáar greinar um málefni eins og salernismál, göngustíga, merkingar á vegum og lokanir vega og stíga. Sjálfur hef ég verið pistlahöfundur hér í Bændablaðinu þar sem ég hef skrifað um ásýnd og öryggismál. Oftar en einu sinni hef ég lastað þjóðgarða út af öryggi og ásýnd og mun gera áfram sjái ég ástæðu til. Samkvæmt opinberum fundargerðum og ársskýrslum hafa þjóðgarðar verið reknir með halla og óhagstæður rekstur þeirra kallar á niðurskurð. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, mikils halla á fjárlögum og andstæðu við frumvarpið væri það vænlegast fyrir þjóðina að fresta þessu frumvarpi í að minnsta kosti um nokkur ár og byrja á að reka þá þjóðgarða sem fyrir eru með reisn áður en við stofnum fleiri þjóðgarða og hlusta einu sinni á #örlítinngrenjandiminnihluta. Hjörtur L. Jónsson LESENDABÁS #örlítillgrenjandiminnihluti Hjörtur L. Jónsson. Félagasamtök á borð við 4x4, Skotvís, LÍV og fleiri hafa gert góða hluti fyrir hálendið samanber umhverfisáróður við utanvegaakstri, stikumerkingar slóða og endurbyggingar á vegum og brúm í sjálfboðavinnu. Að leggja fram frumvarp í svona mikilli andstöðu við þessi félög væri óráð og missa hugsanlega þetta vinnuafl og þeirra áróður sem hefur gefið góða raun. Skógrækt í þágu betra loftslags Skógrækt sparar gjaldeyri, bæði hvað varðar loftslagssektir og innflutning á timbri í framtíðinni og minnkar útblástur í flutningum, eykur búsæld í sveitum og styður við hefðbundinn landbúnað. Karl Gauti Hjaltason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.