Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8
voru ýmsar aðferðir við að bæta rekstur slíkra fyrirtækja og sam- skipti þeirra við viðskiptavinina. Leiddi þetta m.a. til þess að á skrif- stofu okkar félaganna var tekið upp nýtt skipurit. Útnefndir voru sérstakir lykilaðilar í innheimtu- deildinni til að hafa yfirumsjón með viðskiptum við ákveðna við- skiptamenn, auk fleiri breytinga. Framleiðslu- og birgðastjórnun var nokkuð fræðilegt námsskeið en engu að síður mjög fróðlegt. Þar fékk maður innsýn í rekstur mjög stórra fyrirtækja, svo sem bílaframleiðslu, og öðlaðist skiln- ing á því hvers vegna sumum framleiðendum gengur betur en öðrum að vera með góða vöru á samkeppnishæfu verði. Farið var yfir framleiðsluferli, söluspár, áætl- anagerð, framleiðslustýringu, birgðastýringu o.fl. Margt sem þarna var kennt kemur einnig vel að notum í þjónustufyrirtækjum þó aðallega væri fjallað um fram- leiðslufyrirtæki. Þá var námskeið í lögfæði, en ég fékk undanþágu frá því að sitja það. Þar er dómsstólakerfið kynnt og síðan er aðaláherslan lögð á ýmsa þætti fjármunaréttar, félaga- réttar og gjaldþrotaréttar. Þjóðhagfræði er tiltölulega stutt en mjög skemmtilegt námskeið. Þar er farið í undirstöðuatriði hag- fræðinnar, fjallað um þjóðhags- reikninga, verðlag, verðbólgu, hag- vöxt og atvinnuleysi. Einnig er rætt um peninga og peningamál, hlut- verk seðlabanka, hagstjórn ríkisins, fjármálaaðgerðir og peningamála- aðgerðir. Ýmislegt úr þjóðmálaum- ræðunni fékk nú nýja merkingu fyrir mig. Síðustu þrjú námskeiðin eru mjög tengd. Þar er verið að fjalla um stjórnun fyrirtækja og helstu kenningar í stjórnunarfræðum, skipurit fyrirtækja og nýsköpunar- stefnu. Þá er sérstakt námskeið um starfsmannastjórnun, ráðningar, starfsáætlanir og frammistöðumat, samskipti á vinnustað, hindranir og árekstra og leiðir til bættra sam- skipta. Lokanámskeiðið er svo um stefnumótun og áætlanagerð, en stefnumótun fjallar um það hvern- ig móta skuli stefnu fyrirtækja. Nemendur vinna saman að verk- efni, sem er í raun lokaverkefni þeirra. Farið er í raunverulegt fyrir- tæki og það krufið til mergjar. Gerð er greining á ytri og innri að- stæðum fyrirtækisins, m.a. með til- liti til atvinnugreinarinnar allrar á því sviði. Þá er gerð tillaga um mótun valkosta fyrir fyrirtækið og loks sett stefna þess og markmið í öllum þáttum starfseminnar. Þetta verkefni er nokkuð viðamikið og reynir á nánast alla þætti undan- genginna námskeiða. í stuttri grein er ekki nokkur leið að gera þessu námi tæmandi skil. Ég vil þó segja það að námið stóð fyllilega undir væntingum mínum og fór langt fram yfir það. Kennar- ar voru allir frábærir og þeir nutu þess greinilega að vera að kenna þroskuðu og mótuðu fólki. Kennslugögn voru yfirleitt mjög góð. Það er þó rétt að það komi fram, að hart er á nemendur keyrt allan tímann, með lesningu og verkefnum og menn verða að vera tilbúnir að kasta frá sér öllum tóm- stundum í þann tíma sem námið stendur yfir og gleyma heimilis- fólkinu. Þá er ekki ónýtt að eiga sér samstarfsmenn eins og ég á á skrifstofu okkar; samstarfsmenn sem hlupu iðulega í skarðið fyrir mig þegar ég var í próflestri eða verkefnagerð. Samstarfsmönnum og fjölskyldu minni vil ég færa hér kærar þakkir. Anticir sumarbústaður L.M.F.Í. í Brekkuskógi, Lögntannshliö. Bústaðina geta féiagsmenn fetigið leigða utn skemtnri eða lengri tima. Lögtnannshlíð. 8 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.