Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 14
vikið að þessum atriðum á þann veg, að til þess að unnt sé að gefa út ákæruskjal, þurfa ákveðin atriði, sem þar er vikið að, að liggja ljós fyrir. Af þessu leiðir, að lögreglu ber eftir föngum að upplýsa um þessi atriði. 2. Aðilar máls (handhafi ákœruvalds/grunaður/ sakborningur) Samkvæmt ákvæðum laganna lýtur rannsókn að því að upplýsa brot sem til rannsóknar er og er því nauðsynlegt að skoða hverjir teljist aðilar máls. Þeir eru fyrst og fremst handhafi ákæruvalds og sakborningur, en kærandi (þolandi misgerðar) hefur ekki stöðu máls- aðila, þótt hann njóti ýmissa rétt- inda, en nokkurs misskilnings hef- ur gætt um þetta atriði. Við rannsókn ber lögreglu að gceta réttinda sakbornings... Við rannsókn ber lögreglu að gæta réttinda sakbornings og má benda á ákvæði VI. kafla oml., en þar er að finna fjölmörg ákvæði, sem tryggja eiga hlutlægni rann- sóknarvalds. Þannig eru sakborn- ingi eða verjanda hans játuð ýmis úrræði til ihlutunar um rannsókn- araðgerðir og réttindamál og heim- ilað að bera undir dómara ágrein- ingsatriði, sbr. 75. gr. oml. Úrskurði dómara má svo skjóta til Hæstarétt- ar íslands, sbr. 142. gr. oml. íhlut- unarrétti brotaþola eru ekki gerð sömu skil þótt reynt sé eftir föng- um að gæta þess að réttmætar at- hugasemdir, sem hann kann að gera, séu skoðaðar af hlutlægni. Þá má minna á það nýmæli, sem tek- ið var upp í maímánuði 1994, varð- andi löglærða talsmenn brotaþola. Hefur það þótt gefast afbragðsvel. Vert er þó að vekja athygli á því, að i umsögn rannsóknarlögreglu- stjóra í september 1990 um frum- varp til laga um meðferð opinberra mála lýsti hann þeirri skoðun sinni, að ákvæði um lögfræðiaðstoð við fórnarlömb tiltekinna afbrota skorti og ættu þau heima á eftir VI. kafla frumvarpsins, sem fjallar um sakborning og verjanda. Þykir rétt að árétta þá skoðun að mikið hag- ræði væri að því að hugað yrði að réttindum og skyldum löglærðra talsmanna brotaþola við fram- kvæmd starfa þeirra. 3. Vitni - upplýsingaaðilar Augljóst er, að ýmsar upplýsing- ar, sem lögregla aflar við rannsókn máls, eru fengnar annars vegar frá vitnum og svo hins vegar upplýs- ingaaðilum. Mikilvægt er að fram- burður vitnis, þess er það lýsir, sé byggður á sjálfs þess skynjun en ekki á því sem það hefur heyrt eða orðið áskynja á annan hátt, en mikið framboð er á allskonar upp- lýsingum, sem ekki varða beinlínis það atriði sem sanna skal, en álykt- anir má leiða af um (óbein sönnun - líkur). Er afar brýnt að slíkum upplýsingum sé haldið skýrt að- greindum og þess gætt, að vitni geri sem nákvæmasta grein fyrir því hvernig það er að upplýsing- um komið. 4. Opinberar skráningar Opinber vottorð af ýmsu tagi eru mikilsverð gögn og eru þau óspart notuö af lögreglu, svo sem upplýs- ingar úr þjóðskrá, bifreiðaskrá, sakaskrá og ýmsum skrám öðrum, sem lögregla og opinberir aðilar halda. Virða verður heimildabrest stofnana til að láta lögreglu í té upplýsingar og verður þá að leita eftir úrskurði dómstóla, eftir því sem við á. 5. Lceknisrannsókn - úrvinnsla Skoðunarskýrslur lækna eru meðal mikilvægustu gagna sem lögregla aflar og má geta þess, að mikil ánægja er meðal lögreglu- manna um það verklag, sem kom- ið hefur verið á með stofnun Neyð- armóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítalans, nú Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þá má nefna rannsóknir á geð- högum sakbornings sem tíðkaðar em þegar vafi þykir leika á sakhæfi hans, en með núgildandi réttarfars- lögum þótti rétt að draga úr gagn- gerri geðheilbrigðisrannsókn, en mæla í þess stað fyrir um einfalda athugun læknis eða sálfræðings til könnunar á því hvort þörf væri gagngerrar geðheilbrigðisrann- sóknar. 6. Tœknirannsókn - úrvinnsla Nýmæli á sviði raunvísinda gagnast lögreglu sem og öðmm og er reynt að fylgjast með því helsta sem þar er að gerast á hverjum tíma. Af hálfu RLR er lögð rík áhersla á vandaða meðferð sýni- legra sönnunargagna, sem aflað er við rannsókn máls og skráningu þeirra og vörslur og ber að árétta að menn haldi vöku sinni í þeim efnum og tryggi það ferli enn bet- ur með ítarlegum reglum, sem þá einnig gilda utan RLR, en unnt verður á hverjum tíma að gera ná- kvæma og skilmerkilega grein fyrir vörslu sönnunargagna, því ekki er nóg að allt sé með felldu, heldur verður það einnig að virðast vera það. Við úrvinnslu og nákvæma skoðun á sýnilegum sönnunar- gögnum hefur um langt árabil ver- ið náið samstarf við rannsóknastof- ur Háskólans í réttarlæknisfræði og lyfjafræði auk ýmissa annarra stofnana, svo sem Iðntæknistofn- unar. ... en beita verður því valdi, sem lögreglu er falið, ... 7. Réttarfarsefni Á rannsóknarstigi reynir oft á störf lögreglu fyrir dómstólum. Má þar nefna ýmis þvingunarúrræði, sem réttlætanlegt þykir að beita í þágu rannsóknar, en beita verður því valdi, sem lögreglu er falið, af hófsemi. Er víða i lögum hvatt til varfærni í þeim efnum og ríkar 14 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.