Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 8
var ekkert tillit tekið til hvernig tjón yrði bætt heldur einvörðungu tekið mið af færni (funktions- förmága) og miskastig miðuð við hámarks færniskerðingu fyrir hverja tegund líkamstjóns. Þessar töflur hafa enn þann dag í dag ekki verið opinberlega tekn- ar í notkun, en samkvæmt upplýs- ingum frá Solveig Almblad, skrif- stofustjóra hjá sænsku umferðar- slysanefndinni (Trafikskade- námnden), er talið víst að svo verði frá og með 1. júní 1996. Hún upplýsti jafnframt, að frá sama tíma muni verða tilbúnar til notkunar töflur yfir bótafjárhæðir, sem yrðu reiknaðar út frá miskastigi, óháð mati á starfsgetu eða starfsmennt- un hins slasaða og tækju hvorki mið af launum hans eða svokall- aðri grunnupphæð (basbelopp). Þá upplýsti hún, að 10% miski myndi væntanlega verða bættur með SEK 27.000 auk einhverra bóta fyrir tímabundnar pjáningar og miska, en hámarksmiski (100%) myndi verða bættur með SEK 700.000.1 1.3. Norðiirlöndin í Reykjavík var haldinn samnor- rænn fundur um almannatrygging- ar árið 1960 (Socialförsákrings- möte), en par var ákveðið að freista pess að koma á fót starfs- hópi, sem falið yrði að fá yfirsýn yfir hinar mismunandi miskatöflur sem giltu í vinnuslysatryggingum landanna og einnig að reyna að koma á samræmi við bótauppgjör. Árið 1961 skipuðu tryggingamála- ráðherrar Norðurlandanna slíkan starfshóp og var einn læknir og 1 Samkvæmt upplýsingum frá sænska tryggingafélaginu Folksam getur fólk í Svíþjóö tryggt sig vegna líkamstjóns og ákvarðar tryggingartaki mögulegar há- marksbætur, sem nú eru einföld til tíföld s.k. grunnupphæö (basbelopp), nú SEK 35.700. Bætur skerðast um 1% á ári á aldrinum 25 - 50 ára og um 2% eftir þaö. F.nn er stuðst við miskatöflur frá 19S8 og 10% miski hjá einstaklingi yngri en 25 ára með hámarkstryggingu er því bætttir meö SEK 35.700. einn embættismaður frá hverju landanna í hópnum. Var fyrsti fundur hópsins haldinn í Osló í september 1961 og síðan var funcl- að reglulega næstu tvö árin og að lokum í Osló í september 1963. Niðurstöður peirrar vinnu, sem fram fór pessi tvö ár, voai síðan gefnar út. Voru töflur pær, sem par voru samdar, til skamms tíma not- aðar til viðmiðunar við örorkumöt, sem framkvæmd voru hér á landi (Det sjette nordiske social- försikringsmöde, Oslo; 1963). 2. Varanlegur miski 2.1. Skilgreining Varanlegur miski er minnkuð geta einstaklings til orðs eða æðis vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss. Með varanlegum miska er átt við breytingu á heilsufarslegu ástandi einstaklings metið eftir læknis- fræðilegum aðferðum. Varanlegur miski vegna afleið- inga slyss er skerðing á líkamlegri og eftir atvikum andlegri færni óháð orsök og án tillits til starfs- menntunar, áhugamála eða ann- arra sérstakra pátta hjá hinum slas- aða. Miskastig er metið út frá læknis- fræðilegum forsendum, par sem ákveðið líkamstjón (einkenni hins slasaða í kjölfar slyss eða sjúk- dóms) er metið út frá þeirri skerð- ingu á almennri færni sem það veldur, óháð orsök. Varanlegur miski hefur á undan- förnum misserum stundum verið kallaður læknisfræðileg örorka. 2.2. Miskatöflur Við gerð töflu um varanlegan miska, sem örorkunefnd hefur samið, sbr. 10. gr. laga nr. 50/1993, hefur hliðsjón verið höfð af sam- bærilegum töflum bæði austan hafs og vestan. Tafla þessi er alls ekki fullkomin og tekur ekki til allra þeirra hugsanlegu áverka, sem fram geta komið við slysfarir. Þá er nefndinni ljóst, að taflan þarf að vera í stöðugri endurskoðun á sama hátt og gert hefur verið í ná- grannalöndunum, sbr. framan- skráð. Við mat á miska vegna fleiri en eins slyss eða þegar slys hefur valdið miska á fleiri en einu líf- færakerfi sama einstaklings, er ekki hægt að leggja miskastig saman með einfaldri samlagningu. Þannig má til dæmis taka einstakling, sem hlotið hefur algjört sjóntap á öðru auga og jafnframt algjört heyrnar- tap á öðru eyra. Vegna sjónskerð- ingar er miski hans 20% og vegna heyrnarskerðingar 10%. Heild- armiski hans er ekki 30%, heldur 20% að viðbættum 10% af 80%, þ.e. 28% [A% + B(100 - A)%]. í miskatöflum er hvergi talað sér- staklega um verki, angist, þung- lyndi eða heilkenni áfallastreitu, sem ekki er óalgeng eftir meiri háttar slysfarir. Verkir eru hins veg- ar vegnir inn í afleiðingar áverka á stoðkerfi, t.d. tognanir á hrygg (kafli III. A.c). í því sambandi má geta þess, að tilhneigingar til lækk- unar á miska vegna langvarandi verkja hefur gætt á seinni árum, sennilega samfara auknum skiln- ingi læknisfræðinnar á eðli lang- varandi verkja og auknum mögu- leikum til læknismeðferðar. 2.3. Starf lceknis í örorkunefnd Læknir, sem situr í örorkunefnd, þarf að hafa menntun og reynslu við mat og meðferð fólks, sem orð- ið hefur fyrir slysum, sem hafa langvarandi sjúkdómseinkenni í för með sér. í sérstökum tilvikum er þó gert ráð fyrir að læknar nefndarinnar geti kallað sér til full- tingis sérfræðinga á ýmsum svið- um læknisfræðinnar. Við mat á varanlegum miska þarf læknirinn að hafa upplýsingar um eðli áverka þess slasaða og hvert líffærafræðilegt og lífeðlisfræðilegt líkamstjón hefur orðið við slysið. Þessar upplýsingar fást með því að taka nákvæma sjúkrasögu af hin- um slasaða og framkvæma á hon- um læknisskoðun, en einnig með því að afla vottorða eða greinar- gerða frá þeim læknum, sem 8 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.