Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 19
Aðild lögmanna að lögmanna- félögum innan ESS Itilefni af fram komnu frumvarpi til laga um lögmenn, þar sem geit er ráð fyrir afnámi skyldu- aðildar að L.M.F.Í., hefur því m.a. verið haldið fram að sú stefna sé í samræmi við tíðarandann, að af- nema og banna skylduaðild manna að félögum. Þetta kann að sumu leyti að vera rétt, en er þó ekki al- gilt og a.m.k. að einu leyti er þetta ekki rétt. Þegar skoðuð er staða lögmanna í löndum innan EES að því er félagsaðild varðar, kemur í ljós að meginreglan er sú að lög- mönnum er gert skylt að vera í lög- mannafélagi. Gildir þessi regla í öllum löndum innan EES nema Noregi. Það má því með góðum rökum halda því frarn, að sú stef- na, sem birtist í frumvarpi til laga um lögmenn, gangi í þveröfuga átt við það sem almennt tíðkast. Ekki verður fjölyrt um ástæður þess að lögmönnum er almennt gert skylt að eiga aðild að lögmannafélagi. Tengist það fyrst og fremst stöðu þeirra og hlutverki í réttarkerfinu. Er það ein af þeim gmndvallar- spurningum, sem lögmenn þurfa nú að velta fyrir sér og reyna að svara, vegna frumvarpsins. Til þess að gefa lögmönnum nokkra hugmynd um hvernig mál- urn er háttað í löndum EES hef ég tekið saman stutt yfirlit, í hálfgerð- um skeytastíl, um stöðuna. Yfirlit það, sem hér birtist, er fengið að mestu leyti úr ritinu Cross Border Practice Compendium, sem er út- gefið af breska útgáfufyrirtækinu Butterworths, í samvinnu við CCBE (Ráð lögmannafélaga í Evrópu). í samantekt þessari hefur aðeins verið litið til þess hvernig aðild lögmanna að viðeigandi lög- mannafélagi er háttað og hvar eft- irlits- og agavald með lögmönnum Eftirlits- og agavald liggur. Danmörk: Skylduaðild að Advokatsam- fundet (danska lögmannafélagið). Eftirlits- og agavald í höndum héraðsdeilda (kredsbestyrelser) að sumu leyti (sem 1. dómsstig í ágreiningsmálum um þóknun lög- manna) en fyrir landið allt starfar síðan siðanefnd (Disiplinær- nævnden), sem fjallar um meint brot gegn góðum lögmannshátt- um. Nefndin er skipuð 18 mönn- um, þar af 9 lögmönnum, 3 dóm- urum sem forseti Hæstaréttar Dan- merkur skipar (formaður nefndar- innar er hæstaréttardómari og vara- formennirnir eru í dag Landsréttar- dómari og héraðsdómari frá Hró- arskeldu) og 6 nefndarmönnum, skipuðum af dómsmálaráðuneyt- inu, sem eiga að vera einhvers konar fulltrúar neytenda og al- mennings í nefndinni. Við meðferð hvers máls starfar nefndin ýmist öll saman (18 manns) eða í deildum, þar sem 6 nefndarmenn sitja. Minnst helmingur nefndarmanna í hverri deild eru lögmenn. Sá lög- maður, sem kærður er og sætir við- urlögum, getur kært úrskurð siða- nefndarinnar beint til Landsréttar- ins. Virkar nefndin að þessu leyti til sem dómstóll á héraðsdómsstigi. Svíþjóð: Enginn má kalla sig lögmann (advokat) nema að vera félags- maður í sænska lögmannafélaginu (Sveriges Advokatsamfund). Á vegum sænska lögmannafé- lagsins starfar 9 manna siðanefnd (disciplinnámnd), skipuð 7 lög- mönnum og 2 utanaðkomandi nefndarmönnum. Sumar ákvarðan- ir nefndarinnar (þ.e. alvarlegustu viðurlögin) eru kæranlegar beint til Högsta Domstolen. Nefndin virkar að þessu leyti til eins og dómstóll á héraðsdómsstigi. Finnland: Sams konar fyrirkomulag og í Svíþjóð, þ.e. að maður verður ekki lögmaður nema fá inngöngu í finnska lögmannafélagið (Finlands Advokatförfund). Skipun og starf- semi siðanefndarinnar er eins og í Svíþjóð. Noregur: Ekki skylduaöild. Nýlega voru gerðar breytingar á dómstólalögunum í Noregi. Eftir því sem næst verður komist er eft- irlits- og agavald að hluta til innan norska lögmannafélagsins (vegna félagsmanna) og að hluta til utan félagsins, á vegum siðanefndar, sem í eiga sæti tveir lögmenn af fimm nefndarmönnum. Þýskaland: í Þýskalandi er skylduaðild að lögmannafélagi í viðkomandi um- dæmi eða landshluta (Rechtsan- waltskammer). Þessi landshlutalög- mannafélög mynda síðan lög- mannasamtök fyrir sambandslýð- veldið, Bundesrechtsanwalts- kammer. Á fyrsta dómsstigi gegna lands- hlutalögmannafélögin (Rechtsan- waltskammer) því hlutverki að úr- skurða um meint brot gegn góðum lögmannsháttum. Niðurstöðum þaðan er hægt að skjóta til sérstaks siðadómstóls fyrir lögmenn. Siða- dómstóllinn er í þremur stigum: „Ehrengericht", „Ehrengerichtshof" og „Senat fúr Anwaltssachen beim Bundesgerichtshof“. Á fyrsta stiginu innan siðadóm- Lögman nablaöið 19

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.