Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 78

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 78
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202078 Bílaumboðin hafa seinni hluta árs ekki verið að auglýsa frum­ sýningar á nýjum bílum og ef maður fylgist ekki með þá verða fréttir af nýjum bílum bara gamlar fréttir. Fyrir nokkru kom í sýningarsal Suzukibíla nýr Suzuki A-Cross sem er hannaður í samstarfi með Toyota. Þennan bíl fékk ég til reynslu um síðustu helgi. Ógnarkraftur og fín snerpa Þegar ég fjalla um tengitvinnbíla þá nefni ég alltaf í pistlum mínum samanlagðan hestaflafjölda (ekki allir sáttir við það, en svona eru þessir bílar auglýstir og stundum erfitt að fá uppgefin hestöfl hvort í sínu lagi). Suzuki A-Cross er kraftmikill og er uppgefinn með 306 hestöfl, sjálfskiptur með sex þrepa skiptingu. Hann er ekki nema um 6 sek. að fara úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Uppgefin drægni á rafmagninu einu er 75 km við bestu aðstæður, en mér tókst ekki að fara nema um 50 km+ áður en bensínmótorinn tók við. Samt var ég sáttur því ég var með miðstöðina á, sætishitarann um tíma og hita á stýrinu og ekki í neinum sérlegum sparakstri. Alls ók ég bílnum tæpa 150 km og var því á bensínmótornum megnið af akstrinum. Samkvæmt aksturstölvunni var ég ekki að eyða nema 8,2 lítrum á hundraðið þrátt fyrir að hafa verið með bílinn á sportstillingunni megnið af þeim tíma og svolítið mikið og oft að reyna á snerpuna í uppgefnum 306 hestafla bílnum. Prufuaksturinn Fyrst keyrði ég innanbæjar og utanbæjar malbiksakstur á rafhlöðunni einni. Eins og alltaf byrjaði ég á að hljóðmæla bílinn á 90 km hraða með mælinn á lærinu og útkoman var mjög góð, 67db. Margir rafmagnsbílar hafa komið mun verr út úr þessari mælingu. Bíllinn er greinilega hannaður fyrir malbiksakstur, hann svarar vel í beygjum, bremsar vel og er skemmtilegur í innanbæjarakstri. Á möl kemur hann ekki eins vel út, þó vissulega sé fjöðrunarkerfið gott þá eru felgurnar of stórar og gúmmí í dekkjum gefur nánast enga fjöðrun (heggur of mikið á smáójöfnum og holum). Steinahljóð er samt mjög lítið undir bílnum. Greinilegt er að bíllinn er vel einangraður í botninn því ég fann og vissi vel þegar smásteinar voru að spýtast undir bílnum. Sennilega er rafhlaðan að taka eitthvað af þessu smásteinahljóði því hún er neðst undir bílnum á milli fram- og afturhjóla. Pláss gott og sæti þægileg Það er mikið lagt upp úr öryggi með ýmsum búnaði samanber akreinalesari, blindhornsvari, sjálfvirk neyðarhemlun, svig aksturs- vari, umferðarskynjari, 7 öryggis- loftpúðar, styrktarbitar í hurðum og fleira. Í bílnum er varadekk (ég kalla svona dekk aumingja), en fæstir rafmagnsbílar eru með varadekk (man bara eftir tveim áður, Mini og Jeep). Speglar á hliðum eru mjög stórir og sýna vel aftur fyrir bílinn. Allt innrými virkar stórt og öll sæti þægileg. Farangursrými er mjög stórt (rétt innan við 500 lítrar með sætin uppi og 1.168 lítrar með sætin niðri). Stærð hjólbarða er 235/55/19 sem er fulllítið af gúmmí fyrir „ónýtt“ vegakerfi Íslands (hefði viljað sjá og prófa 245/65/18 dekk og felgur undir þessum bíl sérstaklega á malarvegum). Ágætis verð miðað við hvað mikið er í bílinn lagt Suzuki A-Cross kostar 8.589.000 (sambærilegur eða nánast sami bíll með Toyota merkingum kostar um 8.950.000). Ágætis verð fyrir umhverfisvænan kraftmikinn bíl sem virkilega gott er að keyra. Hægt er að fá Suzuki A-Cross í sex mismunandi litum og eitthvað af bílum er hægt að fá afhenta strax. Aðeins tvennt gat ég fundið að bílnum, en það var varadekksauminginn og lítil fjöðrun úr dekkjunum sem eru of hörð og fjöðrunarlítil á malarvegum. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um bílinn er hægt að lesa greinargóðar upplýsingar um Suzuki A-Cross á vefsíðunni www. suzuki.is . VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Plug-in Hybrid Suzuki A-Cross GLX. Mynd / HLJ Þarf ekki að hafa áhyggjur af ljósabúnaði, kveikir ljós allan hringinn. Mynd / HLJ Suzuki og Toyota eru í samstarfi með smíði og hönnun á þessum bíl og næstum bara merking bílanna sem skilur þá að. Mynd / HLJ Mynd 10. Ekki margir rafmagnsbílar sem ná svona lágri mælingu í db. Sætin eru afar þægileg og rými gott. Mynd / Suzuki Hér má sjá hvernig vélbúnaðurinn er samsettur. Mynd / Suzuki Varadekkið er það sem ég kalla aumingi, en í fæstum rafmagnsbílum er varadekk. Mynd / HLJ Suzuki Across fylgja bæði hleðslu­ kapall fyrir hraðhleðslu og venjulega 220V kló. Mynd / HLJ Hliðarspeglar óvenju stórir og góðir. Mynd / HLJ Undirliturinn í mælaborðinu breytist eftir því hvort ekið er í sport eða ecostillingu eins og hér er. Lengd 4.635 mm Hæð 1.690 mm Breidd 1.8505 mm Helstu mál og upplýsingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.