Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 20
Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík: Félag lögfræðinga á Vestfjöröum Þann 15. septemher sl. komu tíu lögfræðingar af alls 14, sem starfa á Vestfjörðum, saman til fundar á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, að Hrafnseyri við Arnarfjörð, og samþykktu að stofna með sér félag, Félag lög- fræðinga á Vestfjörðum. Allir lög- fræðingarnir 14 gerðust þó stofnfé- lagar. Samþykkt voru lög fyrir fé- lagið og stjórn kjörin. í lögum félagsins er m.a. kveðið á um að tilgangur félagsins sé að efna til funda um lögfræðileg mál- efni og efla persónuleg kynni lög- fræðinga og stuðla að velferð lög- fræðingastéttarinnar. Rétt til að ger- ast félagar eiga þeir lögfræðingar sem starfa eða starfað hafa á Vest- fjörðum. Samkvæmt því eiga nokkrir tugir lögfræðinga rétt á að gerast félagar og eru t.d. úr þeim hópi ellefu sýslumenn, að þeim sýslumönnum meðtöldum, sem þegar hafa gerst félagar. Undirrituðum hlotnaðist sá heið- ur að vera kjörinn fyrsti formaður félagsins, ritari var kjörinn Tryggvi Guðmundsson, lögmaður og gjald- keri Ríkarður Másson, sýslumaður. Varastjórnarmaður var kjörinn Gísli Rúnar Gíslason, fulltrúi sýslu- manns. Frá stofnfundi hefur eitt málþing verið haldið. Þann 1. desember sl. var haldið málþing á ísafirði, þar sem Kristján Stefánsson, hæstarétt- arlögmaður, og Olafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður, fluttu hugleið- ingar sinar um efnið „varnir í opin- berum málum“ og urðu í framhald- inu almennar umræður. Fyrr um daginn var málflutningur í sakamáli fyrir héraðsdómi Vestfjarða þar sem fyrirlesarar á málþinginu fluttu sókn og vörn að viðstöddum meiri- hluta fundarmanna. Þótt félagar séu aðeins 14, enn sem komið er, er talsverð breidd í hópnum; starfsmenn hins opinbera og sjálfstætt starfandi lögmenn, konur og karlar, ungt fólk og fólk, sem öðlast hefur meiri reynslu. Af félagsmönnum búa níu á Isafirði, tveir búa á Patreksfirði og einn í Bolungarvík, á Hólmavík og á Þingeyri. Til gamans má geta þess að af þeim níu, sem starfa á Isafirði starfa sjö þar undir sama þakinu eða helmingur félagsmanna, þótt nú sé reyndar að fækka um einn, en skattstjóri Vestfjarða er á förum og óvíst að lögfræðingur verði ráð- inn í hans stað. Gera má ráð fyrir að í framtíðinni verði fundir í félaginu haldnir tvisvar til þrisvar á ári og að leitast verði við að hafa þá sem víðast um fjórðunginn en ekki bundna við þann stað sem flestir félagsmenn búa á. Þá má vel hugsa sér þegar fram í sækir að einhvern tíma verði efnt til funda utan fjórðungsins eða með öðrum félögum lögfræðinga. Þótt félagið hafi ekki mikla fjár- hagslega burði er það von mín að félagsmönnum muni takast að haga málurn svo, að það muni teljast nokkur heiður að flytja fyrirlestra á vegum þess og að þeir, sem til verður leitað, muni meta það nokk- urs þótt ekki komi önnur umtals- verð umbun til en þakklæti félags- manna. Þá reynir ekki síður á fé- lagsmenn sjálfa að sýna áhuga og frumkvæði og telja ekki eftir sér að sækja fundi í félaginu, en sökum fámennis ætti að vera auðveldara að ræða málin til hlítar en á fjöl- mennari fundum. Þegar fram í sækir er það von min að lögfræðingar, og eftir atvik- um fyrrverandi lögfræðingar, á Vestfjörðum kynnist á vettvangi fé- lagsins, starfssviði sínu, starfs- bræðrum og starfssvæði félagsins betur en ella. Hefur þá stofnun fé- lagsins, sem eftir því sem næst verður komist er fyrsta formlega fé- lag lögfræðinga hérlendis, sem bundið er ákveðnu landssvæði, náð tilgangi sínum. Breytingar á félagatali Töluvert margar breytingar hafa orðið á félagatalinu undanfarna mánuði, bæði að því er varðar aðsetur og símanúmer lögmanna og einnig hafa margir nýjir lögmenn bæst við félagatalið og aðrir lagt leyfi sin til geymslu í dómsmálaráðu- neytinu og þar með verið teknir af fé- lagatalinu. Þessar nafnabreytingar hafa orðið síð- ustu mánuði: Ný málflutningsleyfi fyrir héraðs- dómi: Brynhildur G. Flóvenz, hdl., starfar á skrifstofu Jafnréttisráðs og sem fram- kvæmdastjóri Lögfræðingafélags íslands. Elín Árnadóttir, hdl., rekur lögmanns- stofu með Sif Konráðsdóttur að Klappar- stíg 25-27, sími 551-1050, bréfsími 551- 1041. Gunnhildur Gunnarsdóttir, hdl., starfar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Linda Björk Bentsdóttir, hdl., fulltrúí hjá Eggerti B. Ólafssyni, hdl, Ingólfs- stræti 3. Svanhvít Axelsdóttir, hdl., fulltrúi á Málflutningsskrifstofunni, Suðurlands- braut 4 A. Þórður H. Sveinsson, hdl., rekur eigin stofu að Háaleitisbraut 58-60, sími 533-5200, bréfsími 588-3659. Ný málflutningsleyfi fyrir Hæsta- rétti íslands: Guðmundur Kristjánsson. Gunnar Jóhann Birgisson. Helgi Jóhannesson. Ingimundur Einarsson. Jakob R. Möller. Sigurbjörn Magnússon. Eldri leyfi leyst út: Dögg Pálsdóttir, hrl., Bergstaðastræti 86, sími 551-3260. Guðmundur Þór Guðmundsson, hdl., starfar hjá Úrlausn-Aðgengi h.f., Bæjar- hrauni 8, Hafnarfirði, sími 565-5556, bréf- sími 565-5553. Jón Sigurgeirsson, hdl., Skipholti 50 b, sími 562-3233, bréfsími 562-2330. Leó E. Löve, hdl., Klapparstíg 1. Magnús Brynjólfsson, hdl., Hafnar- stræti 20, simi 552-5590, bréfsími 562-7323- Eftirtaldir lögmenn hafa verið teknir af félagatalinu: Árni Múli Jónasson. Ásta Magnúsdóttir. Einar Gunnarsson. Halldór Frimannsson. Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir. Jónas Guðmundsson. Þá hefur einn félagsmaður látist ný- lega, Sigurgeir Sigurjónsson, hrl. 20 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.