Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 4
Starfssvið ólöglærðra starfsmanna á lögmannsstofum Ihaust barst stjórn Lögmannafé- lags íslands bréf frá lögmanni, þar sem leitað var álits stjórnar- innar á nokkrum atriðum er varða starfssvið ólöglærðra starfsmanna á lögmannastofum, nánar tiltekið um möguleika lögmanna til að fela þessum starfsmönnum sínum að annast ýmis störf, sem hingað til hafa svo til eingöngu verið unnin af lögmönnum og löglærðum full- trúum þeirra. í bréfi lögmannsins var leitað svara við fimm spurningum er varða ofangreint málefni. í fyrsta lagi var spurt hvort það bryti gegn siðareglum L.M.F.Í. að láta ólög- lærðan mann sjá um mætingar í umboði lögmanns á Akureyri, þar sem eru starfandi lögmenn á staðn- um og einkaréttur lögmanna fyrir hendi skv. 5. gr. laga nr. 61/1942, um málflytjendur. í öðru lagi hvort það bryti gegn siðareglum L.M.F.Í. að láta ólög- lærðan mann sjá um mætingar í umboði lögmanns á Húsavík, þar sem er starfandi lögmaður á staðn- um en einkaréttur lögmanna nær ekki til þess staðar. í þriðja lagi hvort það bryti gegn siðareglum L.M.F.I. að láta ólög- lærðan starfsmann sjá um mæting- ar í umboði lögmanns á Ólafsfirði, þar sem enginn lögmaður hefði skrifstofu og einkaréttur lögmanna næði ekki til. í fjórða lagi hvort munur væri á því að ólöglærði starfsmaðurinn mætti fyrir lögmanninn sjálfan eða aðra lögmenn. í fimmta lagi hvort það bryti gegn siðareglum L.M.F.I. að láta ólöglærðan innheimtustjóra stjórna innheimtum í umboði lögmanns, þ.e. gera það sem lögmenn einir gerðu fyrir nokkrum árum, t.d. rita bréf, aðfararbeiðnir, uppboðs- - álit stjórnar L.M.F.Í. beiðnir, stefnur, semja um skuldir o.þ.h. í bréfi sínu benti lögmaðurinn m.a. á að með réttarfarsbreytingun- um 1992 hefði eðli aðfarargerða og nauðungarsala breyst þannig að ekki væri lengur um dómsathafnir að ræða og því næði lögbundinn einkaréttur lögmanna ekki lengur til þessara athafna. Á sinni stofu hefðu mál æxlast svo að sá starfs- maður, sem mest ynni að inn- heimtumálum, mætti við langflest- ar aðfarargerðir og uppboðsmál. Kvaðst lögmaðurinn ekki vilja starfa eða gera eitthvað, sem bryti gegn siðareglum L.M.F.Í. og óskaði því eftir afstöðu stjórnarinnar til fyrirspurna sinna. I svari stjórnar L.M.F.Í. komu eft- irtalin sjónarmið fram, í sömu röð og spurt var um: „1. Að mati stjórnar L.M.F.Í. er meg- inreglan sú, að lögmanni ber sjálfum að vinna þau verk sem krefjast lögfræðilegrar menntun- ar, þekkingar og reynslu eða hann lætur löglærðan fulltrúa sinn annast þau. Rökin að baki þessari reglu eru þau að við- skiptamenn lögmanna leita til þeirra vegna lögfræðilegrar menntunar þeirra, þekkingar og reynslu. Þeir mega búast við að lögmaðurinn sinni hagsmunum þeirra persónulega og af kost- gæfni, eftir þvi sem framast er unnt. Við rekstur nútíma lög- mannsstofu getur reynst óhjá- kvæmilegt að lögmaður láti starfsfólk, bæði löglært og ólöglært, vinna að einstaka verkefnum, en ávallt ber honum þó að fylgjast með störfum und- irmanna sinna og ber hann per- sónulega ábyrgð á þeim störf- um, sbr. t.d. 34. og 36. gr. siða- reglna L.M.F.Í. Flest verk á lögmannastofum eru þess eðlis að ávallt má búast við að reyni á lögfræðilega þekkingu þess, sem verkið vinn- ur. Um það hvort lögmaður geti látið ólöglært starfsfólk sitt sinna slíkum verkefnum að einhverju leyti telur stjórn L.M.F.I. skipta verulegu máli hvort lögmaður- inn geti gripið inn í störf hins ólöglærða og leiðbeint honum. Möguleikar lögmannsins til þessa verða engir eða síðri sé verkið unnið utan lögmanna- stofunnar. Það hlýtur því að telj- ast vafasamt að lögmaður feli ólöglærðum starfsmanni sínum slík verkefni. Má i þessu sam- bandi benda á ákvæði 2. mgr. 4. gr. siðareglna L.M.F.I., sem kveður á um að lögmaður megi á engan hátt stuðla að því, að þeir er ekki hafi lögmannsrétt- indi, fái unnið verk, sem skulu lögum eða venju samkvæmt að- eins unnin af lögmanni. Þetta ákvæði setur lögmönnum þröngar skorður um það hverj- um þeir geta falið verkefni. Að mati stjórnar L.M.F.I. mun það veikja stöðu lögmanna gagnvart viðskiptamönnum þeirra og gagnvart hinum ýmsu embættum fari menn að tíðka það að láta ólöglærða menn mæta fyrir sig og taka ákvarðan- ir, sem hingað til hafa verið í höndum lögmanna. Með hliðsjón af því, sem að framan greinir, telur stjórnin það andstætt góðum lögmannshátt- um að fela ólöglærðum starfs- manni þess háttar verk, þar sem reynt getur á lögfræðilega þekk- ingu og reynslu, sérstaklega á þeim stöðum þar sem lögmenn starfa og veita þjónustu. 2. - 3. Um svör við liðum tvö og 4 Lögmannáblaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.