Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 82

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 82
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202082 Bókin Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970 er komin út. Höfundar eru Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson. Í þessari bók er sögð ótrúleg saga af flugslysi sem hefur legið í þagnargildi í hálfa öld. Bókin geymir vitnisburði fjölda fólks sem komst lífs af úr slysinu eða tók þátt í björgunararðgerðum, bæði Íslendinga, Færeyinga og Dana. Auk þess er mikill fjöldi ljósmynda í bókinni sem hafa aldrei sést áður. Laust fyrir hádegi 26. september 1970 brotlenti Fokker Friendship- vél Flugfélags Íslands í roki, þoku og rigningu undir tindinum Knúki á Mykinesi í Færeyjum. Alls voru 34 um borð í fullsetinni vélinni. Fjögurra manna áhöfn var skipuð Íslendingum og tveir úr farþegahópnum voru frá Íslandi. Flak vélarinnar fannst ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Þá voru átta látnir en 26 á lífi. Björgunaraðgerðir hófust við afar erfiðar aðstæður. Mykines var einangruð klettaeyja með fáum íbúum sem lifðu af búskap, fuglatekju og fiskveiðum. Fólkið þar stóð frammi fyrir hópslysi sem enginn hafði ímyndað sér að gæti orðið í Færeyjum. Björgunarlið, sem var sent til Mykiness, varð að glíma við illviðri og miklar torfærur á leið sinni á slysstaðinn. Áhöfn flugvélarinnar og þau úr farþegahópnum sem gátu staðið á fótum urðu sjálf að ganga ofan af fjallinu til byggða. Martröð í Mykinesi lýsir einstakri og ógleymanlegri sögu sem hefur ekki nema að örlitlu leyti komið fyrir sjónir íslenskra lesenda fyrr. Hér má lesa um hetjudáðir, hugprýði, fórnir og æðruleysi, en líka um þjáningar, sorg og eftirsjá. Enginn sem lætur sig varða mannleg örlög getur látið þessa bók fram hjá sér fara. Færeyska sjónvarpið var nýverið við upptökur í Fokker Friendship- vélinni á Flugsafni Íslands á Akureyri en það hyggst nú í vetur sýna heimildakvikmynd um slysið. Hér er brot úr 8. kafla bókarinnar: Nauðstatt fólk á ókunnugum stað Dánjal J. Bærensen, yfirdýralæknir Færeyja, er búinn að liggja í nokkrar mínútur á jörðinni fyrir neðan flugvélarflakið. Hann kennir til ægilegs sársauka í kviðarholi og brjóstkassa. Smám saman reynir Bærentsen að gera sér ljóst líkamlegt ástand sitt með því að framkvæma læknisrannsókn á sjálfum sér. Hann finnur að handleggirnir eru heilir. Fótleggirnir eru líka í lagi. Síðan leggur hann hönd á kvið sér en sannfærist þá um að lifrin hafi skaddast. Sem dýralæknir veit hann að hætt er við að fólk deyi af innvortis blæðingum ef lifrin hefur orðið tjóni. Hann tekur púlsinn á sjálfum sér og skoðar hörund sitt. Ef honum blæðir innvortis þá ætti hann að fölna og púlsinn að veikjast. Eftir nokkra skoðun sér Bærentsen sér til léttis að hann er hvorki að fölna upp né dregur úr púlsi. Á sama tíma heyrir hann hræðileg neyðaróp, miklar stunur og þung andvörp innan úr flakinu. „Almáttugur, hér liggur þú í heilu lagi og verkjar í skrokkinn, en það eru bara smámunir,“ hugsar Bærentsen. Hann stendur á fætur og gengur aftur að flakinu. Þegar