Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 22
Björn L. Bergsson hdl. Dómasafn Hæstaréttar íslands á geisladiski Nú nýverið var gefinn út geisladiskur með dóma- safni Hæstaréttar íslands innanborðs. Útgefendurnir eru tveir, Islex hf. og Prentsmiðjan Oddi hf. A diskinum eru dómar Hæstaréttar íslands ásamt héraðs- dómum frá árunum 1982 til 1994. Dómasafnið mun vera með fyrstu gagnasöfnum, sem gefin eru út á geisladiski hérlendis. A diskinum er allur texti dómanna birtur en bætt framan við hvern dóm stuttri lýsingu á efni dómsins, atriðisorð- um úr dóminum og lagatilvitnun- um, sem fyrir koma í honum. Án þess að hafa brúkað diskinn lengi eða kannað notagildi hans með mjög kerfisbundnum hætti sýnist mér gagnsemi hans byggjast fyrst og fremst á öflugu leitarkerfi, sem gerir kleift að finna dóma eft- ir margvíslegum leitaraðferðum. Fyrst skal nefna að hægt er á skömmum tíma að finna alla dóma, sem tiltekin orð, setningar- hlutar eða heilar setningar koma fyrir í. Þá má finna dóma eftir nöfnum aðila eða eftir lagagreinum sem vitnað er til. Þá er líka hægt að leita að dómum eftir lögfræðileg- um lykilorðum, sem tengjast mál- inu og mikil vinna hefur auðsjáan- lega verið lögð í að velja fjölmörg lykilorð fyrir hvern dóm og sam- ræma þau. Hægt er að flétta saman ofangreind leitarskilyrði með marg- víslegum hætti, t.d. með því að setja mörg leitarskilyrði í sömu leit- ina, jafnt einstök orð í texta, nöfn málsaðila, lagatilvitnanir og lykil- orð til að þrengja leitina. Eru leitar- skilyrðin þá tengd saman með tengingunum og, eða, ekki eða nærri. Þá má takmarka leitina við tiltekið ár eða önnur tímabil. Raun- ar skal ekki undan því vikist að greina frá því að þennan fróðleik hef ég að mestu úr handbók sem fylgir diskinum en byggi ekki á eigin reynslu enn. Leitarkerfið myndar lista yfir þá dóma sem falla að leitarskilyrðum og þann lista er hægt að prenta út eða velja af honum einstaka dóma og skoða þá eða prenta að hluta eða í heild. Þó að ofangreindar skýringar á því, hvernig hægt er að leita í gagnasafninu, kunni að virð- ast flóknar trúi ég að svo sé ekki í raun. Dómasafnið er ákaflega auð- velt í notkun og frá fyrsta degi er hægt að hafa veruleg not af því. Eftir því sem notandinn kynnist leitarkerfinu betur opnast nýjir möguleikar. Mig grunar að hægt sé að finna dóma út frá smávægileg- ustu vísbendingum og þá getur Dómasafnið sparað eðli máls sam- kvæmt langvinna leit að dómi, sem óljóst hugboð segir að sé til. Á sama hátt er að sjálfsögðu hægt að leita að dómum um tiltekið efni eða lagagrein, án þess að hafa nokkurn tiltekinn dóm í huga. Ég hef haft tækifæri til að bera saman íslenska dómasafnið og sambærííega tölvutæka útgáfu á danska UfR-dómasafninu. Sá sam- anburður er íslenska dómasafninu að flestu leyti hagstæður, sérstak- lega hvað varðar leitarmöguleika, leitarhraða, útlit og auðvelda notk- un. Sýnist mér að íslenski diskur- inn tilheyri annarri kynslóð hug- búnaðar en sá danski og ber ís- lenska dómasafnið þess glögg merki hvað okkar menn á sviði tölvufræða standa framarlega í sínu fagi. Eitt hefur þó danska dóma- safnið umfram það íslenska, en það eru stuttar, kjarnyrtar reifanir, sem fylgja hverjum dómi og er þannig fljótlegra að átta sig á for- dæmisgildi dönsku dómanna. Mik- il bót væri að því ef sams konar reifanir yrðu settar inn í íslenska safnið. Mætti þar jafnvel leita sam- starfs við þá höfunda, sem unnið hafa að útgáfum dómareifana. Það þarf mikinn kjark og þrek, jafnvel allnokkra þrjósku, til að hrinda í framkvæmd útgáfu sem þessari hér á landi, þar sem not- endahópurinn hlýtur að vera mjög þröngur þó að flestir lögfræðingar noti tölvu að einhverju leyti í störf- um sínum. Sýnist það stappa nærri kraftaverki að útgáfa Dómasafnsins skuli vera orðin að veruleika og það án styrkja eða fjárausturs opin- berra aðila eftir því sem mér er tjáð. Verðið á Dómasafninu er á hinn bóginn nokkuð hátt, en það vekur þó athygli mína að það er bísna sambærilegt við verðið á danska diskinum með UfR-safninu þó að markaðurinn þar sé miklum mun stærri. í fyrrnefndri handbók, sem fylg- ir Dómasafninu, er frá því greint að útgefendur ætla ekki að sitja með hendur í skauti, heldur stefna þeir að því að bæta árlega við gagna- safnið þremur eldri árgöngum ásamt nýjasta árgangi dómasafns- ins. Er það vel því eftir því sem ár- göngunum fjölgar því meira eykst notagildi disksins. Að endingu er að þakka það sem vel er gert og vil ég leyfa mér að fullyrða að öllu þarfari verk á sviði útgáfumála hafa ekki verið unnin hin síðari ár. Takk íslex og Oddi. Nú svo þurfa að sjálfsögðu sem flestir að gerast áskrifendur að þessu bráðnauðsynlega hjálpartæki til að stuðla að því að útgefendun- um þverri ekki móður heldur eflist við hverja dáð, þ.e. útgáfu nýrra árganga. 22 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.