Lögmannablaðið - 01.12.1995, Qupperneq 15
mundssyni, hdl., um að bætt yrði
við 3. gr. reglnanna nýrri málsgrein,
sem fæli í sér að lögmanni, sem
annaðist innheimtu gjaldfallinna
fjárskuldbindinga, væri heimilt að
færa aðeins á viðskiptareikning
skv. 1. mgr. 3. gr. fjárhæð, sem
svaraði til innborgana á einstaka
kröfu, sem væri umfram útlagðan
og áfallinn kostnað vegna þeirrar
kröfu. Lögmaður skyldi síðan viö
endanlegt uppgjör máls gera um-
bjóðanda sínum reikning vegna
áfallins kostnaðar og þóknunar. Til-
laga þessi var í upphaflegum drög-
um að reglunum, sem Ævar, Ingi-
mundur Einarsson, hdl. og Bjarni
Þór Oskarsson, hdl., sömdu, en
hafði verið felld úr drögunum eftir
umræður innan stjórnarinnar um
þau. í atkvæðagreiðslu var tillaga
þessi felld með 17 atkvæðum gegn
15.
Seinni tillagan, borin upp af Gesti
Jónssyni, hrl., fól í sér að löggiltur
endurskoðandi staðfesti yfirlýsingu
lögmanns skv. 11. gr. reglnanna um
stöðu á fjárvörslureikningi í saman-
burði við stöðu vörslufjár skv. bók-
haldi. Var tillagan samþykkt með 39
atkvæðum gegn 5. Gestur lagði
einnig til að d-liður 7. gr. félli niður
og var það samþykkt með 30 at-
kvæðum gegn 9.
Að loknum umræðum og at-
kvæðagreiðslum um breytingartil-
lögur voru drögin að reglunum,
þannig breytt, Itorin undir atkvæði
og þau samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
Reglurnar voru aflientar í dóms-
málaráðuneytinu 1. nóvember. Þeg-
ar þetta er ritað er óvíst hvaða af-
stöðu dómsmálaráðherra mun taka
til reglnanna, en skv. 4. mgr. 7. gr.
málflytjendalaganna á hann að
staðfesta þær eða hann getur, ef
hann telur þær ekki veita viðskipta-
mönnum lögmanna nægilega
vernd, lagt fyrir félagið að breyta
þeim. Ef hann telur breytingar fé-
lagins ekki fullnægjandi getur ráð-
herra sett reglugerð um þau atriði,
sem hann telur þurfa að breyta í
reglunum.
MM
Dómar
Dómur Héraðsdóms
Reykjavíkur frá 29. sept-
ember 1995, í máli nr. E-
876/1995: Gylfi Guðmundsson
gegn Reykjavíkurborg og Hús-
næðisnefnd Reykjavíkur.
í dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur voru stefndu dæmd til að
greiða stefnandanum bætur
vegna ólögmætrar uppsagnar,
þar sem uppsögn hans grund-
vallaðist, að mati dómsins, á
ómálefnalegum sjónarmiðum.
Málavextir í örstuttu máli voru
þeir, aö Húsnæðisnefnd Reykjavík-
ur þurfti, vegna verkefnasamdrátt-
ar, aö segja Lipp fjómm trésmiðum
í ársbyrjun 1993. Svo merkilega
vildi til, að þeir trésmiðir, sem
fengu uppsagnarbréf, áttu það
sameiginlegt að vera allir búsettir á
Selfossi. Virtist þeim málið þarfnast
nánari athugunar við fyrst þessar
uppsagnir beindust einungis að
Selfyssingum. Æmti stefnandi við
borgarstjóra út af þessu og bar
honunt á brýn að láta útsvarstekju-
hagsmuni Reykjavíkur ráða því, að
frekar væri sagt upp mönnum, sem
greiddu útsvar til Selfosskaupstað-
ar. Borgarstjóri svaraði bréfi hans
um hæl og bar það til baka að þeir
hagsmunir hefðti verið í húfi. Sjón-
armið borgarstjóra voru þau, að
fjölga ekki á atvinnuleysisskrá í
Reykjavík og _hverjar félagslegar
skyldur sveitarfélög hafa viö íbúa
sína þegar á reynir.“ - Vantaði það
eitt í bréfið, að tekið væri fram aö
ekki myndi reyna á slíkar skyldur
Reykjavíkur gagnvart utanbæjar-
mönnum.
Þessu svari undi stefnandi illa,
þar sem hann taldi þessi sjónarmið
ekki málefnaleg og að brotin hefði
verið á sér jafnræðisregla stjórn-
sýsluréttar vegna mismununar á
grundvelli búsetu. Höföaði hann
því mál til heimtu bóta. Stefndu
kröfðust sýknu með þeim megin-
rökum, að vinnuveitanda væri
frjálst að segja upp hverjum sem
væri af almennum starfsmönnum
sínum án rökstuðnings. Þar að auki
sem engar af reglum stjórnsýslu-
réttar hefðti verið brotnar.
í dómi héraðsdóms var fallist á
þau rök stefnanda, að uppsögn á
þessum grunni, að láta búsetusjón-
armið ráða, væri byggö á ómál-
efnalegum sjónarmiðum og að
ákvörðtin byggð á þeim sjónarmið-
um fæli í sér brot á jafnræðisreglu
stjórnsýskiréttar. Dærndi dóniLirinn
því stefndu bótaskyld. Það mun
hafa verið samþykkt á vettvangi
borgarstjórnar að una þessum
dórni ekki heldur skjóta málinu til
Hæstaréttar.
Niðurstaða þessa dómsmáls er
um margt merkileg. Fyrir það
fyrsta er fremur fátítt að dómstólar
komist að þeirri niðLirstöðu að
ómálefnaleg sjónarmið liggi stjórn-
sýsluákvörðunum til grundvallar,
að valdníðslu hafi verið beitt. í
annan stað er þetta að mínu viti
fyrsti dómurinn hérlendis, sem tek-
ur af skarið urn að óheimilt sé að
láta búsetusjónarmið ráða í tilfell-
um sem þessum. Segja má að, við
val á því hverjum beri að segja
upp, sé búsetusjónarmið lítið mál-
efnalegra en að segja þeim upp,
sem gangi til starfa sinna í hvítum
sokkum, eins og einn hæstaréttar-
lögmaður oröaði það. í þriðja lagi
sýnist sú velþekkta framkvæmd
sveitarfélaga, t.d. við útboð verka á
vegum þeirra, að láta innansveitar-
menn sitja fyrir og jafnvel útiloka
utansveitarmenn, tæpast fá staðist
reglur stjórnsýskiréttar.
Björn L. Bergsson, hdl. (höfundur
starfar á lögmannsstofu í Reykjavík).
15