Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 72

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 72
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202072 Í kringum síðustu aldamót fór Landbúnaðarháskólinn af stað með námskeið sem fjallaði um fjósbyggingar og hvernig mætti byggja nýja gerð af fjósum hér á landi líkt og þá var þekkt erlendis. Á þessum tíma voru í kringum 95% fjósanna á Íslandi hefðbundin básafjós og snerist þetta námskeið, sem varð afar vinsælt og var haldið um allt land, um það að til væru aðrar og betri lausnir en að hafa kýr bundnar á bása. Nú, rúmum 20 árum síðar, er staðan á Íslandi orðin gjörbreytt og algengasta fjósgerðin er einmitt sú lausagöngufjósgerð sem verið var að hampa á námskeiðunum á sínum tíma. En ef farið væri af stað með sambærilegt námskeið í dag og það fengi sama titil hver yrði þá boðskapur fyrirlesaranna? Líklegt er að megin áherslan væri lögð á annars vegar dýravelferðarþætti og hins vegar að kynna fyrir þátttakendum það úrval af sjálfvirkni og tækninýjungum sem þegar eru til í dag en hafa e.t.v. ekki náð fótfestu á Íslandi enn sem komið er. Öll þessi tækni sem er til í dag gera kúabændum dagsins í dag og framtíðarinnar mögulegt að auka afköst búa sinna til muna miðað við það sem áður var. Í raun er í dag hægt að tala um starfræn kúabú, þ.e. kúabændur sem byggja bú með allri nútíma tækni dagsins í dag geta mikið til stýrt búum sínum byggt á stafrænum upplýsingum. Sjálfvirk mjaltatækni Í dag er notkun á mjaltaþjónum á Íslandi orðin afar algeng og hentar vel fyrir þá bústærð sem er hér á landi en þessi tækni hefur ekki náð sömu útbreiðslu þar sem kúabú eru stærri. Skýringin felst í takmarkaðri afkastagetu kerfanna og enn í dag er ekki komin hagkvæm mjaltaþjónalausn fyrir stór kúabú, þ.e. bú með þúsundir kúa. Þrátt fyrir að bústærð muni vafalaust halda áfram að vaxa hér á landi á komandi árum og áratugum þá má telja nokkuð öruggt að sú mjaltaþjónatækni sem er notuð í dag, og hefur verið meira eða minna svipuð síðustu 20 árin, muni áfram henta vel fyrir íslenskar aðstæður. Mjólkurgreiningar Undanfarin ár hefur orðið hreint bylting í greiningartækni fyrir mjólk og er í dag hægt að fá tækjabúnað sem greinir mjólkurgæði í rauntíma við mjaltir, þ.e. búnað sem bæði gefur bændunum upp frumutölu kúnna en einnig efnainnihald mjólkurinnar. Þá er þegar til í dag tæknibúnaður sem flokkar mjólkina á staðnum í rauntíma og getur því skilið frá mjólk sem t.d. er lág í efnainnihaldi eða af slökum mjólkurgæðum. Þessari tækni fleygir fram og á hverju ári bætist við í flóruna og í dag finnst búnaður sem greinir einnig mismunandi vaka í mjólkinni sem auðveldar alla bústjórn t.d. varðandi heilsufar og frjósemi. Þá hefur verið unnið þrekvirki við að þróa hugbúnaðinn sem tölvukerfin nota í dag og geta bændur því fengið mun nákvæmari greiningar tölvukerfanna nú en áður auk þess sem flest betri tölvukerfin gefa bændunum í raun ráðleggingar um það sem rétt sé að gera t.d. hvað varðar meðhöndlun gripa o.