Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 13
Kveikjan að gagnrýni minni og athugunum mínum á málum þess- um var sjálfræðissviptingarmál, þar sem ég var í hlutverki verjanda varnaraðila, en mál þetta var rekið fyrir báðum dómstigum. Með kröf- unni um sjálfræðissviptingu var vottorð læknis, þar sem fram kom skilgreining á sjúkdómi varnarað- ila, byggð á sjúkraskýrslum og við- tali við hann. Eftir almenna lýsingu á sjúkdómsástandi varnaraðila mælti læknirinn með sjálfræðis- sviptingu sökum innsæisbrests og ósamvinnuþýðni varnaraðila við að koma fram virkri meðferð. Fyrir dómi treysti læknirinn sér hins vegar ekki til að meta hvort varn- araðili væri ófær um að ráða per- sónulegum högum sínum. Þrátt fyrir að önnur sönnunargögn en læknisvottorðið lægju ekki fyrir varð niðurstaða málsins sú að varnaraðili var sviptur sjálfræði. í forsendum héraðsdómsins var vís- að til læknisvottorðs og framburð- ar fyrir dómi og síðan sagði: “Þyk- ir því nægjanlega fram komið að nauðsyn sé að vista varnaraðila á sjúkrahúsi vegna heilbrigði hans sjálfs. Þar sem varnaraðili hefur ekki viljað samþykkja sjúkrahúsvist í þeim tilgangi að fá viðeigandi meðferð við sjúkdómi sínum, verð- ur ekki hjá því komist að svipta hann sjálfræði sínu.“ Þessi úrskurð- ur var kærður til Hæstaréttar íslands, sem staðfesti hann með vísan til forsendna héraðsdómsins. ... verður ekki hjá því komist að svipta hann sjálfrœði sínu. Það verður ekki séð í máli þessu að dómstólar velti fyrir sér skilyrði laganna um ófærni varnaraðila um að ráða persónulegum högum sín- um. Lesa má þá niðurstöðu út úr þessu máli, að ef veikur einstak- lingur neitar læknismeðferð þá sé heimilt að svipta hann sjálfræði svo hægt sé að beita læknismeðferð gegn vilja hans. Með þessu er gengið lengra en lögin gera ráð fyrir og einnig er þetta í andstöðu við þá mannréttindaumræðu, sem ofarlega hefur verið á baugi á und- anförnum misserum. ... ekki neyða lœknismeð- ferð upp á fólk nema brýna nauðsyn beri til... Samkvæmt framansögðu er ljóst að það er algerlega undir læknum komið hverjir verði sviptir sjálf- ræði. Ég tel það mjög varhugavert, þar sem það er ekki sjálfgefið að geðsjúkir einstaklingar geti ekki ráðið persónulegum högum sín- um. Það kom einnig fram á áður- nefndu málþingi geðlækna og lög- manna, að það kemur fyrir að ætt- ingjar viðkomandi sjúklings, sem höfðað hafa mál til sjálfræðissvipt- ingar, þrýsta á lækna til útgáfu vottorða til að leggja fram í málinu. Þetta hafa læknar gert þrátt fyrir að þeir telji að viðkomandi sé ekki ófær um að ráða persónulegum högum sínum. Með hliðsjón af þessu tel ég nauðsynlegt að dóm- stólar geri strangar kröfur um sönnun á þessu skilyrði laganna. Mín persónulega skoðun er sú að það eigi ekki neyða læknismeð- ferð upp á fólk nema brýna nauð- syn beri til, enda eru flestir sér- fræðingar þeirrar skoðunar, að meðferð hafi ekkert gildi í þessum málum vilji sjúklingurinn hana ekki. Ég tel, að eins og þessum málum er háttað nú, hindri dóm- stólar það ekki að einstaklingar geti verið sviptir sjálfræði, til að hefja læknismeðferð gegn vilja þeirra, þrátt fyrir að þeir séu færir um að ráða persónulegum högum sínum. Nauðungarvistun í III. kafla lögræðislaganna er fjallað um nauðungarvistun. Þar er gert ráð fyrir því að hægt sé að vista einstaklinga á sjúkrahúsi gegn vilja þeirra í 2 sólarhringa, en sam- þykki dómsmálaráðuneytisins þurfi að koma til eigi vistunin að vara lengur. Þó má vistun eigi vara lengur en 15 sólarhringa, sbr. 19. gr. laganna. Þetta er eðlileg regla en engu að síður er hægt að mis- nota hana og til eru dæmi um það. Misnotkunin á þessu heimildará- kvæði felst í því að einstaklingar eru vistaðir gegn vilja sínum ítrek- að í þeim tilgangi að koma fram læknismeðferð. Dæmi er um að einstaklingur hefur verið nauðung- arvistaður 5 sinnum á innan við árin þar af 4 sinnum á 5 mánaða tímabili. A lögmæti þessara endur- teknu vistana var látið reyna fyrir dómi, sem taldi þær lögmætar með vísan til iæknisvottorða. Af þessum úrskurði má hugsanlega draga þá ályktun að heimilt sé að vista ein- staklinga á sjúkrahúsi gegn vilja þeirra ítrekað án dómsúrskurðar, svo framarlega sem læknar telji það nauðsynlegt. Með þessum nauðungarvistunum er í raun verið að neyða viðkomandi einstakling til að sæta læknismeðferð án þess að hann sé sviptur sjálfræði með dómi. Þetta er í algeru ósamræmi við meginregluna að enginn verði sviptur frelsi nema með dómi. ... einstaklingar eru vistaðir gegn vilja sínum ítrekað ... Ég vil taka fram að lokum að þrátt fyrir gagnrýni mína hér að ofan um sjálfræðissviptingar og nauðungarvistanir þá tel ég ekki að hér viðgangist mannréttindabrot í stórum stíl. En miðað við fram- kvæmd stjórnvalda og dómafram- kvæmd er samt ekkert sem hindrar að það geti gerst. Því er nauðsyn- legt að vera á varðbergi og vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Þau varða mannréttindi en eiga ekki að vera einhver leið til að losna við fyrirhöfn eða óþægindi sem þessir eiústaklingar geta vald- ið. Lögmannablaðið 13

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.