hann kemur að því, hafa þau sem hafa sloppið best úr slysinu þegar hafist handa við að hjálpa hinum meira slösuðu úr braki vélarinnar. Meðal þeirra sem hafa verið lögð á jörðina við flugvélarskrokkinn er Eyðbjørg Mikkelsen sem hafði dvalið á Mæjorku meðan maður hennar skrapp til Madrídar á Spáni í handboltaerindum. Torbjørn, eiginmaður hennar, hefur orðið fyrir miklu áfalli og er ekki með sjálfum sér. Hann stendur bara upp við brakið, kallar á Eyðbjørgu og segir henni að koma aftur inn í flakið. Jón M. Ívarsson sagnfræðingur gefur út fyrir þessi jól tveggja binda verk í stóru broti sem nefnist Flóamannabók I og II. Fjalla bækurnar um Hraungerðishrepp sem er efstur hreppa í Flóanum á Suðurlandi, alla bæi og ábúendur frá 1801 til 2020. Sjálfur er hann útgefandi bókanna og sér um sölu þeirra líka. Þetta er mjög viðamikið verk og samtals eru bækurnar upp á 1.046 blaðsíður. Segir Jón að þetta hafi aðallega vera gert af metnaði sínum fyrir hönd Flóamanna þar sem honum hefur fundist of lítið fjallað um þeirra hluti í gegnum tíðina. Formaður ritnefndar er Guðni Ágústsson, sem bjó einmitt á Brúnastöðum sem er einn af bæjunum sem fjallað er um í bókunum. Á forsíðum beggja bókanna eru þeir tveir kirkjustaðir sem eru í Hraungerðishreppi, en myndirnar tók Mats Wibe Lund. Í formála segir Jón m.a.: „Flóinn er þeim kostum búinn að hafa engin fjöll til trafala innan sinna vébanda en hinsvegar þá mestu yfirsýn yfir landið sem hægt er að njóta frá ströndinni. Svo ekki sé minnst á fegursta fjallahring á Íslandi sem nær frá hafi til hafs og nýtur sín best þegar maður er í Flóanum. Fátt eitt hefur verið skráð og skrifað um það fólk sem þar hefur alið aldur sinn en hér verður gerð tilraun til nokkurra úrbóta. Upphaf Flóamannabókar má rekja til þess þegar Brynjólfur Ámundason frá Kambi fór að taka saman ábúendatal Villingaholtshrepps á áttunda áratug síðustu aldar. Þá í fullu starfi sem múrari og fékkst við þetta í tómstundum sínum um árabil. Árangurinn varð tveggja binda ritverk sem fékk nafnið Ábúendatal Villingaholtshrepps 1801-1981. Fyrra bindið kom út á kostnað höfundar árið 1983 en seinna bindið á vegum Ormstungu níu árum síðar.“ Fimm ára vinna „Þar sem ég lærði sagnfræði á efri árum og var hættur störfum, þá fannst mér þetta alveg tilvalið verkefni,“ sagði höfundurinn í samtali við Bændablaðið. „Ég er búinn að vera fimm ár að undirbúa þetta og vinna þessa bók um Hraungerðishrepp. Síðan ætla ég að halda áfram með hina hreppana tvo sem mynda Flóahrepp og gera þeim sömu skil, en það er Villingaholtshreppur og Gaulverjabæjarhreppur. Þarna er hver einasta jörð tekin fyrir og ég segi frá öllum ábúendum frá 1801 til 2020. Þarna eru taldar upp allar fjölskyldur með myndum af eins mörgum og hægt var að finna og myndir af bæjum. Sjálfur tók ég myndir af öllum bæjum eins og þeir eru í dag. Þá segi ég sögu jarðanna og þeim fylgir örnefnaskrá og eigendasaga. Ég hef leitað heimilda hvarvetna, fyrst í kirkjubókum og alls staðar þar sem þær voru að finna. Ég er búinn að grafa mikið í Þjóðskjalasafni og héraðskjalasafninu.