þ.h. Þjarkanotkun Í dag eru ekki einungis notaðir þjarkar við mjaltir heldur einnig bæði við að skafa skít og gefa fóður og þessi tækni hefur verið í notkun í mörgum fjósum hér á landi alllengi. Þá hefur sjálfvirk fóðurblöndun einnig rutt sér til rúms undanfarin ár og hlutverk bóndans fer þá frá því að sinna fóðruninni sjálfur yfir í að tryggja að nægt magn af réttum fóðurefnum sé til í forðabúrum sjálfvirku kerfanna. En þróun á þjörkum heldur stöðugt áfram og í dag eru þegar til á markaði margskonar sjálfkeyrandi vélar sem sjálfsagt er að horfa til þegar fjós eru hönnuð. Þetta á t.d. við um sjálfvirkar vélar sem bera undirburð í bása, sjálfkeyrandi dráttarvélar og þ.h. Þjarkar eru í eðli sínu afar nákvæmir og því er oft hægt að spara töluvert pláss þar sem þeir eru notaðir en á móti kemur að taka þarf inn í myndina öryggisatriði til að gera vinnusvæðið hættulaust. Nýjasta tæknin í þessa veru er notkun á flygildum (drónum) sem hægt er að forrita til að fljúga um fjósin og fylgjast með gripunum, veita eftirlit og jafnvel sinna greiningum á heilbrigði s.s. með notkun á hitamyndavélum. Aðbúnaður Þegar kýr eru fóðraðar til hámarksafurða þarf að gera skýra og nákvæma fóðuráætlun. Kýr dagsins í dag mjólka 20-30 kg að jafnaði á Íslandi en sumar mun meira. Erlendis eru þessar tölur allt að tvöfalt hærri og ótal rannsóknir benda einmitt til þess að afurðamiklar kýr séu einkar hagkvæmar í rekstri, auk þess sem þær hafa að jafnaði lægra sótspor en hinar afurðaminni, og því stefna flestir bændur að því að auka afurðasemi kúnna sinna. Til þess að svo megi vera þarf margt að vinna saman og þyngst vega þar annars vegar góður aðbúnaður og hins vegar góð bústjórn. Í dag er þekking á aðbúnaðarkröfum nautgripa afar góð og þær lausnir sem þegar eru til og bæta aðbúnað gripanna eru bæði þrautreyndar og endingargóðar. Með öðrum orðum þá eru lausagöngufjós þar sem kýr eru á hálm-, sand- eða taðundirlagi eða á mjúkum legubásum þær lausnir sem eru taldar best henta. Mjúkt undirlag og mjúkt umhverfi, þ.e. innréttingar sem taka sérstakt tillit til þess að kýr eru ekki sérlega liprar eða léttar á sér, er eitthvað sem haft er í huga þegar ný fjós eru hönnuð nú orðið. Þá eru flest ný fjós í dag með sjálfvirka stýringu á helstu umhverfisþáttum eins og loftgæðum og lýsingu svo hámarka megi velferð gripanna og um leið afurðasemi þeirra. Nákvæmnisfóðrun Hér að framan var minnst á bústjórnina og eitt veigamesta atriði hvers kúabús er fóðrunin. Fóðurkostnaður er stærsti kostnaðarliður á hverju búi og skiptir höfuðmáli að nýta fóðrið eins vel Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Skógarbændur og skóg ræktar­ félög um allt land hafa lengi boðið upp á íslensk, nýhöggvin jólatré á aðventunni. Ræktun jólatrjáa hefur gengið einna best í bland við hefðbundna skógrækt og bætir afkomu skógarbænda talsvert. Líklegt er að fyrir þessi jól verði hlutdeild íslenskra trjáa um 20% af heildarsölunni. Langmest er flutt inn af dönskum trjám en stafafuran íslenska sækir á með hverju ári sem líður. Aðrar tegundir úr íslenskri ræktun eru blágreni, rauðgreni, sitkagreni, fjallaþinur og jafnvel síberíuþinur. Upplifun á aðventunni að sækja eigið tré í skóginn Skógarbændur víða um land bjóða jólatré til sölu heima eða á völdum sölustöðum. Sama gildir um skógræktarfélögin. Á sífellt fleiri stöðum geta fjölskyldur farið í skóg í heimabyggð, valið eigið tré, fellt það og notið alls þess sem skógurinn býður upp á. Þegar keypt er jólatré í heimabyggð er um leið verið að styrkja íslenska framleiðslu og auka hag skógræktar til framtíðar. Margar fjölskyldur velja að hafa þann háttinn á þegar líður nær jólum og finnst það jafnvel hluti af ófrávíkjanlegri jólahefð. Íslensku trén hafa marga kosti Af íslensku jólatrjánum er stafafuran langalgengust. Hún hefur þann kost umfram aðrar tegundir að vera óvenju barrheldin, hún