Bændablaðið - 17.12.2020, Side 86

Bændablaðið - 17.12.2020, Side 86
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202086 Næsta Bændablað kemur út 14. janúar 2021 Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ Austurvegi 69, 800 Selfossi Sími: 480 0000, www.aflvelar.is SNJÓBLÁSARAR Deluxe 24 DLE Vélarstærð: 254cc Vinnslubreidd: 61 cm Vinnsluhæð: 53,3 cm Blásturslengd: 15,2 m Afkastageta: Allt að 56,2t á klst Startari: Rafstart/handstrektur Gírar: 6 áfram/ 2 aftur Mótor: Ariens AX, fjórgengis Vnr.: 539921323 Verð: 410.000 kr. m/vsk Pro 28 DLE Vélarstærð: 420cc Vinnslubreidd: 71,1 cm Vinnsluhæð: 59,7 cm Blásturslengd: 18,3 m Afkastageta: Allt að 71,6t á klst Startari: Rafstart/handstrektur Gírar: 6 áfram/ 2 aftur Mótor: Ariens AX, fjórgengis Vnr.: 539926339 Verð: 595.000 kr. m/vsk Classic 24E Vélarstærð: 208cc Vinnslubreidd: 61 cm Vinnsluhæð: 53,3 cm Blásturslengd: 12,2 m Afkastageta: Allt að 52,3t á klst Startari: Rafstart/handstrektur Gírar: 6 áfram/ 2 aftur Mótor: Ariens AX, fjórgengis Vnr.: 539920328 Verð: 269.000 kr. m/vsk 62 verkefni fengu styrk úr Matvælasjóði Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði var kynnt í beinni útsendingu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins miðvikudaginn 16. des- ember. Alls bárust 266 umsóknir um styrki en 62 verkefni hljóta styrk. Sjóðurinn hafði 500 millj- ónir til úthlutunar að þessu sinni. Styrkjaflokkarnir eru fjórir. Flest verkefni eru styrkt í flokkn- um Bára, sem styrkir verkefni á hugmyndastigi, eða 36. Í flokknum Afurð, sem styrkir verkefni sem eru komin af hugmyndastigi, eru átta verkefni styrkt. Í Keldu eru níu verkefni styrkt, en þar eru verk- efni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar. Loks hlutu níu verkefni í flokknum Fjársjóði styrki, en þau hafa það að markmiðið að styrkja markaðsinnviði og stuðla að mark- aðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu. Flestar umsóknir á hugmyndastigi Alls bárust 126 umsóknir í Báru, 50 umsóknir í Afurð, 48 umsóknir í Keldu og 37 umsóknir í Fjársjóð. Sjóðurinn var stofnaður í apríl, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjáv- arafurðum. Hann verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs land- búnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. Áhersla er á nýsköpun, sjálf- bærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar mat- vælaframleiðslu um land allt. Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19 Unnið var að stofnun sjóðsins á síð- asta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19. Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjár- veitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa. Áætlað er að Matvælasjóður muni hafa 628 millj- ónir til umráða á árinu 2021 og er stefnt á að opnað verði fyrir umsókn- ir í mars og að önnur úthlutun sjóðs- ins verði í maí 2021. Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttir, formanni stjórnar Matvælasjóðs, í tilefni fyrstu úthlutunar: „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar sem sjóðurinn fékk og við getum verið bjartsýn hvað framtíð matvælavinnslu á Íslandi varðar þar sem einstök framtakssemi og hugmyndaauðgi einkenndi umsækjendur. Við fyrstu úthlutun og yfirferð umsókna kom ýmislegt í ljós sem við sjáum að hægt er að bæta úr sem gert verður fyrir næstu úthlutun. Við hvetjum alla sem fengu ekki styrk að þessu sinni til að vinna áfram í sínum hugmyndum enda stutt í næstu úthlutun sem fer fram í vor og stefnum við á að opna fyrir umsóknir í mars. Samhliða ætlum við að bjóða upp á rafrænt námskeið fyrir umsækjendur sem auglýst verður síðar. Einnig mun styrkþegum standa til boða að sækja rafræn námskeið sem munu vonandi auka líkur á að verkefnin náin tilsettum markmiðum.