Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 26
NOREGUR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Það hefur gengið mjög vel,
bæði hjá mér persónulega og lið-
inu. Ég gæti eiginlega ekki verið
ánægðri,“ sagði Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, landsliðskona í knatt-
spyrnu, í samtali við Morg-
unblaðið. Ingibjörg hefur spilað
gríðarlega vel með Vålerenga í
norsku úrvalsdeildinni á leiktíð-
inni, en liðið er í toppsæti deild-
arinnar með 23 stig eftir 10 leiki.
Hefur Vålerenga ekki tapað síðan
í fyrstu umferðinni og unnið sjö
af síðustu níu. Ingibjörg hefur
sjálf spilað alla leiki liðsins og
skorað í þeim þrjú mörk og fjór-
um sinnum verið valin í lið um-
ferðarinnar af forráðamönnum
deildarinnar. Hún segir góða
gengið hafa komið sér örlítið á
óvart.
„Ég átti von á þessu hjá liðinu
en svo veit maður aldrei með eig-
in gengi. Ég var að koma inn í
nýja deild og ég vissi ekki mikið
um deildina, svo þetta hefur kom-
ið aðeins á óvart þótt ég hafi
miklar væntingar til sjálfs míns,“
sagði Ingibjörg sem kom til
Vålerenga frá Djurgården í Sví-
þjóð fyrir tímabilið. Hjá Djur-
gården var hún í fallbaráttu
stanslaust í tvö tímabil og eins og
gefur að skilja er hún hrifnari af
lífinu í toppbaráttunni. „Þetta er
sambland af nokkrum hlutum
sem skýrir mitt eigið gengi. Ég
er í mun sterkara liði núna, þar
sem ég var að berjast á botninum
hjá Djurgården. Það er auðveld-
ara að sýna hvað maður getur í
sterkara liði og ég er í öðruvísi
hlutverki núna. Það er erfitt að
bera saman deildirnar en ég er
fyrst og fremst í sterkara liði
núna.“
Ekki grófari en aðrir
Ingibjörg finnur fyrir áhuga í
norskum fjölmiðlum og var hún
m.a. í viðtali við Verdens Gang í
Noregi á dögunum. „Það er mun
meiri áhugi á kvennaboltanum í
Noregi en í Svíþjóð. Það er mikið
um blaðamenn og aðra sem sýna
áhuga,“ sagði íslenska landsliðs-
konan. Hafa nokkrir norskir fjöl-
miðlar fjallað um að Ingibjörg sé
gróf, en því er hún ekki sammála.
„Ég veit ekki af hverju það er talað
um það. Ég held að ég sé ekki
grófari en aðrir leikmenn, en
kannski halda þau að Íslendingar
séu yfirhöfuð grófari en aðrir leik-
menn. Kannski eru þetta fyrirfram
ákveðnar hugmyndir hjá þeim. Mér
finnst fyndið að þetta sé alltaf tekið
fram í viðtölum. Ég er kannski
grófari en einhverjar en á vellinum
fer maður í einhvern gír. Sem
varnarmaður vill maður vinna öll
einvígi og það er ekki gaman að
tapa einvígum og þá þarf maður að
vera ákveðinn,“ sagði Ingibjörg
ákveðin.
Aðeins níu leikmenn deildarinnar
hafa skorað meira en Ingibjörg á
leiktíðinni, en hún skoraði mörkin
sín þrjú á sex leikja kafla. Skoraði
varnarmaðurinn því í öðrum hverj-
um leik á tímabili. Hefur hún mest
skorað þrjú mörk á heilu tímabili
og líkurnar á að hún bæti persónu-
legt met í markaskorun á þessari
leiktíð eru því góðar. „Ég veit ekki
hvað það er en þetta er að koma
mér á óvart. Í einum leik fengum
við 15-20 horn og við náðum ekki
að setja mark. Eftir þann leik var
ég fúl að ná ekki að nýta mér þau
færi,“ sagði Ingibjörg, en hún er á
meðal markahæstu leikmanna liðs-
ins. Hún segist ekki endilega horfa
á gullskóinn í deildinni, enda mið-
vörður. „Ég veit ekki hvað ég mun
skora mikið en fyrir tímabilið var
ég að skoða tölurnar hjá Sergio
Ramos hjá Real Madrid og hann
skoraði 13 mörk á einu tímabili.
