Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/20 NEFND UM DÓMARASTÖRF: HVAÐ Á AÐ GERA ÞEGAR DÓMARI NEITAR AÐ ÚRSKURÐA? Inngangur Nefnd um störf dómara er að nokkru leyti sambærileg við úrskurðarnefnd lögmanna. Nefndin er sjálfstæð og óháð nefnd sem starfar á grundvelli 9. og 10. gr. dómstólalaga nr. 50/2016. Nefndin fjallar um agamál dómara og eftir atvikum aðstoðarmanna dómara og tekur við kvörtunum vegna dómstarfa þeirra. Hverjum þeim sem telur dómara hafa gert á sinn hlut í störfum sínum er heimilt að beina kvörtun til nefndarinnar. Auk þess hefur nefndin eftirlit með aukastörfum dómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum. Fáum kvörtunum er beint til nefndarinnar, a.m.k. samanborið við úrskurðarnefnd lögmanna, en væntanlega hefur það eitthvað með valdmörk nefndanna að gera. Nefnd um dómarastörf hefur birt um þrjú til sjö mál á ári en til samanburðar birti úrskurðarnefnd lögmanna síðustu árin (2015-2019) á bilinu 23 til 45 mál. Þá er flestum málum vísað frá nefnd um dómarastörf. Á árunum 2015-2019 bárust nefndinni alls 27 mál. Af þeim virðist sem einungis fjögur til sex mál hafi hlotið efnislega meðferð (upplýsingar á heimasíðu nefndarinnar eru ekki alveg fullkomnar). Eitt mál frá síðasta ári er áhugavert fyrir lögmenn en það varðar bæði samskipti dómara (og dómstóls) við lögmann en einnig þá réttarfarslegu klemmu sem kemur upp ef dómari beinlínis neitar að úrskurða í máli. Lögmaður kvartar yfir dómara Í áliti nefndar um dómarastörf í máli nr. 4/2019 kvartaði lögmaður yfir því að héraðsdómari hefði annars vegar neitað að verða við kröfu um að kveða upp úrskurð um þóknun, sem áður hafði verið ákvörðuð honum til handa, og hins vegar að dómarinn hefði ekki svarað andmælum lögmannsins vegna þessa. Auk þess kvartaði lögmaðurinn yfir því að héraðsdómstóllinn hefði ekki svarað kvörtun hans yfir háttsemi dómarans. Lögmaðurinn hafði farið fram á ákvörðun um þóknun vegna starfa sinna sem skipaður verjandi manns sem hafði verið úrskurðaður í farbann vegna rannsóknar. Lögreglumálið var fellt niður og þá hafði lögmaðurinn óskað eftir ákvörðun um þóknun vegna vinnu sinnar. Héraðsdómarinn ákvað þóknun með bréfi en lögmaðurinn gat ekki sætt sig við ákvörðunina og krafðist rökstudds úrskurðar um hana. Dómarinn hafnaði kröfunni á grund- velli þess að ekki væri lagaheimild fyrir að úrskurða um ákvörðunina. Lögmaðurinn mótmælti með tölvupósti sem dómarinn svaraði ekki skriflega en mun hafa hringt í lögmanninn og rætt málið við hann. Með bréfi til dómstóls viðkomandi dómara ítrekaði lögmaðurinn kröfu um að úrskurður yrði kveðinn upp um þóknunina. Þessu bréfi var ekki svarað. Lögmaðurinn taldi að með þessum athöfnum

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.