Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 16
Einar Gunnarsson, hdl. Rekstur lögmannsstofu, ráðstefna á vegum norska lögmannafélagsins október síðast liðnum átti und- irritaður, ásamt Guðmundi Þór Guðmundssyni, lögfræðingi og framkvæmdastjóra Aðgengis-Úr- lausnar hf. (eða Ú-A), þess kost að sækja ráðstefnu norska lögmanna- félagsins um rekstur lögmanns- stofu. Norska lögmannafélagið hefur gengist fyrir ráðstefnum sem þess- ari undanfarin ár og var jietta sú fimmta í röðinni. Þema ráðstefn- unnar var að þessu sinni hvernig lögmenn gætu aukið gæði og af- köst með réttri notkun tækninýj- unga. Þar bar að sjálfsögðu hæst tölvutækni og var samhliða ráð- stefnunni sýning, þar sem fyrirtæki sýndu nýjustu söluvörur sínar á því sviði. Flutt voru erindi um þær breyt- ingar, sem starfsumhverfi lög- manna er að verða fyrir vegna upplýsingabyltingarinnar, uppsetn- ingu, viðhald og öryggi tölvukerfa, hug- og vélbúnaðarþarfir lög- manna, breytt hlutverk lögmanns- ritara og menntun þeirra, tölvu- samskipti og Internet og hvernig lögmenn geti brugðist við þessum breytingum á sem árangursríkastan hátt. Þátttakendum var einnig skipt upp í vinnuhópa og hluti annars ráðstefnudagsins nýttur til að fjalla um einstök álitaefni, eins og þau koma fyrir hjá minni lögmannsstof- um, hjá stórum lögmannsstofum og hjá lögmönnum, sem starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Fram kom að á fyrri ráðstefnum hefði mikið verið fjallað um hvort lögmenn þyrftu að tileinka sér tölvutækni. Nú væru slíkar raddir þagnaðar og einungis um það fjall- að hvernig best bæri staðið að nýt- ingu tækninnar. Það virtist almenn skoðun að lögmenn, sem ekki nýttu sér möguleika á tölvuvæddri upplýs- ingaleit, myndu verða undir, bæði vegna þess að þeir yrðu ekki sam- keppnishæfir hvað varðaði afköst, en ekki síður vegna þess að upp- lýsingabyltingin setti ný viðmið um fræðilegan grunn úrlausna og þar nteð um gæði lögmannsþjónustu. Þannig væri þess krafist að lög- menn tækju tillit til lögfræðilegra heimilda, sem enn hefðu ekki ver- ið gefnar út á venjulegum pappír Gott eigið upplýsinga- kerfi var eitt af pví sem almenn samstaða var um að vceri nauðsynlegt. og að uppspretta slíkra heimilda yrði sífellt umfangsmeiri, meðal annars vegna alþjóðlegs samstarfs. Eina raunhæfa leiðin til að tryggja réttan grundvöll úrlausna og þar með gæði þjónustunnar væri því að hefja markvissa notkun lög- fræðilegra gagnabanka. Áberandi var að flestir frummælendur virtust telja að lögfræðilega gagnabanka væri hagstæðast að nýta bæði á geisladiskum og í gegnum upp- hringisamband eða Internet. Fyrir aðgang að gagnabönkum á geisla- diskum eða þar sem gögnin eru með öðrum hætti í vörslum not- andans er oftast greitt fast gjald fyr- ir hvert notendaleyfi. Það hvetur til aukinnar notkunar, sem bæði þjálfar starfsmenn og eykur afköst þar sem uppflettingar í gagna- bönkum eru yfirleitt fljótlegri en leit í prentuðum heimildum. Alla jafna eru uppflettingar í slíkum gagnabönkum bæði fljótlegri og með notendavænna viðmóti en í gegnum upphringisamband, en ókosturinn er sá, að þeir verða óáreiðanlegir þegar lengra dregur frá seinustu uppfærslu þeirra og þjóna þá ekki nægilega vel þeim tilgangi að tryggja aukin gæði þjónustunnar. Þá koma gagna- bankar með upphringisambandi eða Internettengingu til sögunnar, með aðgangi að þeim er oft hægt að brúa bilið frá seinustu upp- færslu. Yfirleitt er verulegur hluti kostnaðar við leit í þannig gagna- bönkum notkunarbundinn, þannig að kostnaður eykst eftir því sem fyrirspurnirnar verða fleiri eða taka lengri tíma. í Noregi hefur verið byggður upp mjög öflugur lög- fræðilegur gagnabanki, Lovdata, sem hefur að geyma öll gildandi lög, vemlegan hluta allra hæstarétt- ardóma, reglugerða og EES-gerða, aðgang að lögfræðilegum gagna- banka Evrópusambandsins, CEL- EX, og umtalsvert magn upplýs- inga um fræðirit. Hægt er að fá að- gang að Lovdata á geisladiskum og eða í gegnum upphringisamband eða Internettengingu. Þrátt fyrir að áskrift að Lovdata sé dýr virtust all- ir á einu máli um að það væri hjálpartæki, sem norskir lögmenn gætu ekki verið án. En ekki var einungis fjallað um upplýsingaleit og gagnabanka á lands- og/eða alþjóðlega vísu. Töluverð athygli beindist að upp- lýsingakerfum lögmannsstofanna sjálfra. Gott eigið upplýsingakerfi var eitt af því sem almenn sam- staða var um að væri nauðsynlegt. Það þyrfti að geta varðveitt einstök 16 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.