Við sjáum hvort ég nái honum,“
sagði hún og hló.
Góður taktur í liðinu
Vålerenga tapaði á útivelli fyrir
Sandviken í fyrstu umferð, 2:3, en
síðan þá hefur liðið spilað gríð-
arlega vel og komið sér fyrir í
toppsætinu. Ingibjörg segir liðið
hafa bætt sig mikið á skömmum
tíma. „Fyrsti leikurinn var á móti
mjög sterku liði á einum erfiðasta
útivelli deildarinnar. Við vissum að
það yrði erfiður leikur. Við áttum
ekki góðan fyrri hálfleik á móti
þeim og það hefur verið sagan okk-
ar í sumar. Við höfum ekki alveg
verið góðar í fyrri hálfleik, en sem
betur fer er það að breytast. Við
höfum þróast mikið sem lið síðan
þá. Við náum mjög vel saman, bolt-
inn gengur hratt og takturinn í lið-
inu er góður. Það eru allir á sömu
blaðsíðunni og á leiðinni í sömu átt.
Þegar hugarfarið er þannig gengur
oft mjög vel. Það var akkúrat líka
þannig hjá Breiðabliki,“ sagði Ingi-
björg, en hún er uppalinn hjá
Grindavík og lék nokkra leiki með
liðinu, þá fyrstu þegar hún var að-
eins 14 ára, áður en hún fór til
Breiðabliks og lék í sex ár áður en
leiðin lá til Svíþjóðar. Varð hún Ís-
landsmeistari með Breiðabliki árið
2015.
Var Ingibjörg 19 ára þegar hún
samdi við Djurgården og hún hvet-
ur aðra leikmenn í svipuðum spor-
um að taka af skarið og fara ungar
í atvinnumennsku, nóg er af góðum
ungum leikmönnum í íslensku
deildinni sem myndu spjara sig í
atvinnumannadeildum. „Það eru
ótrúlega margar góðar stelpur í ís-
lensku deildinni núna sem eiga al-
veg möguleika á að spila bæði í
Svíþjóð og Noregi. Ég get ekki
mælt meira með þessu. Mín
reynsla hefur verið mjög góð, bæði
að spila í sterkari deild og að fara
út fyrir þægindarammann. Ef mað-
ur reynir á sjálfan sig verður mað-
ur betri,“ sagði hún.
Ingibjörg gerði tveggja ára
samning við Vålerenga og einbeitir
sér að því að spila vel með norska
liðinu. Hún viðurkennir að á sama
tíma stefni hún enn hærra. „Auð-
vitað er maður með markmið og
maður horfir á hvaða möguleikar
eru í boði. Ég gerði tveggja ára
samning við Vålerenga svo ég er
meira að einbeita mér að þeirri
þróun sem er hér. Það er mjög
gott að vita hvar ég verð næstu tvö
árin, en á sama tíma lítur maður í
kringum sig á sterkari deildir,“
sagði Ingibjörg Sigurðardóttir.
