Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 Þróun fjölda félagsmanna í Lögmannafélaginu síðustu 10 ár 847 892 968 1001 1038 1057 1084 1080 1077 1055 6,3 8,0 8,5 3,3 3,7 1,8 2,5 -0,2 -0,3 -2,0 -4,0 -2,0 0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 10,0 0 200 400 600 800 1000 1200 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Fjölgun%Fjöldi Ár Fjöldi Fjölgun% Hlutfall kvenkyns lögmanna Sú hlutfallslega fækkun kvenkyns félagsmanna sem orðið hefur á síðustu þremur árum hlýtur að vekja upp spurningar, sérstaklega þegar horft er til þess að meirihluti útskriftarnemenda í lögfræði frá lagadeildum þeirra fjögurra háskóla sem bjóða upp á nám í lögfræði, eru konur. Einnig liggur fyrir að ekki er merkjanlegur munur á milli kynja þegar horft er til fjölda þeirra lögfræðinga sem sækja námskeið til öflunar réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómstólum ár hvert. Er vart hægt að draga aðra ályktun af þessu en að konur sem aflað hafa sér málflutnings réttinda skili sér síður í lögmennsku og/ eða hverfi úr lögmennsku til annarra starfa í meiri mæli en karlar. Hver skýringin er á því er hins vegar sérstakt rannsóknarefni. Þrátt fyrir framangreint má þó að óbreyttu gera ráð fyrir hækkandi hlutfalli kvenna sem félags manna í Lögmanna­ félaginu, sérstaklega þegar horft er til þeirrar staðreyndar að hlutfall kven kyns lögmanna yngri en 50 ára er ríflega 80% á sama tíma og hlutfall karlkyns lögmanna á þessu aldursbili er innan við 60%. Samsetning félagsmanna Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á samsetningu félags­ manna á milli ára eftir því hvar þeir starfa. Séu þessar breytingar skoðaðar eftir kynjum hefur hlutfall sjálfstætt starfandi kvenna í lögmannastétt hækkað úr 35% í 36% á sama tíma og hlutfall kvenkyns lögmanna sem starfa sem fulltrúar hefur lækkað um sömu prósentutölu, þ.e. farið úr 24% í 23%. Að sama skapi hefur hlutfall kvenna sem starfa sem innanhússlögmenn hjá fyrirtækjum eða félaga­ samtökum lækkað á milli ára, eða úr 30% í 27%. Á sama tíma hefur hlutfall kvenkyns lögmanna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hækkað og er nú 13% borið saman við 11% á síðasta ári. Loks hefur sú breyting orðið að hlutfall kvenkyns lögmanna sem eru hættir störfum sökum aldurs eða veikinda nær 1%, en hlutfallið var 0% við síðustu mælingu. Sjálfstætt starfandi 35% Fulltrúar lögmanna 24% Ríki og sveitarfélög 11% Fyrirtæki og félagasamtök 30% Hættir störfum0% Skipting (%) kvenkyns félagsmanna í LMFÍ 2018 eftir því hvar þeir starfa

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.