Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 17
mál, haldið utan um tímaskriftir, gefið kost á þvi að kanna með skjótum hætti hvort ný mál yllu hagsmunaárekstri, haldið utan um uppsafnaða þekkingu með því að safna saman og flokka á tölvutæku formi formskjöl og skilað nauðsyn- legum upplýsingum fyrir bók- haldskerfi. Almennt virtust menn nota nokkur minni forrit til þessara hluta og söknuðu kerfis sem gæti haldið utan um allt þetta, en væri þó svo einfalt, að venjulegt fólk gæti þýðst við það. í tengslum við þetta var einnig fjallað um nám fyrir lögmannsrit- ara, sem norska lögmannafélagið hefur skipulagt. Var það mjög áhugavert og er þeirri hugmynd hér með komið á framfæri við stjórn LMFÍ að hún kynni sér þetta nám og hvort grundvöllur gæti ver- ið fyrir slíku heima, þótt kannski væri með minna sniði. í heildina var ráðstefnan mjög vel undirbúin og gagnleg. Ef fram- hald verður á þessu ráðstefnuhaldi hjá norðmönnum treysti ég mér óhikað til að mæla með því við ís- lenska lögmenn að sækja þær. Ráðstefnugögn voru vönduð og ýmislegt gagnlegra upplýsinga um efni ráðstefnunnar þar að finna. Einar Gunnarsson, hdl. Vörumerkjaréttur - helstu meginreglur eftir Jón L.Arnalds, héraðsdómara y síðasta tölublaði átti ritdómur þessi að birtast og gerði það að nokkrum hluta. Því miður féll nið- ur hluti hans við vinnslu á blaðinu og er hann því birtur hér að nýju í heild sinni. Er höfundur greinarinnar beðinn velvirðingar á þessum mistök- um. Svo sem heiti bókarinnar og lengd gefur til kynna verður bókin frekar að flokkast sem yfirlitsrit en sem flókið fræðirit. Höfundur hefur tekist á hendur það erfiða verkefni, að gefa stutt yfirlit yfir hið að ýmsu leyti flókna en raunhæfa réttarsvið sem vöru- merkjarétturinn er. Tæpt er á flestum atriðum, er máli skipta, til að öðlast yfirsýn en þó að sýnu mest áhersla lögð á efnisleg skilyrði vörumerkjaréttar og þá sérstaklega á skilyrði fyrir skráningarhæfi. Þessi efnistök hljóta að teljast heppileg með tilliti til um- fangs bókarinnar enda skilningur á þessum hluta vörumerkjaréttarins nauðsyn til skilnings á vöru- merkjaréttinum í heild. Fyrir þá, sem eru að kynnast vörumerkjaréttinum í fyrsta sinn, er það mikill kostur hve afmörkuð bókin er og ekki síður viðaukarnir í bókarlok með lagatextum, Parísarsamþykktinni og vöruskrá. Fyrir lögmenn og aðra lögfræðinga, sem ekki sýsla með vörumerkjarétt dags daglega, er bókin ákaflega handhægt yfirlits- og uppsláttarrit, en í lok hvers kafla er tilvísun til helstu rita, sem þannig nýtist sem lykill að frekari heimildarleit. Þá eykur það mjög á notagildi bókarinnar hversu mjög höfundur styður mál sitt og skýrir með tilvísunum til dómafordæma, framkvæmd vörumerkjaskrárritara og úrskurðum áfrýjunarnefndar í vörumerkja- og einkaleyfamál- um. Þó sýnist gagnrýnivert hvernig framsetningu þessara tilvísana er háttað. Þær eru allar hafðar í neðanmálsgreinum. Að viti undirritaðs hefði um- talsverður hluti efnis neðanmálsgreinanna betur átt heima í meginmáli. Hið knappa umfang bókarinn- ar kann þó að hafa mælt gegn því, enda hefði slík uppsetning að öllum líkindum kallað á lengri texta til skýringar á samhengi og til að tengja efni dæmanna umfjöllunarefninu hverju sinni. Útaf fyrir sig er mjög gott að meginmál sé ekki slitið sundur með tilvísunum, sem ekki er nauðsynlegt að kynna sér, til skilnings á efni bókarinnar. Ég efast hins veg- ar um að margir muni lesa bókina án þess að lesa efni neðanmálsgreinanna jafnóðum og tel að öðru leyti að það sé skýr vísbending um ofnotkun neð- anmálsgreina þegar þær eru farnar að bera megin- mál á einstökum síðum ofurliði eða jafnvel íyðja því með öllu út. Það er sérstaklega ánægjulegt þegar lögfræðing- ar, sem hafa átt þess kost að sérhæfa sig á tiltekn- um réttarsviðum, miðla þeirri sérþekkingu sinni með ritun fræöigreina og bóka. Bókin Vörumerkja- réttur er þarft og vandað framlag til íslenskrar lög- fræði. Lögmannablaðið 17

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.