Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 18
Oft hefur verið til um- ræðu innan félagsins hvort það ætti ekki að eignast merki, sem nota mætti sem tákn fyrir það sem félagið og lögmannastéttin standa fyrir. Þannig yrðu allir prentgripir félagsins með merkinu og hugsanlega gætu félagsmenn einnig notað það, eftir ákveðnum reglum, sem um það giltu. Fyrir nokkrum árum skipaði stjórnin þrjá lögmenn í nefnd, svokallaða merkis- nefnd, sem kanna átti kosti þess og galla að láta hanna merki fyrir félagið. Nefndin var einhuga um þá skoðun að æskilegt væri að félagið eignaðist merki, en taldi þá ekki tímabært að hefja undir- búning að hönnun þess og kynningu. Að mati nefndar- innar þyrfti ýmislegt að koma til áður, þ. á m. betri kynning á lögmannastéttinni t.d. með starfrækslu lögmannavaktar- innar. Einnig setning reglna um fjárvörslureikninga og starfsábyrgðartryggingar lög- manna og raunhæfari úrræði gagnvart þeim lögmönnum, sem gerðust sekir um brot gegn góðum lögmannshátt- um. Öðru vísi væri ekki hægt að skapa þá ímynd um merk- ið, að það stæði fyrir ein- hverjum gæðum, hefði eitt- hvað innihald. í haust taldi stjórn L.M.F.Í. tíma til kominn að hefja und- irbúning að hönnun merkis- ins. Fól stjórnin Gísla B. Björnssyni, grafískum hönn- uði, að koma með tillögur að merki, sem kynna mætti fyrir Hönnun merkis fyrir L.M.F.Í. félagsmönnum á fyrri hluta þessa árs. Gísli hefur í starfi sínu viðað að sér margvísleg- um gögnum um þau tákn sem helst hafa þótt einkenna stéttina, svo sem réttlætis- gyðjuna, vogina, sverð rétt- lætisins o.s.frv. Þá hefur hann lagt fyrir stjórnina margar útfærslur á hugmynd- um sínum að merki. Ein hug- mynd virðist falla mönnum í geð umfram aðrar. Er það merki, sem byggist á tákni fyrir stjörnumerkið Vogina, en það er talið eiga rætur sín- ar í menningu Babylóníu og Forn-Egypta 2000 árum fyrir Krists burð. Hugmyndin um vogina sem tákn óhlutdrægn- innar í höndum réttlætisgyðj- unnar mun eiga rætur sínar í menningu Rómverja. Það sem mönnum hefur þótt mæla með þessu tákni umfram önnur er eftirfarandi: - táknið tengist réttlætinu og óhlutdrægninni sterkum böndum, en það er hluti þeirrar ímyndar, sem lög- menn vilja gjarnan skapa sér; - táknið er einfalt og gefur ýmsa möguleika á nánari útfærslu; - táknið, í einni eða annarri mynd, virðist lítið hafa ver- ið notað sem merki lög- manna og lögmannafélaga erlendis. Táknið er birt hér félags- mönnum til kynningar, en tekið skal fram að endanleg ákvörðun um merki félagsins liggur hjá félagsmönnum. MM 18 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.