Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 19
því gert að greiða þrotabúinu kr. 1.000.000 í bætur með vísan til 62. gr. gþskl. nr. 6/1978. Gildi veðsetningar Þá var K gert að aflétta veðsetn- ingu skuldabréfsins, þar sem nægi- lega þótti í ljós leitt að um mála- myndagerning væri að ræða. Var vísað til þess, að K hafi verið orð- fá um tilurð og afdrif skuldabréfs- ins og jafnframt litið tii óvenjulegra skilmála þess og ráðstafana K á bréfinu í tengslum við kaupsamn- inginn, sem gerður hafði verið á árinu 1991 með fyrirvara um sam- þykki þrotabús M. Jafnframt var lit- ið til þess að K lagði bann við því að bróðir hennar, sem hún kvað hafa haft með höndum ráðstöfun bréfsins, upplýsti um afdrif þess og breytti í engu þótt dómarinn beindi tilmælum til K um að hlut- ast til um að þau atriði yrðu upp- lýst í samræmi við 2. mgr. 46. gr. 1. nr. 91/1991. Nefndur bróðir K var kvaddur fyrir dóm, en hann synjaði um skýrslugjöf á grundvelli undan- þáguréttar vitnis sökum skyldleika við málsaðila. Leit dómurinn svo á að nægilega væri í ljós leitt, að K hefði ráðstöfunarheimild á bréfinu og ekki væri til að dreifa öðrum, sem í grandleysi leiddi betri rétt af bréfinu. Var K því gert að aflétta veðsetningu nefnds skuldabréfs. Áfryjun - Nauðungarsala fasteignarinnar K áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist frávísunar málsins frá héraðsdómi en til vara sýknu en til þrautavara að aðeins yrði tekinn til greina hluti af kröfum þrotabús M. Tveimur dögum fyrir uppsögu hér- aðsdóms var umdeild fasteign seld á nauðungaruppboði og í samræmi við hinn áfrýjaða dóm var ekki tek- ið tillit til veðskuldabréfsins í fmm- varpi sýslumanns að úthlutun sölu- andvirðis eignarinnar. Aður en frestur til að koma að athugasemd- um við fmmvarpið rann út komu fram mótmæli við það og var gerð krafa í uppboðsandvirði nefnds veðskuldabréfs. Sýslumaður frest- aði að taka afstöðu til þeirrar kröfu DOMflR vegna áfrýjunar málsins af hálfu K. Vegna breyttra aðstæðna féll þrota- búið frá kröfu um afhendingu fast- eignarinnar en gerði í þess stað kröfu um afhendingu þess hluta söluandvirðis eignarinnar, sem falla ætti til þrotabúsins að um- deildu veðskuldabréfi frágengnu, en til vara, að K yrði dæmd til að greiða þrotabúinu samsvarandi upphæð í skaðabætur. Að öðru leyti var krafist staðfestingar hins áfiýjaða dóms og úrskurðar í hér- aði um synjun á frávísunarkröfu K. Dótnur Hcestaréttar Nokkur ný gögn voru lögð fyrir Hæstarétt, m.a. endurrit af vitna- framburði handhafa veðskulda- bréfsins, sem aflað var eftir áfrýjun málsins. Hæstiréttur staðfesti úr- skurð héraðsdóms um synjun á frá- vísun málsins með skírskotun til forsendna hans. Þá staðfesti Hæsti- réttur riftunarákvæði héraðsdóms og úrlausn um skyldu K til að greiða þrotabúinu kr. 1.000.000 vegna innbús þess, sem gert var að séreign hennar með umdeildum kaupmála. Loks féllst Hæstiréttur á að eftirstöðvar söluandvirðis fast- eignarinnar skv. frumvarpi sýslu- rnanns að úthlutunargerð skyldi renna til þrotabús M. í dómi Hæstaréttar kemur fram að veð- setningin sé ekki, fremur en ráð- stöfun fasteignarinnar til K, bind- andi gagnvart þrotabúinu, en í málinu reyndi ekki á rétt þriðja manns, sem kynni að hagga þeirri niðurstöðu á grundvelli traust- fangsreglna. í dóminum er tekið fram að handhafi veðskuldabréfs- ins hafi átt þess kost að skjóta ágreiningi þeim, sem upp var kom- inn um frumvarp sýslumanns að úthlutun uppboðsandvirðis, til hér- aðsdómara skv. 52. og 73. gr. I. nr. 90/1991, en svo hafi ekki verið gert. Brysti lagaskilyrði til þess að leysa úr þeim ágreiningi í máli K og þrotabúsins, sem handhafi bréfsins ætti ekki aðild að. Frá ritstjóra og ritnefnd: Aðsendar greinar Félagsmenn eru hvattir til aö rita í blaðið greinar, langar eða stuttar, um hugðarefni sín er tengjast störfum lögmanna. Ekki þarf að vera um mjög fræðileg skrif að ræða. Til að auð- velda vinnslu blaðsins væri æskilegt að aðsendar greinar kæmu bæði prentaðar á blað og á tölvudiskum, t.d. í Word eða Word-Perfect ritvinnsluformi. Þeim, sem hafa áhuga á að senda greinar til blaðsins, er bent á að það kemur út 15. dag janúar, mars, maí, júlí, september og nóvember ár hvert. Þurfa greinarnar því að berast til skrifstofu L.M.F.Í. eigi síðar en 1. dag útgáfumánaðar. Lögmannablaðið 19

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.