Áhuginn
meiri í Noregi
en í Svíþjóð
Ingibjörg Sigurðardóttir og
samherjar á toppnum í Noregi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðskona Ingibjörg leikur væntanlega með landsliðinu í september.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
Lengjudeild kvenna
ÍA – Haukar .............................................. 1:4
Afturelding – Grótta ................................ 3:1
Augnablik – Keflavík ............................... 3:3
Staðan:
Tindastóll 9 7 1 1 23:5 22
Keflavík 10 6 3 1 29:11 21
Haukar 10 6 2 2 18:9 20
Grótta 10 5 3 2 13:10 18
Afturelding 10 4 3 3 14:13 15
Augnablik 9 3 3 3 14:19 12
ÍA 10 1 6 3 16:18 9
Víkingur R. 9 2 2 5 11:17 8
Fjölnir 9 1 1 7 4:20 4
Völsungur 8 0 0 8 4:24 0
2. deild kvenna
Grindavík – ÍR.......................................... 2:1
Fram – Álftanes........................................ 4:2
Staðan:
HK 9 8 0 1 34:2 24
Grindavík 9 6 1 2 21:8 19
Hamrarnir 9 4 2 3 14:13 14
Fjarð/Hött/Leikn. 8 4 1 3 17:17 13
Álftanes 7 4 0 3 12:20 12
ÍR 10 2 4 4 21:23 10
Hamar 7 2 1 4 11:20 7
Sindri 9 2 0 7 12:22 6
Fram 10 1 3 6 18:35 6
Evrópudeild UEFA
1. umferð, einn leikur:
Olimpija Ljubljana – Víkingur R. ........... 2:1
Olimpija áfram í 2. umferð.
Rosenborg – Breiðablik........................... 4:2
Rosenberg áfram í 2. umferð.
FH – Dunajska Streda............................. 0:2
Dunajska Streda áfram í 2. umferð.
Malmö – Cracovia.................................... 2:0
Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá
Malmö á 76. mínútu.
Malmö áfram í 2. umferð.
Bodø/Glimt – Kauno Zalgiris ................ 6:1
Alfos Sampsted lék allan leikinn með
Bodø/Glimt.
Bodø/Glimt áfram í 2. umferð.
Hammarby – Puskás Academy.............. 3:0
Aron Jóhannsson kom inn á hjá Hamm-
arby á 54. mínútu.
Hammarby áfram í 2. umferð.
Noregur
B-deild:
Lillestrøm – Strømmen........................... 1:0
Björn Bergmann Sigurðarson og Arnór
Smárason voru ekki í leikmannahópi Lil-
lestrøm.
HamKam – Tromsø ................................. 0:2
Adam Örn Arnarson var ekki í leik-
mannahópi Tromsø.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Pepsí Max-deild kvenna:
Þórsvöllur: Þór/KA – Valur..................17:15
Lengjudeild kvenna:
Extra-völlurinn: Fjölnir – Völsungur.......18
Sauðárkrókur: Tindastóll – Víkingur..19:15
Lengjudeild karla:
Domusnova-völlur: Leiknir R. – Keflavík18
2. deild karla:
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Kórdrengir....18
Ásvellir: Haukar – Þróttur V. ..............19:15
Í KVÖLD!
EVRÓPULEIKIR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Kórónuveiruárið 2020 reyndist ekki
happadrjúgt í Evrópukeppnum hjá
karlaliðunum íslensku í knattspyrnu.
Þrjú þeirra, Víkingur R., FH og
Breiðablik, féllu úr keppni í 1. um-
ferð Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.
Áður hafði KR fallið úr keppni í 1.
umferð Meistaradeildarinnar eftir
6:0 tap fyrir Glasgow Celtic. KR-
ingar fá hins vegar keppnisrétt í 2.
umferð Evrópudeildarinnar og eru
því enn með verkefni í Evr-
ópukeppni. Dregið verður í næstu
viku og þá skýrist hverjir andstæð-
ingar KR-inga verða.
Lánið lék ekki við Víkinga í Lju-
bljana í Slóveníu í gærkvöldi en þeir
voru þó aðeins nokkrum mínútum frá
því að komast áfram. Sölvi Geir Otte-
sen, fyrirliði Víkings, fékk brottvísun
strax á 5. mínútu þegar Víkingar
heimsóttu Olimpija Ljubljana. Sölvi
togaði í andstæðing rétt utan teigs
sem var að sleppa einn inn fyrir
vörnina. Á 27. mínútu komust Vík-
ingar óvænt yfir. Erlingur Agn-
arsson kom sér í skotfæri utan teigs
og náði fínu skoti sem var varið. Bolt-
inn hrökk út í teiginn til Óttars
Magnúsar Karlssonar sem renndi
boltanum í hornið af yfirvegun.