ilmar dásamlega og er auðveld í umhirðu. Íslensku fururnar koma beint í sölu frá nærliggjandi skógum. Einnig bjóða sumir íslenskt rauðgreni, sitkagreni og jafnvel fjallaþin úr eigin ræktun. Framleiðsla jólatrjáa á sérstökum ökrum hefur verið reynd en hefur ekki slegið í gegn; trén eru úrvalstré sem bændur höggva úr uppvaxandi ungskógum og færa strax á markað. Aldur trjánna er misjafn, oft eru stofutré 10 til 15 ára gömul. Eitt stærsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi er ríflega 17 metra hátt sitkagreni, 70 ára gamalt. Slík torgtré voru lengi vel innflutt en nú eiga okkar framleiðendur ekki í nokkrum vandræðum með að útvega tré af öllum stærðum. Innflutt tré, plasttré og kolefnisspor Innflutt jólatré sem aðallega koma frá Danmörku hafa verið eftirsótt og sama er að segja um plasteftirlíkingar af jólatrjám. Aðallega er um að ræða nordmannsþin en eitthvað hefur verið flutt inn af eðalþini líka. Flutningur ferskra jólatráa með skipum er óhagkvæmur og ekki sérlega umhverfisvænn. Erlendu trén eiga það líka til að bera með sér framandi lífverur sem í verstu tilvikum geta valdið alvarlegum skaða í íslenskri ræktun, eins og dæmin sanna. Plasttrén eru vitaskuld ekki varasöm að því leyti en óneitanlega eru þau dauflegri en fersk íslensk tré, sem fjölskyldan hefur jafnvel sjálf valið í dagsferð í skóginum. Kolefnisspor íslenskra jólatrjáa er mjög lítið miðað við erlendu trén og einnig þegar það er borið saman við kolefnisspor plasttrjánna. Fyrir hvert íslenskt jólatré sem selt er getur skógræktarfólk gróðursett tugi nýrra trjáa í íslenska skóga. Jólatré í pottum Dálítið er um að grenitré séu sett í potta með rót og þau færð inn í stofu yfir jólin. Sú aðferð reynir talsvert á tréð, hitasveiflur á rót, greinum og barri eru trénu erfiðar. Með því að aðlaga tréð hitasveiflunum þegar það er fært inn og sömleiðis að búa vel um það eftir jólin hefur sumum tekist að nota sama tréð jafnvel árum saman. Meðhöndlun lifandi jólatrjáa Almennt er mælt með því að taka þunna sneið neðan af stofni trésins rétt áður en því er komið fyrir í vatni. Það hefur reynst vel að dýfa sári jólatrjáa í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur til að auðvelda vatnsupptökuna. Síðan er tréð vökvað vel og þess gætt að það nái aldrei að þorna. Valinn er staður fjarri ofnum, því svalara sem er þeim mun betur endist tréð. Eftir að notkunartíma jólatrésins lýkur er sjálfsagt að reyna að nýta það áfram á einn eða annan hátt, án þess beinlínis að farga því. Klippa má greinarnar og nota þær til að skýla gróðri í garðinum, kurla tréð og nota sem þekjuefni, ellegar koma kurlinu eða smátt klipptum greinum í safnhauginn. Að öðrum kosti ætti að skila trénu til jarðgerðarstöðvar þar sem það verður að næringarríkri moltu fyrir ræktun næsta árs. Starfsfólk Garðyrkjuskólans á Reykjum sendir öllum lesendum Bændablaðsins bestu jóla- og nýárskveðjur. Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Íslensku jólatrén sækja í sig veðrið Jólastemning í desember. Mynd / Björgvin Eggertsson Fjós framtíðarinnar Þróun á snjallgleraugum og hugbúnaði tengdum notkun þeirra fleygir fram um mun á komandi árum vafalítið efla alla bústjórn, létta kúabændum vinnuna og auka afköstin enn frekar. Snjallsímar eru líklega til á hverju heimili í dag og fleiri og fleiri smáforrit eru nú í boði fyrir kúabændur til að auðvelda reglubundin störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.