Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, ber lögmanni sem tekur að sér að varðveita fjármuni fyrir umbjóðanda sinn, að halda slíkum fjármunum aðgreindum frá eigin fé á sérstökum fjárvörslureikningi en kveðið er á um skyldu sjálfstætt starfandi lögmanna til þess að hafa sérstakan fjárvörslureikning í 1. mgr. 12. gr. laganna. Í slíku tilviki ber lögmanni jafnframt, í samræmi við 2. mgr. sama ákvæðis, að senda Lögmannafélagi Íslands fyrir 1. október ár hvert, á þar til gerðu eyðublaði, yfirlýsingu um stöðu fjárvörslureiknings lögmannsins miðað við 31. desember fyrra árs. Sambærilega yfirlýsingu skal senda vegna verðbréfa í vörslu lögmanns og skulu yfirlýsingarnar staðfestar af löggiltum endurskoðanda í báðum tilvikum. Þá er tiltekið í 2. mgr. 40. gr. siðareglna lögmanna að lögmaður skuli sjá til þess að varsla fjármuna sé í samræmi við lög og góða venju í þeim efnum. Nánari reglur um fjárvörslu­ reikninga lögmanna er að finna í reglugerð nr. 1192/2015. Í samræmi við 1. mgr. 13. gr. laga nr. 77/1998 hefur Lögmannafélag Íslands eftirlit með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði fyrir lögmannsréttindum samkvæmt ákvæðum laganna. Sérstaklega er tiltekið í 4. mgr. ákvæðisins að hafi lögmaður, sem ákvæði 23. gr. laganna tekur til, ekki skilað stjórn Lögmannafélags Íslands yfirlýsingu um stöðu vörslufjárreiknings samkvæmt 2. mgr. 23. gr. fyrir 1. október ár hvert, eða slík yfirlýsing hefur ekki reynst fullnægjandi, beri félaginu að leggja til við sýslumann að réttindi lögmannsins verði felld niður. Skal sýslumaður taka rökstudda afstöðu til slíkrar tillögu innan tveggja mánaða frá því að tillagan berst honum. Komi til þess að réttindi lögmanns verði felld niður vegna þessa, eru þau ekki veitt hlutaðeigandi að nýju fyrr en fullnægjandi fjárvörsluyfirlýsingu hefur verið skilað, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 77/1998. ÁGÚST KARL KARLSSON OG DANÍEL ISEBARN ÁGÚSTSSON FJÁRVÖRSLU REIKNINGAR LÖGMANNA – MIKLAR AFLEIÐINGAR AF BROTUM Í ársskýrslu Lögmannafélagsins fyrir árið 2018 kemur fram að stjórn Lögmannafélagsins hafi á starfsárinu verið tilneydd til þess að krefjast niðurfellingar málflutningsréttinda fimm lögmanna, í kjölfar vanrækslu þeirra á skilum yfirlýsingar um stöðu fjárvörslureiknings innan lögbundins frests. Af þeim hafi þrír lögmenn skilað fullnægjandi yfirlýsingu undir rekstri málanna fyrir embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra og hafi því aðeins komið til niður­ fellingar málflutningsréttinda tveggja lögmanna. Í ársskýrslunni greinir jafnframt að stjórn lögmannafélagsins hafi lagt fram kærur á hendur 14 lögmönnum til úrskurð­ ar nefndar lögmanna vegna vanrækslu á skilum fjárvörslu­ yfirlýsingar. Kvað nefndin upp úrskurði í málunum í mars síðastliðnum. Í úrskurðum nefndarinnar kemur m.a. fram, að stjórn Lögmannafélagsins hafi í marsmánuði 2018 ákveðið að kæmi upp sú staða að lögmaður skilaði félaginu ekki fjárvörsluyfirlýsingu innan þess frests sem tilgreindur er í lögmanna lögum, yrði kvörtun vegna slíkra vanskila send úrskurðarnefnd lögmanna til meðferðar. Jafnframt hafi stjórn lögmannafélagsins samþykkt að kæmi til þess að leggja þyrfti til við sýslumann niðurfellingu málflutningsréttinda lögmanns vegna vanskila á fjárvörsluyfir­lýsingu, yrði sjálfstæð kvörtun send úrskurðarnefnd lögmanna vegna þess hluta málsins. Niðurstaða úrskurðarnefndar í málunum var sú, að fundið var að störfum 11 lögmanna fyrir að skila ekki fjár vörslu­ yfirlýsingu innan lögbundins frests en í framan greindum tilvikum höfðu lögmennirnir skilað slíkri yfirlýsingu til Lögmannafélagsins undir rekstri málsins fyrir nefndinni. Vísaði nefndin til þess að lögmennirnir hefðu brotið gegn 2. mgr. 23. gr. laga nr. 77/1998 auk 1. og 2. mgr. 40. gr. siða reglna lögmanna.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.