“ Jón segist einnig hafa tekið sögu allra helstu félaga sem starfað hafi í þessum hreppi líkt og í öðrum hreppum á landinu, þ.e. ungmennafélag, búnaðarfélag og kvenfélag þar sem menn hafa verið mér mjög hjálplegir. „Þá eru þarna einnig kirkjur, skóli og hreppsfélagið. Svo segir sig sjálft að ég fjallaði um Flóaveituna, enda þekkti ég hana af eigin raun. Ætli ég og bróðir minn höfum ekki verið með þeim síðustu sem notuðum Flóaveituna, eða alveg fram yfir 1970. Ég blæs alveg á það að hún hafi verið gagnslítil, því ég sá vel hversu grasið spratt vel þar sem hún kom inn á engjarnar og við notuðum hana mikið.“ Ekki gert fyrir peninga, bara ánægjuna Jón segir að þetta verkefni sé sitt áhugamál og geri hann þetta fyrst og fremst ánægjunnar vegna, en ekki vegna peninga. Þar sem verkið sé stórt og dýrt í útgáfu þá hafi honum þó þótt hagstæðast að ráðast sjálfur í útgáfu verksins fremur en að fá til þess reyndan bókaútgefanda. Það hafi reynst happaráð. „Svo er þetta ekki selt í búðum heldur bara manna á milli,“ segir Jón M. Ívarsson. Mikið heimildarit Guðni Ágústsson, formaður rit- nefndar, segir m.a. í ávarpi í fyrri bókinni: „Rit það sem hér er komið er mikið heimildarit um líf og sögu í þeim hluta Flóahrepps sem tilheyrði gamla Hraungerðishreppi. Hér er byggt ofan á þau skrif og heimildir sem til eru í eldri ritum um Flóann, þar sem hæst ber Sunnlenskar byggðir sem voru tímamótaverk fyrir fjörutíu árum síðan. En auk þess ber hér að geta fjölmargra rita Guðna Jónssonar prófessors, bóka Guðmundar Kristinssonar um Selfoss og rita Brynjólfs Ámundasonar um Villingaholtshrepp. Jón M. Ívarsson, sagnfræðingur frá Vorsabæjarhóli, bað mig að gerast formaður ritnefndar þessa mikla verks sem hann og Brynjólfur Ámundason frá Kambi höfðu unnið að. Ég varð við beiðninni enda verkefnið áhugavert og úrvalsfólk í nefndinni með mér. Ég geri mér grein fyrir að þeir Jón og Brynjólfur hafa vakið mikla bylgju áhuga fyrir sögu Flóamanna. Lítið brot af öllum þeim fróðleik kemst í þessar bækur, svo ekki séu nefndar allar þær dýrmætu myndir af fólkinu, bæjunum og mannlífinu sem elsta kynslóð Flóamanna lét Jóni í té og prýða nú bækurnar. Á þriðja þúsund myndir eru í þessum tveimur bókum um Hraungerðishreppinn. Jón heldur úti á fasbókarsíðunni „Flóamannabók, ætluð áhugafólki.“ Þar hefur hann átt samskipti við fleiri hundruð manns um myndir af körlum og konum, bæjarhúsum og um upprifjanir á atburðum liðins tíma.“ /HKr. @ er 2 ¥ er 5 § er 8 Svona lítur krossinn út LAUSNIR Á GÁTUM Táknin eru þessar tölur Arna, Gunnar, Mónika, Unnur, Óskar, Pétur, Stefán, Vala, Védís, og Víðir. Nöfnin 10 eru Hraungerðishreppi gerð ítarleg skil í Flóamannabók I og II – Viðamikið ritverk upp á 1.046 blaðsíður eftir Jón M. Ívarsson sagnfræðing og með ógrynni upplýsinga um sveitabæi og ábúendur BÆKUR& MENNING Jón M. Ívarsson sagnfræðingur og höfundur Flóamannabókar. Mynd / HKr. Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970 Flak vélarinnar var illa farið. Dánjal J. Bærentsen var yfirdýra­ læknir Færeyja og eini læknis­ menntaði maðurinn í flugvélinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.