Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 9
stundað hafa hinn slasaða í kjölfar slyssins. Mikilvægt er að gögn, sem fylgja matsbeiðnum til örorku- nefndar, séu ítarleg. Auk sjúkra- sögu er mikilvægt að kanna vel heilsufarssögu hins slasaða, svo greina megi einkenni hans, sem beinlínis er að rekja til viðkomandi slysaatburðar, frá einkennum sem viðkomandi ef til vill hafði fyrir slysið. Ekki er óalgengt, að einstakling- ur, sem slasast hefur og hlotið var- anlegt tjón á líkama sínum, kenni slysinu og afleiðingum þess um margt sem miður hefur farið í lífi sínu. Það er því mikilvægt að kanna vel félagssögu þess slasaða, auk heilsufarssögu, fyrir og eftir slys áður en miski vegna slyss er metinn. Það, sem fyrst og fremst ber að skoða við mat á varanlegum miska, er hin svokallaða færni- skerðing, sem orðið hefur vegna þeirra einkenna, sem hinn slasaði hefur og rekja má til slyssins. Þarf í því sambandi að kanna á hvern hátt slík skerðing hefur áhrif á getu viðkomandi einstaklings til að framkvæma athafnir daglegs lífs. Að lokum er rétt að geta þess, að mikilvægt er að læknir, sem metur miska einstaklings, hafi engin per- sónuleg tengsl við hinn slasaða. Um hæfi til meðferðar einstaks máls gilda ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993. 3. Varanleg örorka 3.1. Skilgreining Örorka er breyting á hæfni ein- staklings til að mæta persónuleg- um, félagslegum eða atvinnulegum kröfum. Varanleg örorka verður til þegar einstaklingur á erfitt með að svara ytri kröfum vegna miska, einkum þeim sem starfsvettvangur hans gerir. Varanlegur miski veldur einvörð- ungu örorku, þegar heilsufars- ástand takmarkar hæfni einstakl- ingsins til að mæta athöfnum dag- legs lífs. Þannig myndi missir fremstu kjúku litlafingurs hægri handar skerða starfshæfni þess fingurs bæði hjá bankastarfsmanni og atvinnupíanóleikara, en banka- starfsmaðurinn myndi síður hljóta af því örorku en píanóleikarinn. 3.2. Mat á örorku Örorka er metin með „ekki- læknisfræðilegum" aðferðum. Við mat á varanlegri örorku vegur mat á miskastigi hins slasaða þó þungt. Varanleg örorka nemur ekki alltaf sömu prósentutölu og miska- stigið. Þannig getur tiltölulega lítill eða óverulegur miski hjá einstakl- ingi með mjög sérhæft starf í und- antekningartilfellum vegið mjög þungt eins og áður sagði, en hjá þorra fólks myndi hann ekki valda neinni varanlegri örorku. Eins og áður er vikið að hafa sumar þjóðir kosið að líta alveg framhjá því að meta varanlega örorku, en ákvarð- að bætur út frá þeim miska, sem metinn hefur verið og samið sér- stakar bótatöflur (Finnland og væntanlega Svíþjóð á næsta ári).2 Hérlendis var lengi vel gengið út frá því, að örorka slasaðra ein- staklinga væri jöfn því miskastigi (læknisfræðilegri örorku) sem met- in var. í mörgum tilfellum getur það staðist, en þegar miskastig er lágt eru líkurnar meiri fyrir því, að varanleg örorka sé ekki fyrir hendi eða sé a.m.k. lægri en sem nemur miskastiginu. Undantekningar frá þessu eru auðvitað fyrir hendi eins og lítillega var vikið að hér að framan (píanóleikarinn). Við til- tölulega hátt miskastig eru meiri líkur fyrir því, að varanleg örorka sé meiri en sem nemur miskastigi. 2 í þessu sambandi er rétt að benda á, að í þessum löndum býr fólk við allt önnur skilyrði hvað varðar bætur frá hinu almenna tryggingakerfi landanna og aðstæður því ekki sambærilegar við þær sem ríkja hérlendis. Athyglisverðar ráðstefnur erlendis Að jafnaöi berast til skrifstofu L.M.F.Í. í hverjum mánuði ýmsir bæklingar um margvísleg nám- skeið og ráöstefnur erlendís. Er sumt af þvi hengt upp á upplýs- ingatöfluna í anddyri hússins. Meðal athyglisverðra ráðstefna á næstu mánuðum má nefna eftir- farandi: 14.-16. febrúar: The 24th International Company Lawyers’ Conference, í Vín, á vegum Management Centre Europe. 21.-23. febrúar: The 4th International Charterparties Contemporai-y Issues Semin- ar, í London, á vegum Lloyd’s of London Press. 1.-2. mars: Brussels/Lugano Revisited - The European Regime of Jurisdiction and Enforcement in Civil and Commercial Matters, í Zurich í Sviss, á vegum International Bar Association (Section on Business Law). 1.-2. apríl: Rethinking the Law Firm, í Tel Aviv í ísrael, á vegum International Bar Associ- ation og American Bar Associ- ation. Fjallar um stjórnun og rekstur lögmannsstofa. 1.-4. maí: International Financial Law Seminar, í Genf í Sviss, á vegum International Bar Association (Section on Business Law). Þá hafa nokkrir bandarískir háskólar sent upplýsingar um framhaldsnám og sumarnám- skeið á þessu og næstu árum. Lögmannablaðið 9

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.