Staðan var 1:0 þar til á lokamín-
útunum þegar heimamönnum tókst
að kreista fram jöfnunarmark gegn
tíu Víkingum. Matic Fink tók bolt-
ann á lofti hægra megin í teignum og
í frekar þröngu færi en boltinn rataði
neðst í fjærhornið.
Vegna þeirra aðstæðna sem hafa
skapast vegna kórónuveirunnar er
aðeins einn leikur og er þá leikið til
þrautar en ekki leikið heima og að
heiman eins og tíðkast í þessum
keppnum. Sigurmarkið kom á fyrstu
mínútu síðari hálfleiks framleng-
ingar en það skoraði Radivoj Bosic.
Slóvakar stjórnuðu hraðanum
FH var eina íslenska liðið sem
fékk heimaleik og tók á móti Du-
najská Streda frá Slóvakíu. Andrija
Balic kom Dunajská Streda yfir á 23.
mínútu eftir vel útfærða sókn. Eric
Ramírez bætti við marki á 76. mínútu
þegar hann fylgdi eftir skoti Zsolt
Kalmár sem Gunnar Nielsen varði út
í teiginn og þar við sat.
„FH-ingar voru lakari aðilinn frá
fyrstu mínútu. Gestirnir frá Slóvakíu
stjórnuðu hraðanum allan tímann og
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir FH-
inga til þess að keyra upp hraðann í
seinni hálfleik gekk það illa.
Hafnfirðingum tókst aldrei að
opna varnarmúr Dunajská Streda að
neinu ráði. Vissulega fengu þeir
nokkur ágætistækifæri en þá voru
iðulega teknar rangar ákvarðanir.
Þegar allt kemur til alls voru Sló-
vakarnir sterkari og sneggri en
Hafnfirðingarnir og sigur þeirra var
því aldrei í neinni hættu,“ skrifaði
Bjarni Helgason í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is.
Erfitt í Þrándheimi
Blikar áttu erfiðan dag í Þránd-
heimi og lentu 4:0 undir á fyrsta hálf-
tímanum. Torgeir Børven skoraði
strax á 4. mínútu. Tore Reginiussen
og Even Hovland bættu við mörkum
áður en Børven skoraði aftur á 29.
mínútu. Blikar sýndu vilja til að gera
betur og löguðu stöðuna í síðari hálf-
leik með mörkum frá Viktori Karli
Einarssyni á 61. mínútu og Thomasi
Mikkelsen úr vítaspyrnu á 89. mín..
Öll þrjú féllu úr keppni
Víkingar voru næstir því að komast áfram Lánið lék ekki við þá í Ljubljana
FH-ingar og Blikar áttu erfitt uppdráttar KR-ingar enn með í keppninni
Ársþing hand-
knattleiks-
félagsins
Kristianstad
var haldið í vik-
unni en með lið-
inu leika þeir
Ólafur Andrés
Guðmundsson
og Teitur Örn
Einarsson. Til-
kynnt var um
val á leikmanni
ársins fyrir keppnistímabilið 2019-
2020 og hlotnaðist Teiti sá heiður.
Teitur leikur sem skytta hægra
megin í vörn og sókn hjá Kristians-
tad og varð næstmarkahæstur hjá
liðinu á tímabilinu en átti auk þess
flestar stoðsendingar á samherja
sína.
Kristianstad komst á dögunum
áfram í Evrópudeildinni keppn-
istímabilið 2020-2021 án þess að
spila eins og fram kom á mbl.is. Lið-
ið átti að mæta norska liðinu Ar-
endal í fyrstu umferð en ekkert varð
úr því. Sóttvarnareglur í Noregi
gera norsku liðunum erfitt fyrir og
drógu þau sig úr keppni.
kris@mbl.is
Teiti sómi
sýndur hjá
Kristianstad
Teitur Örn
Einarsson