“ /smh Í flokknum Báru eru 36 verkefni styrkt fyrir 97 milljónir króna: FLAK ehf SJOSA - Fiski og þörungasósur Freysteinn Nonni Mánason Fullvinnsla laxafurða á Íslandi: Hvar liggja tækifæri flökunar og hliðarafurða Odda á Patreksfirði Alejandra Gabriela Soto Hernandez No-dig Market Gardening Responsible Foods ehf. Upcycling Food Waste Hans Emil Atlason Sannprófanir á tauganetsaðferð sem greinir fiskamyndir Eydís Mary Jónsdóttir, Karl Petersson, Hinrik Carl Ellertsson Sjávarmál Urta Islandica ehf Kerfilmjólk GreenBytes GreenBytes Icecal Kalkvinnsla úr kúfskel Jamie Lai Boon Lee Kraftur úr Hafinu / Seaweed and seafood Provisions ALGÓ ehf SÆMETI Telma Rut Bjargardóttir Bio-bones Fiskvinnslan Hrefna ehf Laxgæti verður til Sýslið verkstöð ehf Skógarkerfill - Illgresi eða vannýtt matarauðlind Steinn Arnar Kjartansson Leifur Arnar - Smáforrit gegn matarsóun Emma Charlotta Aermaenen Könglar Ólína Gunnlaugsdóttir Jöklarinn: Orkustykki og snakk úr fjallagrösum, söli og harðfiski Bragi Arnarson Upprunarakning á bálkakeðju GMATT ehf COD WINGS_ÞORSKVÆNGIR - Verðmætaaukning á vannýttri afurð, kviðugga á þorski Finnrós ehf Marea Nordic Kelp Afurðir úr Beltisþara Atli Stefán Yngvason Vegangerðin Eimverk ehf Íslenskt Malt Edik Embla Dóra Björnsdóttir Fíflarót - allra meina bót Hárækt ehf VAXA Reykjanesi R&F ehf Hampur og jarðhiti Björn A. Hauksson Kaffi Kóla Jake Maruli Thompson Salmon on Seaweed Víkurskel Tilraunaræktun á ostrum í landi Helga Haraldsdóttir Kandís Aska Spa ehf Icewine framleiðsla á Íslandi Einar Örn Aðalsteinsson Kjötvinnslu breytt í atvinnueldhús Brjálaða gimbrin Ærkjöt - betri nýting Aldingróður ehf. Ræktun ætra blóma árið um kring Syðra Holt ehf Sauðaostar og sauðaostagerð Sæverk ehf Viðskiptaáætlun f. tilraunaveiðar og markaðssetnigu á grjótkrabba Í flokknum Kelda eru níu verkefni styrkt fyrir 157 milljónir króna: Punktur ehf. Kæling Lýstra Gróðurhúsa Matís Greining á hringormum í flökum Matís Hákarlsverkun Matís Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis LBHÍ Mannakorn hafrar Matís Streita Laxfiska Matís Verðmæt efni úr hliðarstraumum þörungavinnslu RML Fundið fé - þróun á framleiðslukerfi í sauðfjárrækt Síldar- vinnslan Ný þráavarnarefni og stöðuleiki makrílmjöls Í flokknum Afurð eru átta verkefni styrkt fyrir 100 milljónir: Marpet ehf. Heilsumolinn - framleiðsla á heilsusnarli úr síld fyrir gæludýr ABC lights ehf. BIRTA - Gróðurhúsalausn Sandhóll bú ehf. Þróun íslenskrar haframjólkur Responsi- ble foods Umbylting skyrs Síldar- vinnslan Prótein úr hliðastraumum makríls Júlía Katrín Björke Mývatns Spirulina Norðlenska Þróun framleiðsluvara byggðum á íslenskum jurtagrunni BioBú Heilandi máttur lífrænnar mysu í krukku Í flokknum Fjársjóður eru níu verkefni styrkt fyrir 127 milljónir: Jurt ehf. Markaðssókn Nordic Wasabi á Evrópumarkað Niceland seafood ehf. Markaðssetning á frosnum fisk - Framtíð Íslensks sjávarútvegs Saltverk ehf. Markaðssókn á sjálfbæru sjávarsalti frá SALTVERK í B andaríkjunum Pure Natura Markaðssókn á fæðubótar efnum unnum úr hliðarafurð um í sauðfjárrækt SFS Markaðssókn þorsks á Bretlandsmarkað Feed the viking ehf. Þurrkaðar kjöt- og fisk afurðir úr íslenskum hráefn um á Bandaríkjamarkað Bone & Marrow ehf. Markaðsetning á heilsumat vælum Bone and Marrow á Íslandi Verandi Verandi Íslandsstofa Kynning á söltuðum þorski í Suður Evrópu – Kokkaskólar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.